Vatnselgur á Fjöllum

Það hefur ekkert smávegis gengið á þarna við Biskupsháls. Manni hefði nú síst dottið til hugar að vatnavextir myndu setja veginn í sundur á þessum slóðum, enda nýlega uppbyggður og góður vegur þarna og venjulega ekki mjög mikill vatnselgur. Miðað við lýsingar gæti það tekið tímann sinn að gera við þarna og hún lengist því heldur betur leiðin milli Norður- og Austurlands á meðan. Ekki er sú leið heldur árennileg fyrir stóra vöruflutningabíla.

Kannski er einhverju ábótavant í hönnun nýrra vega og ekki gert ráð fyrir nægilega stórum ræsum? Alla vega vaknar sú spurning eftir þetta atvik og það þegar vegurinn fór í sundur við Svignaskarð í Borgarfirði í vetur.


mbl.is Ofsaflóð rauf hringveginn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband