Minna en fyrir nokkuð búðahnupl

Ekki var það þungur dómur eftir margra ára umstang. - Minna en fyrir nokkuð búðahnupl. - Sem sagt þrátt fyrir ítarlegustu rannsóknir allra "færustu" manna þjóðarinnar eru sakborningar nánast sýknaðir. 

Næst hlýtur að vera að gefa upp hve mikið öll endaleysan er búin að kosta þjóðarbúið og ákæra þá sem bera ábyrgð á þessari endemis vitleysu og skrípalátum. - Er nema von að íslenskur almenningur sé gáttaður á dómskerfinu, eða kannski réttara sagt réttarfarinu í heild sinni?


mbl.is Dómar staðfestir í Baugsmáli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Þarf einhver að segja af sér???

Hólmdís Hjartardóttir, 5.6.2008 kl. 16:33

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Allt í kringum þetta mál er með svo miklum eindæmum að allir sem að þessari endaleysu hafa komið ættu að athuga sinn gang vel og þá á ég við þá sem að þessu komu af hálfu ríkisvaldsins.  Eins og þú bendir réttilega á Haraldur, er árangurinn sama sem enginn.  Hvað skyldu þessi ósköp vera búin að kosta okkur og ekki eru öll kurl komin til grafar hvað það varðar því mér skilst að Baugsmenn ætli í mál við ríkið. 

Jóhann Elíasson, 5.6.2008 kl. 16:46

3 identicon

Hvaða rugl er þetta í þér?  Mennirnir voru sekir, það eitt réttlætir málaferli gegn þeim.   Eða... hvernig vilt þú hafa þetta?

Jósep Eiríksson (IP-tala skráð) 5.6.2008 kl. 17:11

4 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Þyngd dómana sýnir svo ekki verður um villst hve "sökin" er mikil. Auðvitað var þessi málatilbúnaður engan veginn réttlæting á öllu því umfangi sem þetta mál hefur tekið og í raun undarlegt að dómskerfið skuli ekki fyrir löngu vera búið að vísa því frá. Getþóttaákvarðarnir og hefndargirndi einstaklinga í stórum stöðum þjóðfélagsins hafa kostað þjóðarbúið mikla peninga. Auðvitað er rétt að þjjóðfélagið fái að vita þann kostnað og krefju þá sem bera ábyrgð á öllu þessu umfangi svara fyrir rétti. Það hlýtur að mega búast við þeirri kröfu frá sakborningunum vegna þess tíma, peninga og mannorðsmissir sem þetta hefur kostað þá. - Sér er nú hver sökin Jósep.  Þessi hefndaraðgerð er á kostnað okkar. Það er örugglega ekki breitt brosið á þeim sem hrundu þessu rugli af stað núna. - Hólmdís kannski verður laust djobb í Seðlabankanum? - Tek undir með þér Jóhann. Þetta var orðið löngu ljóst og hefði getað sparað tíma og peninga að hætta þessari vitleysu þegar lá orðið fyrir í hvað stefndi.

Haraldur Bjarnason, 5.6.2008 kl. 20:18

5 identicon

Þú ættir að lesa þessa dóma.  Það er algerlega með ólíkindum að mennirnir skyldu ekki vera dæmdir í sumum liðunum.  Ef ég bæri ekki svona mikið traust til dómstóla,  myndi ég halda að hér væri maðkur í mysunni.

Og þú talar um ærumissi:  Rétt, í því tilfellum sem þeir hlutu dóminn fyrir.   Annars rangt.

Þú talar líka um hefndaraðgerðir:   Þarna hefur þú verið heilaþveginn af blessuðum Baugsmiðlunum.  Ef þeir væru ekki til staðar, myndi líklega enginn nota orð eins og ,,hefndaraðgerð."  Þessir miðlar er svo vilhallir, að það jaðrar við að hægt sé að kalla þá áróðursmaskínur.  Vittu til á morgun, þegar þeir fjalla um Baugsmálið.  Þeir munu ekki taka hlutlausa afstöðu.  Ekki séns.

Jósep Eiríksson (IP-tala skráð) 6.6.2008 kl. 02:04

6 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Jósep. Að tala um mi heilaþveginn af Baugsmiðlum er hrein og bein svívirða. Sjálfur hef ég starfað við fjölmiðla í 30 ár og enginn þeirra verið í eigu Baugs, svo ég upplýsi þig aðeins. Það sem gengur fram af mér í þessu máli er allt umfangið. Fullt af hámenntuðum lögfræðingum rannsóknarmönnum og allskonar sérfræðingum hafa unnið að þessu sakamáli í 6 ár. Það er búið að sýkna mennina á þessum tíma og bæta við kröfum. Ef einhver skynsemi hefði verið á bak við þetta allt saman hefði málið verið skoðað á einhverjum tíma með það í huga hvort málatilbúnaðurinn væri þess virði að halda þessu áfram. Það má vel vera að þér finnist með ólíkindum að mennirnir skyldu ekki hafa verið dæmdir í sumum liðum en Hæstiréttur er sammála Héraðsdómi að meginu til. Að mínu mati er þetta pólitískst mál sem er búið að kosta þjóðina mikla peninga og því ekkert annað en einhverskonar hefndaraðagerðir örfárra manna. Bentu mér svo á muninn á umfjöllun fjölmiðlanna. Eru þeir ekki bara allir að skýra frá niðurstöðum dómsins. Ég les um þetta í Mogganum. Ekki er hann í eigu Baugsmanna.

Haraldur Bjarnason, 6.6.2008 kl. 07:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband