Bloggfærslur mánaðarins, desember 2008

Auðvitað á fólk að læra íslensku

Þetta er auðvitað sanngjarnt og það er í raun óþolandi að vera spurður á ensku eða einhverju öðru tungumáli við kassa í verslun. Flestir geta leyst það en margir eldri borgarar, t.d. á áttræðisaldri, gera það ekki.  Hvert sem við flytjumst um heiminn þurfum við að kunna lágmarks skil á tungumáli viðkomandi lands. 
mbl.is Íslenskupróf skilyrði fyrir ríkisborgararétti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hér í dag, þar eftir fjóra daga

"Hér í dag, þar á morgun." Er það ekki einhvern veginn svona slagorðið hjá Íslandspósti? Það vísar til þess að pósturinn sé ekki nema einn dag að koma pökkum milli staða. Fór á pósthús okkar þorpara á bakka Glerár hér á Akureyri í dag að spyrjast fyrir um pakka til mín sem settur var í póst í Kringlunni í Reykjavík á laugardaginn, fyrir fjórum dögum. Jú pakkinn fannst skráður en svo tók, þrátt fyrir tölvutæknina, hálf tíma að leita að honum. Á miða póstsins á pakkanum stóð að greitt hefði verið fyrir heimsendingu og sendingarkostnaður skráður 950 krónur. Nú tóku miklar vangaveltur við hjá stúlkunum sem afgreiddu mig því ég vildi auðvitað fá heimsendinguna endurgreidda, enda kom ég á staðinn, sótti pakkann og eyddi hálftíma í bið. Niðurstaða þessara ágætu stúlkna eftir að þær höfðu kanna málið var að Íslandspóstur gæfi sér 1-3 virka daga til að koma pakkanum til skila og hann hefði verið fluttur heim til mín í kvöld. Ég fékk því ekki endurgreiddan heimsendingarkostnaðinn. Hefði svo sem sætt mig við að fá pakkann á mánudag en miðvikudagur er heldur mikið. Ef pakkinn hefði farið með flugi hefði hann komið til mín með næstu vél, sama dag og hann var sendur og kostnaðurinn verið 900 krónur en ekki 950. Einu sinni var Pósturinn ódýrastur og þá tók svona 1-3 daga að koma pakka milli Reykjavíkur og Akureyrar. Nú er hann dýrastur og tíminn hefur lengst aftur.

Hættið þessum hroka

"Hópur ungmenna". Þetta er það sama og RÚV notaði í öllum fréttatímum í gær. Hef hins vegar séð þarna fólk á fimmtugs og sextugs aldri, allt upp undir sjötugt á fréttamyndum. Þó svo að þannig væri ekki, af hverju er þessi hroki gangvart ungmennum? - Þetta er fólkið sem er að taka við skuldum útrásargæjanna. Ekki bara þetta fólk, heldur líka börn í grunnskólum, leikskólum og kornabörn. Hættið þessum hroka.
mbl.is Segjast hættir í bili
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Saknæmur þjófnaður

"Var fjárfestingarstefna peningamarkaðssjóða Landsbankans, Glitnis og Kaupþings í þágu viðskiptavina eða bankanna sjálfra?" - Þessi upphafsorð fréttarinnar þurfa ekki frekari skýringa við. Auðvitað var þetta allt í þágu eigendanna en ekki viðskiptavina. Þeir sem þessi verk unnu ættu að svara til saka. Þar til í haust hefur þjófnaður verið talinn saknæmur hér á landi.
mbl.is Fjárfestu í tengdum félögum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nýsköpun hvað?

Auðvitað þarf á Nýsköpunarsjóði að halda núna sem aldrei fyrr. Hins vegar hefur þessi Nýsköpunarsjóður verið í óttalegu skötulíki þegar hann hefur verið að úthluta. Man sérstaklega eftir því þegar forsvarsvarsmönnum farþegaskipsins Lagarfljótsormsins var neitað um fyrirgreiðslu á þeim forsendum að þar væri um samkeppni að ræða. Samkeppnin var fólgin í því að selja átti veitingar um borð í skipinu. Þetta var hins vegar fyrsta farþegaskipið á ferskvatni hérlendis og framhjá því horfðu þessir snillingar í Nýsköpunarsjóði. Meiri nýsköpun hefði ekki verið hægt að hugsa sér. Kerfiskarlarnir standa yfirleitt í vegi fyrir nýsköpun en vona að Finnbogi breyti þar einhverju.


mbl.is Mikið áfall fyrir Nýsköpunarsjóð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Unga fólkið er traustsins vert

Ég ætlaði nú ekki að tjá mig um þetta mál en geri það nú. Eftir því sem ég les meira um þetta finnst mér Reynir hafa sýnt hroka í garð ungs blaðamanns. Mér er nokk sama um álit hans og orð um eigendur blaðs og prentsmiðju. Hroki hans gagnvart Jóni Bjarka er verri. Það að ungur blaðamaður hafi metnað fyrir að skrifa á ekki að vera honum til tjóns. Ég hef sjálfur þurft að ritstýra á mínum ferli í 30 ár í blaða- og fréttamennsku. Allt það unga fólk sem ég hef unnið með hefur verið traustsins vert og haft ýmislegt fram að færa. Ég er viss um að svo var líka með þennan unga mann. Reynir! Við verðum að muna að það er margt sem kemur fram hjá yngra fólki sem við áttum okkur ekki á.
mbl.is Reynir biðst afsökunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frekar njóla

Kartöflur eru ágætis matur og hafa verið ræktaðar hér á landi frá ómunatíð. Legg til að ráðherrum verði gefinn njóli til nota í súpu en það var ákkúrat það sem Danir gerðu á sínum tíma til að bjarga íslensku þjóðinni frá sulti. Njóli er fyrirtaks matjurt. Kominn hingað til lands af jósku heiðunum. Þeim þótti það skárra Dönum að flytja njólann hingað en okkar forfeður út.
mbl.is Þorgerður Katrín fær kartöflu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Best að koma sér suður

Akureyri er láglaunasvæði og laun á almennum markaði þar um 30% lægri en gengur og gerist á Suð-Vesturhorninu. Laun opinberra starfsmanna eru hins vegar þau sömu og syðra. Þess vegna eru opinberir starfsmenn betur haldnir en aðrir enda húsnæðisverð á Akureyri mun lægra en syðra. Þeim forsvarsmönnum bæjarins er því engin vorkun að lækka í launum. Svo er Norðurorka að hækka verð líka, en það er ein dýrasta orkuveita landsins fyrir. Bærinn gaf fyrir stuttu yfirlýsingar um að gjaldskrár yrðu ekki hækkaðar! - Svo gerir áætlun bæjarins ráð fyrir fjölgun! - Þvílík bjartsýni. Ætli það sé ekki best að koma sér suður.
mbl.is Akureyri hækkar gjaldskrár um 10%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hver trúir þessu?

Það eitt að fyrrum bankastjóri Landsbankans hafi haft húsnæði í bankanum er nóg til að allt annað er ótrúverðugt. Hvers vegna þar?  Var hann á pappírstætaranum eða hvað bar honum að gera þar?Svona er þetta í öllum bönkunum. Þeir sem stóðu fyrir hruninu hafa fengið aðgang að öllu. Þetta er það sem ríkisstjórnin átti að passa en þess í stað býður hún upp á skattahækkanir og sjúklingagjöld. Hver trúir þessu svari frá Landsbankanum? Hver trúir ríkisstjórninni?
mbl.is Fyrrum bankastjórar koma ekki að rekstri Nýja Landsbankans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Táknrænt eins og hátekjuskatturinn

Það er táknrænt, eins og hátekjuskattur, að Ingibjörg Sólrún og aðrir ráðherrar skuli fara bakdyramegin inn í Ráðherrabústaðinn. Þetta er sá hópur fólks sem kemur bakdyramegin að þjóðinni núna með allskonar aukaskattlagningum sem ekki stóðu til. Svör Einars Kristins lýsa hroka hans og hans líkra. Endalaust tal RÚV í öllum fréttatímum dagsins að hópur ungmenna hafi stöðvað för ráðherranna er ótrúlegt. Hvað eru ungmenni í augum fréttastofu RÚV? Auðvitað var ungt fólk þarna í meirihluta en í bland við aðra eldri. Þær mega vera stoltar margar konurnar í þessum hópi að vera kallaðar ungmenni. 
mbl.is Ríkisstjórnin inn um bakdyrnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband