Hér í dag, þar eftir fjóra daga

"Hér í dag, þar á morgun." Er það ekki einhvern veginn svona slagorðið hjá Íslandspósti? Það vísar til þess að pósturinn sé ekki nema einn dag að koma pökkum milli staða. Fór á pósthús okkar þorpara á bakka Glerár hér á Akureyri í dag að spyrjast fyrir um pakka til mín sem settur var í póst í Kringlunni í Reykjavík á laugardaginn, fyrir fjórum dögum. Jú pakkinn fannst skráður en svo tók, þrátt fyrir tölvutæknina, hálf tíma að leita að honum. Á miða póstsins á pakkanum stóð að greitt hefði verið fyrir heimsendingu og sendingarkostnaður skráður 950 krónur. Nú tóku miklar vangaveltur við hjá stúlkunum sem afgreiddu mig því ég vildi auðvitað fá heimsendinguna endurgreidda, enda kom ég á staðinn, sótti pakkann og eyddi hálftíma í bið. Niðurstaða þessara ágætu stúlkna eftir að þær höfðu kanna málið var að Íslandspóstur gæfi sér 1-3 virka daga til að koma pakkanum til skila og hann hefði verið fluttur heim til mín í kvöld. Ég fékk því ekki endurgreiddan heimsendingarkostnaðinn. Hefði svo sem sætt mig við að fá pakkann á mánudag en miðvikudagur er heldur mikið. Ef pakkinn hefði farið með flugi hefði hann komið til mín með næstu vél, sama dag og hann var sendur og kostnaðurinn verið 900 krónur en ekki 950. Einu sinni var Pósturinn ódýrastur og þá tók svona 1-3 daga að koma pakka milli Reykjavíkur og Akureyrar. Nú er hann dýrastur og tíminn hefur lengst aftur.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hehe ... "næsti pakki" kemur fljúgandi

Björk (IP-tala skráð) 17.12.2008 kl. 22:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband