Bloggfærslur mánaðarins, júní 2008

Minna en fyrir nokkuð búðahnupl

Ekki var það þungur dómur eftir margra ára umstang. - Minna en fyrir nokkuð búðahnupl. - Sem sagt þrátt fyrir ítarlegustu rannsóknir allra "færustu" manna þjóðarinnar eru sakborningar nánast sýknaðir. 

Næst hlýtur að vera að gefa upp hve mikið öll endaleysan er búin að kosta þjóðarbúið og ákæra þá sem bera ábyrgð á þessari endemis vitleysu og skrípalátum. - Er nema von að íslenskur almenningur sé gáttaður á dómskerfinu, eða kannski réttara sagt réttarfarinu í heild sinni?


mbl.is Dómar staðfestir í Baugsmáli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kvótinn búinn

.....eitt á ferð.....þar með virðist íslenska ísbjarnastofninum þetta árið hafa verið útrýmt... kvótinn kláraður ..... og það með veiðiþjófnaði frá Grænlendingum......ætli Björn B viti af þessu????
mbl.is Ekki fleiri bjarndýr í Skagafirði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Snúið mál eða hvað?

Eflaust verður þungur róður hjá sjómönnum í þessum kjaraviðræðum. Þeir hafa mátt þola verulega rýrnandi tekjur síðustu ár vegna aflabrests og hás gengis krónunnar. Sjómenn eru líka eina stétt launamanna sem tekur beinan þátt í eldsneytiskostnaði.

Lækkandi gengi að undanförnu ætti þó aðeins að vega upp á móti í þessu öllu saman, en eins og Sævar bendir á eru þetta flóknar viðræður. Oftar en ekki hafa útgerðarmenn getað treyst á lagasetningu þegar kjaraviðræður hafa verið komnar í hnút. Minnkandi líkur eru hins vegar á því eftir því sem vægi sjávarafurða í útflutningi minnkar.


mbl.is Sjómenn við samningaborðið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hverjir eru þá nágrannar hverra?

Það er aldeilis að menn sigla burtu hver frá öðrum á þessum slóðum núna og ekki annað að skilja á Sjónvarpfréttum í kvöld en að enn meiri tilfærslur gætu verið framundan. Kannski spurning hverjir verða nágrannar hverra að öllu þessu loknu? - Ekki endilega víst að þeir sömu geti kallast það og voru fyrir skjálfta.
mbl.is Varanlegar landbreytingar í skjálftanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fróðlegur ísbjarnarblús

Þessi ísbjarnarblús er að mörgu leyti búinn að vera fróðlegur og talað við marga vísa menn. Að vísu ber ekki dýralæknunum öllum alveg saman um hvað hefði verið hægt að gera í þessu tilfelli. Kannski aðeins áherslumunur þar. Það sem hins vegar stendur upp úr virðist vera að engin viðbragðsáætlun er til og jafnvel hefur eitthvað brugðist í hafíseftirlitinu.

Um þetta er hins vegar erfitt að dæma og það er alltaf auðvelt að vera vitur eftir á. Svona skepna í þokukenndri fjallshlíð er ekkert lamb að leika við og ekki tími til að leyfa henni að valsa um meðan beðið er ráðlegginga. Svo virðist nú líka vera að ísbirnir hér á landi séu ekki alfriðaðir og ekki úr stofni í útrýmingarhættu. En bangsi náði ekki að skaða neinn þrátt fyrir að tími puttalinga og annarra ferðamanna sé kominn. Hann ætti líklega ekki í vandræðum með einn slíkan, jafnvel þó með bakpoka og reiðhjól væri.


mbl.is Yfirdýralæknir: Rétt ákvörðun hjá lögreglu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flott strákar!!!

Alltaf förum við erfiðustu leiðina. - Vinna Svía það er flottast!!!
mbl.is Handboltaliðið fer á ÓL í Kína
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Já en????

Já, já en hvað svo????.....BARA SKOÐA ......
mbl.is Ekki forsendur til að greiða skaðabætur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gleðilega hátíð!

Auðvitað fara allir út i góða veðrið í dag á Sjómannadag. Gleðilega hátíð!!!
mbl.is Spáð allt að 20 stiga hita í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bara snillingar!!!

Ljótu hálfvitarnir eru auðvitað bara snillingar, sem gera grín af sínum uppruna í Þingeyjarsýslunni. - Þetta er flott hjá ykkur strákar og haldið áfram á sömu braut!!! 
mbl.is Fljótir hálfvitar reyndust kvensterkir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband