Bloggfærslur mánaðarins, maí 2008
Reykjavíkurheilkennið komið yfir flóann
15.5.2008 | 07:34
Mér finnst slæmt að heyra þessar fréttir af bæjarpólitíkinni á Skaganum. Í gegnum tíðina hefur fólk verið nokkuð heilsteypt í bæjarpólitíkinni þar en það er eins og núna sé komið eitthvert Reykjavíkurheilkenni þarna yfir flóann. Mér finnst líka athyglisvert að í öllum fréttaflutningi mbl af þessum málum hefur aldrei verið talað við oddvita Sjálfstæðisflokksins, Gunnar Sigurðsson, um þessi mál. Hann virðist halda sig svolítið til hlés í umræðunni og Gísli bæjarstjóri, sem er ekki kjörinn bæjarfulltrúi, talar alltaf fyrir hönd meirihlutans. Þetta minnir mig svolítið á umræðuna í Reykjavík líka.
Ég man oft eftir því hér áður fyrr að atkvæðagreiðslur í bæjarstjórn á Akranesi hafi verið á skjön við starfandi meirihluta. Menn hafa oft ekki verið sammála um einstök mál þótt þeir hafi verið í sama flokki eða saman í meirihluta. Það hefur þó ekki alltaf orðið til meirihlutaslita og enn síður til flandurs á milli flokka. Burt séð frá afstöðu til þessa máls, sem deilt er um, þá finnst mér þetta, sem gerist í kjölfarið, setja ljótan blett á bæjarmálapólitíkina á Akranesi.
![]() |
Sviptingar á Akranesi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Mbl. kópíerar fréttir Skessuhorns
14.5.2008 | 16:25
Hvað er að gerast með þessa fjölmiðla eins og mbl.is? - Það er ekki að sjá að þar sé mannskapur til að vinna fréttir upp á eigin spýtur. - Héraðsfréttablaðið Skessuhorn hefur frá því rétt fyrir hádegi sagt fréttir af pólitísku hræringunum í bæjarstjórn Akraness og staðið sig vel í fréttaflutningi á vef sínum. Ítrekað les maður svo efnislega sömu fréttir á mbl.is. - Það er engu líkara en þar á bæ stundi menn bara kópíeringar
Að vísu er vitnað til Skessuhorns en maður gerir nú meiri kröfur til fjölmiðla eins og mbl og ætlast til þess að þar á bæ geti menn unnið fréttir á eigin forsendum og leitað að nýjum flötum á hverju máli. - Ekki svo að skilja að Skessuhorn sé ekki virðingarverður fjölmiðill. - Þetta er hins vegar léleg blaðamennska. - RÚV sendir hins vegar mann upp á Skaga í viðtöl sem er til fyrirmyndar enda komu þar ný atriði fram.
Hér er hlekkur á Skessuhorn
![]() |
Magnús gagnrýnir nýjan meirihluta |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þau eru öll orðin 23 ára og öll fyrrverandi eitthvað
14.5.2008 | 13:21
Já Sjálfstæðismenn komnir með hreinan meirihluta í Bæjarstjórn Akraness. Karen Jónsóttir fulltrúi Frjálslyndra gengin í flokkinn og Gísli S. Einarsson bæjarstjóri, fyrrum krati og Samfylkingarmaður líka genginn í Sjálfstæðisflokkinn, enda kannski ekki óeðlilegt því sá flokkur stillti honum upp sem bæjarstjóraefni fyrir síðustu kosningar.
Topparnir hjá Sjálfstæðisflokknum á Skaganum eru því allir fyrrverandi annarra flokka núna. Karen fyrrverandi úr Frjálslyndum, Gísli fyrrverandi Samylkingarmaður og svo er forseti bæjarstjórnar Gunnar Sigurðsson Framsóknarmaður frá fornu fari. Þetta er orðið svolítið sögulegs eðlis í bæjarstjórninni á Skaganum.
Allt er þetta út af ágreiningi um komu flóttamanna og haft eftir Gísla að það mál hafi verið "dropinn sem fyllti mælinn". Hvort sem rétt er eftir haft eða ekki, þá er það nú svo að kornið fyllir mælinn en dropinn holar steininn. - Að gefnu tilefni er rétt að taka fram að allt þetta fólk hefur náð 23 ára aldri og "friðarspillirinn" Magnús Þór líka. Það ætti því að vera sjálfrátt gjörða sinna.
![]() |
Sjálfstæðismenn með hreinan meirihluta á Akranesi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Eru allir í stjórnsýslunni orðnir 23 ára?
14.5.2008 | 10:35
Þetta er nú fáránlegasta forræðishyggjutillaga nokkurrar nefndar í sveitarstjórn, sem maður hefur heyrt um. Nógu vitlaus var samþykktin á Akureyri um 18 ára aldurstakmarkið í fyrra en þessi miðar við 23 ár. - Hvað er þetta nefndarfólk að hugsa? - Ég hreinlega trúi því ekki að bæjarstjórn hlusti á þessa samþykkt nefndarinnar.
Maður þóttist nú heldur betur vera orðinn fullorðinn 23 ára gamall á Akranesi. Hvernig er það með nefndir og ráð bæjarins og bæjarstjórn. Eru allir fulltrúar orðnir 23 ára þar? Varla getur þeim sem eru undir þeim aldursmörkum verið treystandi til að taka ákvarðanir. Hvað þá lögreglunni að framfylgja lögum ef lögreluþjónar eru undir þessum 23 ára mörkum.
Svo hélt maður nú einfaldlega að fátt væri írskara á írskum dögum en ómældur bjór og fyllerí!!
![]() |
Yngri en 23 ára bannað að tjalda nema í fylgd með fullorðnum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Vatnselgur á Fjöllum
14.5.2008 | 07:39
Það hefur ekkert smávegis gengið á þarna við Biskupsháls. Manni hefði nú síst dottið til hugar að vatnavextir myndu setja veginn í sundur á þessum slóðum, enda nýlega uppbyggður og góður vegur þarna og venjulega ekki mjög mikill vatnselgur. Miðað við lýsingar gæti það tekið tímann sinn að gera við þarna og hún lengist því heldur betur leiðin milli Norður- og Austurlands á meðan. Ekki er sú leið heldur árennileg fyrir stóra vöruflutningabíla.
Kannski er einhverju ábótavant í hönnun nýrra vega og ekki gert ráð fyrir nægilega stórum ræsum? Alla vega vaknar sú spurning eftir þetta atvik og það þegar vegurinn fór í sundur við Svignaskarð í Borgarfirði í vetur.
![]() |
Ofsaflóð rauf hringveginn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 07:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Krían kemur á lokadaginn
13.5.2008 | 21:05
![]() |
Krían komin á Nesið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Eru þá HIV-smitaðir Bandaríkjamenn í einangrun?
13.5.2008 | 08:01
![]() |
HIV-smituðum hömluð innganga í Bandaríkin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Vatnskassi og rotþró????
12.5.2008 | 13:53

![]() |
Rotþró stolið og sett niður í nágrenninu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Var þetta ekki svolítið seinlegt?
12.5.2008 | 12:46
"Slökkviliðið sendi tvær stöðvar á staðinn, með flotgirðingar til að hefta útbreiðslu olíunnar" - Ætli það hafi ekki verið seinlegt að rífa stöðvarnar upp með öllum búnaði?
Viðbót: Búið að breyta fréttinni. Tvær stöðvar orðnar að tveimur bílum. - Segiði svo að blaðamenn mbl.is lesi ekki bloggið!!
![]() |
Svartolía í sjóinn við Vogabakka |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Lífskjör landsmanna batna ekkert við þetta
12.5.2008 | 08:31
![]() |
Eftirlaunalög Alþingis verða felld úr gildi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)