Er ekki nóg af sérfræðingum hér á landi?

Ég get ómögulega skilið af hverju þarf að bíða eftir sérfræðingum frá Danmörku til að fanga dýrið. - Þegar hinn bangsinn kom í Skagafjörð um daginn var allt fullt af sérfræðingum hér á landi sem töldu ekkert mál að fanga þann bangsa. Þessir sérfræðingar voru inn á þingi og víðar. Hvernig væri að sérfræðingarnir frá því um daginn fari nú og sýni hvernig á að gera þetta? - Þessi bangsi virðist spakari en hinn. Hann er allavega ekki farinn að hvessa sig á lögguna. - Ætli löggan sé ekki örugglega með spraybrúsana á sér? - þetta sem er kallað varnarúði. - Það má nota það ef bangsi fer eitthvað að snúa sér að þeim.
mbl.is Ísbjörninn rólegur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Þetta er danskur "ríkisborgari" Haraldur.  Þeir sem tala mest og þá sérstaklega þessir í þinginu, geta aldrei framkvæmt það sem þeir ræða um.

Sigrún Jónsdóttir, 16.6.2008 kl. 23:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband