Síminn kveður Austfirðinga og Vestfirðinga

Er þetta ekki dæmigert fyrir það sem gerst hefur með einkavinavæðingunni. Sjáum staðina sem Síminn byrjar á að loka þjónustunni; Egilsstaðir og Ísafjörður. Þetta eru lykilstaðir í þjónustu á Austulandi og Vestfjörðum. Í þeim landshlutum sem eru erfiðastir yfirferðar, fjöllóttir og víðfemir þannig að þjónusta Símans hefur verið hlutfallslega mikið notuð á þessum landssvæðum. Þetta er eina verslun Símans á Austurlandi og ég veit um marga sem hafa haldið tryggð við Símann vegna þessarar þjónustu. Tel víst að ísafjarðarverslunin sé líka sú eina þar vestra. Þessir landshlutar fóru líka verst út úr verðlagningu á meðan dýrara var að hringja langlínusímtöl. Ekkert er til lengur sem kallast getur almennileg þjónusta. Allt byggist á hreinni arðsemishugsjón gróðapunganna, sem fengið hafa eignir ríkisins fyrir lítið og jafnvel of lítið eins og Hæstiréttur hefur nýlega dæmt um vegna ÍAV.

Nú er því ráðlegast fyrir viðskiptavini Símans á Austurlandi og Vestfjörðum að segja skilið við þetta fyrirtæki sem þeir hafa haldið tryggð við vegna þjónustu í gegnum tíðina og snúa sér annað. Síminn hefur núna ekkert fram yfir aðra.

Hvað varð svo um sölugróða ríkisins af Símanum? - Átti hann ekki einmitt að fara í að bæta fjarskiptamálin á landsbyggðinni? - Hvað segir Möllerinn nú, ráðherra fjarskiptamála?


mbl.is Síminn lokar verslunum á Ísafirði og Egilsstöðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Þetta lá eiginlega fyrir um leið og flestum símvirkjunum var sagt upp og svo þegar jarðstöðin á Héraði var lögð niður, fannst alltaf einkennilegt að verslunin á Egilsstöðum væri rekin áfram.

Hef eiginlega meiri áhyggjur af hinum, er að tala um Húsasmiðjuna, Blómaval, Byko, Bt, Office one, Ronning og fleiri sem komu til að sleikja rjómann af framkvæmdunum og uppganginum hér fyrir austan.

Síminn er nánast farinn, líka er ÍAV nánast farnir og svo mætti telja upp marga aðra sem eru farnir eða eru að fara.

Vona bara að við höldum Bónus.

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 15.5.2008 kl. 18:27

2 identicon

Ég skil ekki hvað þið eruð að kvarta, er ekki GSM sambandið að batna með hverjum deginum á þessum stöðum og á öllum leiðum til og frá?

Það kostar vissulega fullt af peningum og þeir eru bara að gera reksturinn hagkvæmari, með því að semja við Tölvulistann á Egilsstöðum og Netheima á Ísafirði, um rekstur þjónustuvera/verslana.

Semsagt það verður Áfram þjónusta á þessum stöðum.


Þar að auki sé ég ekki hvað er betra við að hafa verslun frá Símanum allsstaðar, ég fer aldrei í verslun fjarskiptafyrirtækja nema í upphafi viðskipta, síðan nota ég símann (með litlu s-i) og hringi bara ef það eru vandamál, virkar ekki 800-7000 úti á landi???

Elís Traustason (IP-tala skráð) 15.5.2008 kl. 19:28

3 identicon

Það er ein verslun símans á egs en það er útibú símans á Neskaupstað í tónabúðinni.

og þar sem er ekki símaverslun eru útibú t.d penninn eymudsson og því að hafa símabúð á egs það er aldrei neinn að versla þarna þetta er bara tap ekki var talað um þegar 118 á egs var lokað þannig en þegar það kemur frétt um 2 verslanir þá er síminn bara eitthvað skítafyrirtæki allt í einu

Ekki tók nein eftir að síminn er ódýrari en önnur fyrirtæki núna þar sem hin eru að hækka verðskrá

Engin hefur tekið eftir að síminn hefur ákveðið að allt ísland verður 3g símavæd 15 júli engin tók eftir þegar síminn setti samband á fagradalinn sem bjargar fullt af lífum Hættum að taka eftir smá atriðum og förum að skoða hvað síminn er að gera.

Ef þú vilt ekki vera hjá símanum farðu bara til voda sem á einnig tal eða nova sem er rekin af forríkum sem sinna bara reykjavík .

Tara (IP-tala skráð) 15.5.2008 kl. 21:37

4 Smámynd: Víðir Benediktsson

Það eru mörg á síðan ég hætti að skipta við Símann, og þó ekki. Fæ alltaf einhvern fáránlegan reikning frá þeim af því þeir eiga víst línuna sem hinir eru að nota. Merkilegir viðskipta hættir. Sjálfssagt tilheyrir þessi lína grunnnetinu sem ekki var til áður en Síminn var seldur en poppaði svo upp um leið og búið var að selja.

Víðir Benediktsson, 15.5.2008 kl. 21:51

5 Smámynd: Guðrún Þóra Hjaltadóttir

Ég hætti við símann fyrir löngu síðan. Þjónustuna er allflesta hægt að fá með því að hringja. ég nota aldrei verslun þó ég sé með margir innan seilingar.

Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 15.5.2008 kl. 22:22

6 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Ætli þjónustan lækki við þennan sparnað? Eða fer hann bara í vasa eigendanna? Græðgi? Neeeeei, er það nokkuð?

Lára Hanna Einarsdóttir, 15.5.2008 kl. 22:27

7 Smámynd: Benedikt V. Warén

Sama ruglið er hjá Rarik og Orkusölunni. Það er ekki með góðu móti hægt að skipta við aðra og í staðinn fyrir að fá einn reikning fyrir þjónustuna fær maður nú senda tvo.  Þetta er kallað hagræðing.

Annað og mun alvarlegra mál er mjólkin.  Fyrst er ekið héðan frá Austurlandi og pakkað á Akureyri til að hægt sé að senda strax hana til baka.  Vont er þegar það vantar mjólk í kælana í kaupfélaginu en verst er að hún endist mun verr og verður fyrr bragðvond.  Skal engan furða, hún er orðin bílveik, - blessuð mjókin.  Lausnin er að gefa beljunum bílveikitöflur með fóðurbætinum.

Benedikt V. Warén, 15.5.2008 kl. 22:27

8 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Elís "þú ert kominn í samband við þjónustuver, þú ert númer 33 í röðinni........32 í röðinni" - Rétt hjá þér GSM-sambandið er að batna en mikið asskoti gengur það nú hægt. Á Austurlandi eru víða slæmar gloppur í sambandi og það meira að segja við þjóðveg númer 1, svo maður tali nú ekki á vegum í fjallendi og inn til fjarða. Má vera rétt að sumir fari sjaldan í þessar verslanir, en þær veittu góða og víðtæka þjónustu um allt er varðaði síma- og tölvutengingar. Reynslan af þeim er betri en þjónustuverunum og því skiptu menn við Símann í þessum landshlutum vegna þess að þjónustan var betri en annarra. Eins og Þorsteinn Valur bendir á hefur önnur þjónusta og starfsemi Símans líka minnkað. - Lára Hanna, ég held að það sé borin von að þjónustan lækki, ekki gerir hún það hjá bönkunum þótt hagrætt sé og sparað. Þetta fer í vasa þeirra sem eignuðust þessi fyrirtæki á silfurfati. - Svo er þetta náttúrlega athyglisvert sem þið bendið á Víðir og Pelli. Öll þessi uppskipting í nafni samkeppni. Hún virðist eingöngu þýða meiri kostnað og fyrirhöfn, sem öll lendir á neytendum, hvort sem þeir kaupa símaþjónustu eða rafmagn. - Ég hélt nú einfaldlega að Síminn myndi gera svolítið út á þessa sérstöðu sína með að vera dreifður um land allt. Þeir eru náttúrlega löngu búnir að gleyma upprunanum og vita ekki að íslenski landssíminn var "fundinn upp" á Seyðisfirði, þar sem fyrsti sæstrengurinn til Íslands kom á land árið 1906. - Takk fyrir góð innlegg í umræðuna öll sömul.

Haraldur Bjarnason, 15.5.2008 kl. 22:52

9 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Já Jón Fírmann, þetta er allt í skötulíki utan mesta þéttbýlis. Þú talar um NMT-kerfið. Eftirlitskerfi með því var í jarðstöð að Snjóholti í Eiðaþinghá, rétt utan Egilsstaða. Eitt af því sem Síminn er búinn að loka er þessi stöð og þar með færri starfsmenn á svæðinu en þarna voru vaktmenn að störfum.

Haraldur Bjarnason, 16.5.2008 kl. 18:17

10 Smámynd: Benedikt V. Warén

Halli nú ert þú á villigötum.  Snjóholts-stöðin var að fylgjast með gerfitunglum vegna Irridium símakerfisins. (Irridium satellite phone) 

Síminn sá um reksturinn, sem nú er aflagður og búnaðurinn fluttur úr landi og starfsmönnum sagt upp.

Benedikt V. Warén, 17.5.2008 kl. 14:54

11 Smámynd: Haraldur Bjarnason

ók. Hélt það væri NMT - Takk fyrir Pelli að bjarga mér út úr þessari vitleysu.

Haraldur Bjarnason, 17.5.2008 kl. 21:02

12 identicon

"þú ert kominn í samband við þjónustuver, þú ert númer 33 í röðinni........32 í röðinni"

Það hefur ekki verið svona bið í þjónustuverinu síðan 2005 þegar öll lætin voru.

Síðan þá hefur eingöngu komið svona bið þegar um stórar bilanir er að ræða.

Þess má geta að á www.siminn.is er hægt að sjá nákvæmlega hvernig svörunin er búin að vera seinasta mánuðinn.  Sem dæmi þá er núna inni fyrir Apríl og það er eftirfarandi. 94% af öllum símtölum svöruð , Símtölum svarað innan 20sek eru  65% allra símtala og meðalbiðtími var 55sek.  Þetta er búið að vera svona í mjög langann tíma hjá þeim.

"Á Austurlandi eru víða slæmar gloppur í sambandi og það meira að segja við þjóðveg númer 1, svo maður tali nú ekki á vegum í fjallendi og inn til fjarða."

 Fjarskiptasjóður er núna að bæta úr þessum gloppum á þjóðvegi 1 og þetta er ekki bara á austurlandi (já það eru til fleiri landshlutar)

Í fjalllendi og í fjörðum er gífurlega erfitt að vera með fullt gsm samband. sendar eru dýrir og  ekki endalaust hægt að hola niður sendum þar sem það er alltaf eitthvað sem skyggir á sambandið í umhverfinu.

 "Hvað varð svo um sölugróða ríkisins af Símanum? - Átti hann ekki einmitt að fara í að bæta fjarskiptamálin á landsbyggðinni? - Hvað segir Möllerinn nú, ráðherra fjarskiptamála?"

Fjarskiptasjóður heitir það og þeir eru í full swing við að bæta hlutina meðal annars með því að byrja á að bæta úr gloppum á þjóðvegi 1. 

 "Er þetta ekki dæmigert fyrir það sem gerst hefur með einkavinavæðingunni."

Kemur einkavæðingu ekki við ... þetta er eitthvað sem öll fyrirtæki á landinu eru að gera og þetta hefði gerst hefði Síminn verið í ríkiseigu til að hagræða rekstri ... Það er ekki einsog öll þjónusta sé farin af svæðinu því Síminn er með verktaka í öllum stærri bæjum á landinu og svo einnig þónokkuð mörgum af þeim minni.

Þess má geta að ég er engann veginn að tala fyrir Símann heldur eru þetta allt upplýsingar sem ég aflaði mér með símtali og svo úr fréttum á mbl.is og siminn.is 

Óli (IP-tala skráð) 29.5.2008 kl. 12:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband