Hættið þessum hroka

"Hópur ungmenna". Þetta er það sama og RÚV notaði í öllum fréttatímum í gær. Hef hins vegar séð þarna fólk á fimmtugs og sextugs aldri, allt upp undir sjötugt á fréttamyndum. Þó svo að þannig væri ekki, af hverju er þessi hroki gangvart ungmennum? - Þetta er fólkið sem er að taka við skuldum útrásargæjanna. Ekki bara þetta fólk, heldur líka börn í grunnskólum, leikskólum og kornabörn. Hættið þessum hroka.
mbl.is Segjast hættir í bili
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: corvus corax

RÚV og MBL leggja sig í framkróka til að gera lítið úr mótmælum og mótmælendum. Það er greinilegt miðað við fréttaflutning RÚV í gær af mótmælunum við ráðherrabústaðinn að fyrirmælin á fréttastofunni þar er að sýna mótmælendum eins mikla lítilsvirðingu og hægt er, m.a. með því að tala alltaf um ungmenni eins og sá þjóðfélagshópur sé eitthvað ómarktækari en þeir sem eldri eru. Fyrir utan að þetta er fréttafölsun þar sem margir mótmælenda voru komnir á þann aldur að geta ekki talist til ungmenna er þetta greinilega stefna fréttastofu RÚV sem sett er svona fram skv. skipun í stjórnkerfinu. Það er sorglegt að fréttastofa RÚV skuli vera fallin niður á sama lágkúruplanið og DV hefur margsinnis orðið uppvíst að enda er DV notað sem viðmiðun um vonda hluti í frétta- og blaðamennsku. Hins vegar er það ljóst að ungmenni, þ.e. ungt fólk en ekki börn, eru miklu djarfari í framgöngu en þeir sem eldri eru og ráðsettari eins og stundum er sagt. Það er líka eðlilegt að MBL skuli draga taum stjórnvalda þar sem Mogginn hefur stundað lygar og fréttafölsun í áratugi í þágu sjálfstæðisflokksins. En það er sorglegt að fréttastofa RÚV sem fram undir það síðasta hefur notið almenns álits sem traust fréttastofa skuli nú vera komin í lið með valdníðslu stjórnvalda og auðmanna með miskunnarlausri fréttafölsun. Fyrst svo er komið er best að leggja RÚV niður, hætta skattheimtu til að halda lífinu í stofnun sem greinilega er farin að þjóna annarlegu hlutverki í upplýsingamiðlun í stað trúverðugleika, eða hreinlega að leyfa sjálfstæðisflokknum að einkavinavæða stofnunina. Hvíl í friði RÚV!

corvus corax, 17.12.2008 kl. 10:57

2 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Mikið er ég sammála þér Halli, ótrúlega smekklaus vinnubrögð.

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 17.12.2008 kl. 11:08

3 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Ég er mjög glöð að vera kölluð ungmenni

Hólmdís Hjartardóttir, 17.12.2008 kl. 11:10

4 Smámynd: Stefán Bogi Sveinsson

Var ekki viðtal á mbl.is við Möggu Stínu og móður hennar? Er sammála því að þetta orðalag um hóp ungmenna kemur mér skringilega fyrir sjónir en það eru líka birt viðtöl og fréttamyndir sem sýna breiðara aldursbil. Ég er ennþá stoð og stytta húsbónda míns, en býst við að verða lagður niður á hverri stundu...

Stefán Bogi Sveinsson, 17.12.2008 kl. 12:59

5 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Leit að heyra Stefán Bogi að þú verðir lagður niður en þær eru ábyggilega margar konurnar þarna sem eru ánægðar með að vera kallaðar ungmenni. Eva Hauks var t.d. kennari í Fellaskóla þegar ég bjó Fellabæ fyrir 18 árum. Hún er þó án efa yngri en sumt fólkið sem var þarna.

Haraldur Bjarnason, 17.12.2008 kl. 13:59

6 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Annars sé ég núna að mbl.is er búinn að breyta byrjun fréttarinnar í: Hópur fólks, í stað ungmenna. Bloggið virkar.

Haraldur Bjarnason, 17.12.2008 kl. 14:31

7 Smámynd: corvus corax

En RÚV heldur sig við lítilsvirðinguna skv. skipunum "að ofan"!

corvus corax, 17.12.2008 kl. 15:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband