Pétur klikkar ekki

Aldrei klikkar Pétur Kristjáns þegar hugmyndir eru annars vegar. Af myndinni að dæma hefur hann látið valtara fletja út mjólkurfernur, líklega norðlenska léttmjólk sem flutt hefur verið frá Akureyri til Seyðisfjarðar með einhverjum trukknum í síðustu viku. Annars man ég sérstaklega eftir einu verki Péturs, sem hann sýndi eitthvert árið. Það var einskonar hljómsveitarvél. Man ekki lengur hvað hann kallaði þetta en þar var tækninni beitt keðjuverkandi og úr varð hið merkasta tónverk. Íslandsborinn, sem sýndur er á myndinni virðist líka áhugaverður og það er öruggt að enginn verður svikinn af því að heimsækja Seyðfirðinga í sumar frekar en hingað til.
mbl.is Á seyði sett á Seyðisfirði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband