Gott á Norðmenn

Það eru góð tíðindi að Norsk-Íslenska síldin sé komin inn í lögsöguna og það talsvert af henni. Í þetta hefur stefnt síðustu árin og bátarnir hafa verið að veiða hana í bland við þá íslensku. Þetta er góð búbót í þjóðarbúið, enda nú orðið unnin mikil verðmæti úr síldinni og lítið fer í bræðslu. Svo er bara að vona að hún verði veiðanleg í nót og menn fari ekki að skakast í þessu með troll. Það er ekki gæfulegt og allra síst með hliðsjón af olíuaustrinum við þær veiðar umfram nótaveiðar.

Það sem kannski kemur okkur best við þessa frétt er almennileg samningsstaða við Norðmenn, sem hingað til hafa haldið því fram að Íslendingar ættu engan rétt til veiða, þar sem þessi stofn gengi ekki inn í íslenska lögsögu. - Þetta er gott á Norðmenn.

Smá viðbót. Er ekki annars myndin, sem fylgir fréttinni af loðnu en ekki síld? Mér sýnist það, að vísu er myndin óskýr og ekki hægt að stækka hana en þetta er ábygglega loðna.


mbl.is Norsk-íslensk síld komin inn í landhelgina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband