Bloggfærslur mánaðarins, desember 2008

Hvað eru það mörg komugjöld á sjúkrahús?

Er einhver ástæða til að taka þátt í einhverri skrautsýningu þegar allt er í kalda koli? Við höfum verið ágætlega sýnileg úti um allan heim að undanförnu. Það verður örugglega enginn búinn að gleyma okkur árið 2010 enda bara rúmt ár í það. Hvað ætli þessi kostnaður samsvari annars mörgum komugjöldum á sjúkrahús? Annars, ef þetta er mjög brýnt, þá mætti ná þessu og rúmlega það með "táknrænum" hátekjuskatti.
mbl.is Hundrað og fjörutíu milljónir í EXPO 2010
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Einfalt

Einfalt. Þessi ríkisstjórn hefur ekkert að gera á fund. Til hvers? Hún gerir ekkert í samþykktum sínum nema að leggja auknar álögur á almenning og þá aðalega þá sem minnst mega sín. Ekkert gert við útrásarliðið eða hátekjuaðalinn. Allir aðrir eiga að borga þeirra sukk. Mér finnst það gott hjá þessu fólki að loka aðgangi ríkisstjórnarinnar að Ráðherrabústaðnum en eflaus fer stjórnin eitthvert annað að funda.
mbl.is Viðbúnaður vegna mótmæla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ætli framsókn komi upp aftur?

Svei mér þá ef það getur ekki gerst að framsókn komi upp aftur! Allsherjar klúður Samfylkingarinnar núna með því að leggja álögur á sjúklinga og aðra þá sem minna mega sín verður kannski til þess að framsókn rís upp aftur, þrátt fyrir ósvífni Halldórs, Valgerðar, Finns og fleiri síðustu ár. Samanber Gift og bankagjafir til einkavina.
mbl.is Siv býður sig fram til embættis varaformanns
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Af hverju eiga bændur að njóta vísitölu?

Auðvitað tapa bændur á þessu afnámi vísitölu en af hverju eiga bændur að njóta vísitölu umfram allan almenning? Næ því ekki alveg. Allur almenningur þessa lands er með vísitölutryggð lán en ekki vísitölutryggðar tekjur. Mér sýnist að helstu aðgerðir ríkisstjórnarninnar beinist að sjúklingum og því launafólki sem lægstar hefur tekjurnar.l
mbl.is Hætt við vísitölutengingu í búvörusamningum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Af hverju í...?

Af hverju í andsk....slíturðu þá ekki þessu stjórnarsamstarfi við Sjálfstæðisflokkinn? Það hefur aldrei verið neinum stjórnmálaflokki til góðs að vera í samstarfi við þann flokk. Eiginhagsmunasemin er einfaldlega of mikil þar á bæ.
mbl.is Ingibjörg: Orsökin liggur í ofsafrjálshyggjunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Allsstaðar er ég

Halli hjá heilbrigðisstofnunum! Er ég þar líka? Hef að vísu stundum komið inn á þessar heilbrigðisstofnanir en vissi ekki að ég væri hjá þeim núna.
mbl.is Halli hjá heilbrigðisstofnunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Augnablik!

Augnablik! Heyrði ég ekki eitthvað allt annað haft eftir Ernu Indriðadóttur, upplýsingafulltrúa Alcoa, í hádegisfréttum RÚV? Erna er nú vönd að virðingu sinni og ég trúi tæplega að hún fari með fleipur.  Mér sýnist að of mikið sé af kópý, peist á fjölmiðlum landsins í dag. Það þarf alltaf að leita heimilda frá fyrstu hendi en ekki treysta á það sem aðrir fjölmiðlar eru að gera. 
mbl.is Engin ákvörðun um að fresta álveri á Bakka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bara hluta ársins!

"Fangelsinu á Akureyri lokað hluta ársins" Ég sem hélt að fangelsi ættu alltaf að vera lokuð, ekki bara hluta ársins. Ef það er opið núna, er þá fullt af krimmum valsandi hér um allan bæ?
mbl.is Fangelsinu á Akureyri lokað hluta ársins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hverju breytir þetta?

Sé ekki að þetta breyti neinu. Sama ruglið áfram.
mbl.is Uppstokkun fyrir áramót
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fjármálaeftirlit hvað????

Fjármálaeftirlitið???? Yfimaður IceSave er enn í lykilstarfi hjá Landbankanum. Hvurslags rugl.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband