Nýsköpun hvað?

Auðvitað þarf á Nýsköpunarsjóði að halda núna sem aldrei fyrr. Hins vegar hefur þessi Nýsköpunarsjóður verið í óttalegu skötulíki þegar hann hefur verið að úthluta. Man sérstaklega eftir því þegar forsvarsvarsmönnum farþegaskipsins Lagarfljótsormsins var neitað um fyrirgreiðslu á þeim forsendum að þar væri um samkeppni að ræða. Samkeppnin var fólgin í því að selja átti veitingar um borð í skipinu. Þetta var hins vegar fyrsta farþegaskipið á ferskvatni hérlendis og framhjá því horfðu þessir snillingar í Nýsköpunarsjóði. Meiri nýsköpun hefði ekki verið hægt að hugsa sér. Kerfiskarlarnir standa yfirleitt í vegi fyrir nýsköpun en vona að Finnbogi breyti þar einhverju.


mbl.is Mikið áfall fyrir Nýsköpunarsjóð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Víðir Benediktsson

Þessi sjóður er brandari. Nær væri að efla byggðastofnun.

Víðir Benediktsson, 17.12.2008 kl. 07:16

2 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Fjármagn í Þessar nýsköpunarhugmyndir hefur yfirleitt ekki farið til annars en að halda uppi atvinnuþróunarliði sem eyðir margra vikna vinnu, í ekki annað, að finna svipuð rök og þú bendir á í tilfelli Lagarfljótsormsins.  Nú svitna þeir því að þeir þurfa að fara að taka til við jötuna.

Magnús Sigurðsson, 17.12.2008 kl. 07:55

3 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Maggi. Oft dottið í hug Atvinnuþróunarfélag Austurlands í þessu samhengi.

Haraldur Bjarnason, 17.12.2008 kl. 08:04

4 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Þetta er í langflestum tilfellum, algerlega gagnslaust rugl, til að búa til stjórna- og framkvæmdastjórasæti fyrir vini og vandamenn pólitíkusa. Það er ekki hægt að finna mikið af dæmum þar sem þessir aular hafa orðið að gagni, nema fyrir sjálfa sig.

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 17.12.2008 kl. 11:36

5 Smámynd: Benedikt V. Warén

Það er þyngra en tárum tekur að rifja upp þessa tíma og það mótlæti sem þetta verkefni fékk hjá Siglingastofnun, Byggðastofnun, Ferðamálasjóði og Nýsköpunarsjóði, svo einhverjir séu nefndir. 

Allt þetta opinbera "bix" lagðist á eitt að reyna að kæfa þetta verkefni í fæðingu og eins og þú nefnir Halli, var þáttur Páls Kr. Pálssonar og Arnars Sigurmundssonar hjá Nýsköpunarsjóði alveg með ólýkindum.  Það að geta ekki komið að þessu verkefni vegna þess að það var í samkeppni við annan rekstur á svæðinu var, vægt til orða tekið, ótrúlega hallærislegasta flóttaleið sjóðs sem ég varð var við í öllu þessu ferli.  Þó er úr nægu að moða.

Ég spurði í sakeysi mínu þessa herramenn, ef við kæmum upp ferðum með kameldýr til Loðmundafjarðar, hvort það væri þá ekki í samkeppni við hestaferðir á Héraði og tunglferðir frá Eiðum væru í samkeppni við Flugfélag Íslands um ferðamenn. 

Þessir menn eru ekki í takt við nokkurn raunveruleika.

Benedikt V. Warén, 17.12.2008 kl. 12:01

6 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Pelli. Ég man líka eftir því þegar þú hringdir í eitthvert fjármögnunarfyrirtækið út af flotbryggjunum. Fékkst fyrst þau svör að ekkert mál væri að lána til þeirra með veði í bryggjunum. Svo þegar þú sagðir að bryggjurnar ættu að vera á Lagarfljóti kom nei. Jafnvel þrátt fyrir að þessar bryggjur væru færanlegar hvert sem er. Reykjavík var svo ofarlega í huga þessara "fjármáladrengja" að þar var bara hægt að eiga veð og hvergi annarsstaðar.

Haraldur Bjarnason, 17.12.2008 kl. 16:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband