Er þetta ekki allt pólitík?

Þetta eru athyglisverð viðbrögð íslenska dómskerfisins, sem lesa má um í þessari frétt. Ekki síst í ljósi Baugsmálsins, sem búið er að strögla við síðustu 6 árin. Getur verið að geðþótti stjórnmálamanna og framganga stjórnmálaflokka í einstökum málaflokkum hafi meira vægi í íslensku dómskerfi en menn vilja vera af láta. Við vitum jú um álitamál um skipan dómara í gegnum tíðina, bæði til hæstaréttar og héraðsdóm.

Annar kapituli í þessu máli er svo seinagangur stjórnvalda í að svara mannréttindanefndinni. Kannski vefst það fyrir mönnum, þótt þeir gefi annað í skyn? - Mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna hefur greinilega minna gildi á þeim bæ en öryggisráðið.


mbl.is Hæstiréttur hafnaði endurupptöku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband