Snúið mál eða hvað?

Eflaust verður þungur róður hjá sjómönnum í þessum kjaraviðræðum. Þeir hafa mátt þola verulega rýrnandi tekjur síðustu ár vegna aflabrests og hás gengis krónunnar. Sjómenn eru líka eina stétt launamanna sem tekur beinan þátt í eldsneytiskostnaði.

Lækkandi gengi að undanförnu ætti þó aðeins að vega upp á móti í þessu öllu saman, en eins og Sævar bendir á eru þetta flóknar viðræður. Oftar en ekki hafa útgerðarmenn getað treyst á lagasetningu þegar kjaraviðræður hafa verið komnar í hnút. Minnkandi líkur eru hins vegar á því eftir því sem vægi sjávarafurða í útflutningi minnkar.


mbl.is Sjómenn við samningaborðið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Víðir Benediktsson

Best að segja sem minnst. Vona samt það besta. Held samt að Ísland hafi oft verið með betra lið en núna.

Víðir Benediktsson, 8.6.2008 kl. 22:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband