Mbl. kópíerar fréttir Skessuhorns

Hvað er að gerast með þessa fjölmiðla eins og mbl.is? - Það er ekki að sjá að þar sé mannskapur til að vinna fréttir upp á eigin spýtur. - Héraðsfréttablaðið Skessuhorn hefur frá því rétt fyrir hádegi sagt fréttir af pólitísku hræringunum í bæjarstjórn Akraness og staðið sig vel í fréttaflutningi á vef sínum. Ítrekað les maður svo efnislega sömu fréttir á mbl.is. - Það er engu líkara en þar á bæ stundi menn bara kópíeringar 

Að vísu er vitnað til Skessuhorns en maður gerir nú meiri kröfur til fjölmiðla eins og mbl og ætlast til þess að þar á bæ geti menn unnið fréttir á eigin forsendum og leitað að nýjum flötum á hverju máli. - Ekki svo að skilja að Skessuhorn sé ekki virðingarverður fjölmiðill. - Þetta er hins vegar léleg blaðamennska. - RÚV sendir hins vegar mann upp á Skaga í viðtöl sem er til fyrirmyndar enda komu þar ný atriði fram.

Hér er hlekkur á Skessuhorn


mbl.is Magnús gagnrýnir nýjan meirihluta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Rétt er það Einar. ég man vel að þegar ég var ritstjóri héraðsfréttablaða á árunum 1979-1989 þá var nokkuð algengt að dagblöð tækju fréttir orðrétt og oft án þess að geta einu sinni heimilda. Mogginn sem þá var lang stærsta blaðið var verstur í þessum efnum. Maður las þar oft eigin texta óbreyttan. Þetta er hins vegar lélegt af svo stórum fjölmiðlum að láta þá litlu borga fyrir sig vinnuna við heimildaöflun og fréttaskrif. Hættan á þessu hefur auðvitað aukist með netmiðlum en þetta er jafn lágkúrulegt samt. Ekki er allt sem skrifað er á mbl.is "professionalt," eins og þú segir. þar skortir margt fyrir utan það sem við erum tala um, ekki síst íslenskukunnáttu.

Haraldur Bjarnason, 14.5.2008 kl. 18:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband