Bloggfærslur mánaðarins, maí 2008
Pétur klikkar ekki
18.5.2008 | 17:13
![]() |
Á seyði sett á Seyðisfirði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 19.5.2008 kl. 10:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Auðvitað
18.5.2008 | 09:01
![]() |
Titringur á Skjálfanda |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Til hamingju Reykvíkingar.
17.5.2008 | 18:20
![]() |
Embætti borgarstjóra 100 ára |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hvers vegna?
17.5.2008 | 13:13
![]() |
Bann við línuveiðum á Hornvík |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Núna eru bara allir ánægðir
16.5.2008 | 18:58
Af hverju er það svona merkilegt að einhverjum fasteignakaupasamningum fækki? - Kannski eru bara allir ánægðir í því húsnæði sem þeir búa í og sjá enga ástæðu til að skipta um húsnæði. Svo getur líka verið að fólki hafi ekki fjölgað eins mikið að undanförnu og því þurfi ekki meira íbúðarhúsnæði.
Í mínum huga er húsnæði bara nauðsyn hverjum og einum og skiptir ekki máli hvort 1000 eða 10 íbúðir eru að skipta um eigendur. Allir þurfa að hafa þak yfir höfuðið og hver fjölskylda sníður sér stakk eftir vexti í þeim efnum - Nú eru sem sagt allir ánægðir og það er hið besta mál.
![]() |
Enn fækkar fasteignakaupsamningum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Gott á Norðmenn
16.5.2008 | 13:08
Það eru góð tíðindi að Norsk-Íslenska síldin sé komin inn í lögsöguna og það talsvert af henni. Í þetta hefur stefnt síðustu árin og bátarnir hafa verið að veiða hana í bland við þá íslensku. Þetta er góð búbót í þjóðarbúið, enda nú orðið unnin mikil verðmæti úr síldinni og lítið fer í bræðslu. Svo er bara að vona að hún verði veiðanleg í nót og menn fari ekki að skakast í þessu með troll. Það er ekki gæfulegt og allra síst með hliðsjón af olíuaustrinum við þær veiðar umfram nótaveiðar.
Það sem kannski kemur okkur best við þessa frétt er almennileg samningsstaða við Norðmenn, sem hingað til hafa haldið því fram að Íslendingar ættu engan rétt til veiða, þar sem þessi stofn gengi ekki inn í íslenska lögsögu. - Þetta er gott á Norðmenn.
Smá viðbót. Er ekki annars myndin, sem fylgir fréttinni af loðnu en ekki síld? Mér sýnist það, að vísu er myndin óskýr og ekki hægt að stækka hana en þetta er ábygglega loðna.
![]() |
Norsk-íslensk síld komin inn í landhelgina |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Loks er tekið skref í rétta átt
16.5.2008 | 12:30
![]() |
Jákvæð áhrif á markaðinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hann er steinrunninn karlinn
16.5.2008 | 07:56
Maður vissi nú að Björn Bjarnason væri íhaldssamur og fastur í kalda stríðinu en að hann væri svona gjörsamlega steinrunninn eins og kemur fram í þessari frétt, ekki gat ég haft imyndunarafl til að sjá það. Hann segir ekki ástæðu til þjóðaratkvæðagreiðslu um stjórnarskrárbreytingar sem gera myndu kleift að sækja um aðild að ESB nema ákveðið hafi verið að sækja um aðild. - Það var einmitt það! Hvort kemur nú á undan eggið eða hænan? um það hefur oft verið spurt. En er nú ekki rétt að kynna málið vel og kanna hug þjóðarinnar áður en einhver ákvörðun er tekin? - Annað er einræði.
Hann segist þeirrar skoðunar að umræða um gjaldmiðilinn hafi skapað of mikla spennu. - Á sem sagt ekki að ræða nein óþægileg mál? - Sennilega best að taka bara einræðislegar ákvarðanir. Hugur þessa manns er einhversstaðar langt aftur í öldum. - Hann vill greinilega stjórna með heraga og einræði, vopna lögregluna og óupplýstur lýðurinn á ekki að skipta sér af.
![]() |
Á móti þjóðaratkvæðagreiðslu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Síminn kveður Austfirðinga og Vestfirðinga
15.5.2008 | 17:48
Er þetta ekki dæmigert fyrir það sem gerst hefur með einkavinavæðingunni. Sjáum staðina sem Síminn byrjar á að loka þjónustunni; Egilsstaðir og Ísafjörður. Þetta eru lykilstaðir í þjónustu á Austulandi og Vestfjörðum. Í þeim landshlutum sem eru erfiðastir yfirferðar, fjöllóttir og víðfemir þannig að þjónusta Símans hefur verið hlutfallslega mikið notuð á þessum landssvæðum. Þetta er eina verslun Símans á Austurlandi og ég veit um marga sem hafa haldið tryggð við Símann vegna þessarar þjónustu. Tel víst að ísafjarðarverslunin sé líka sú eina þar vestra. Þessir landshlutar fóru líka verst út úr verðlagningu á meðan dýrara var að hringja langlínusímtöl. Ekkert er til lengur sem kallast getur almennileg þjónusta. Allt byggist á hreinni arðsemishugsjón gróðapunganna, sem fengið hafa eignir ríkisins fyrir lítið og jafnvel of lítið eins og Hæstiréttur hefur nýlega dæmt um vegna ÍAV.
Nú er því ráðlegast fyrir viðskiptavini Símans á Austurlandi og Vestfjörðum að segja skilið við þetta fyrirtæki sem þeir hafa haldið tryggð við vegna þjónustu í gegnum tíðina og snúa sér annað. Síminn hefur núna ekkert fram yfir aðra.
Hvað varð svo um sölugróða ríkisins af Símanum? - Átti hann ekki einmitt að fara í að bæta fjarskiptamálin á landsbyggðinni? - Hvað segir Möllerinn nú, ráðherra fjarskiptamála?
![]() |
Síminn lokar verslunum á Ísafirði og Egilsstöðum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Flýtur á meðan ekki sekkur
15.5.2008 | 10:43
Úbbs!! - Hús sem á að mara í hálfu kafi í Tjörninni í Reykjavík! - Er þetta eitthvert tákn um stjórnun mála í Reykjavíkurhreppi. Hreppsskrifstofa Reykjavíkur er jú við Tjörnina. Þetta er svona hálf-"blörrað" hús eða kannski að við segjum "marrað".- Ætli Ólafur F sé nokkuð í þessu húsi...eða Villi....eða Dagur...eða?
Svo er spurning hvort það hangir á floti allan tímann meðan Listahátíð stendur yfir. Það hefur ekki margt hangið á floti í og við Tjörnina að undanförnu. - Ekki lengur en hundrað daga, hve lengi stendur Listahátið? - "Flýtur á meðan ekki sekkur," var einhverntíma sagt.
![]() |
Húsi sökkt í Tjörnina |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)