Bloggfærslur mánaðarins, desember 2008

Íslenskara getur það nú verið

"auk þess sem nokkrir af íslensku jólasveinunum lögðu það á sig að mæta á staðinn með gjafir fyrir yngstu gestina." Þetta er orðrétt úr fréttinni en svo kemur mynd af einhverjum rauðklæddum sánkti kláusum með bjöllur í húfunum að auki. Íslenskara getur það nú verið!
mbl.is Íslendingajólaball í Finnlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ruglukollur?

Já já allt í lagi....en er þetta ekki bara ósköp venjulegur ruglukollur? Allt hans ferli bendir til þess.
mbl.is Hyggst stofna lágvöruverðsverslun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað með næstu byggðarlög?

Hvernig er þá með Seltjarnarnes, Kópavog, Mosfellsbæ, Garðabæ, Hafnarfjörð og Akranes? Það eru önnur byggðarlög en Reykjavík. Það hlýtur að gilda sama um þau. Ef svona á að vera er bara einfalt að sameina í eitt sveitarfélag allt frá Suðurnesjum og upp í Borgarfjörð. Þetta er rugl.
mbl.is Ólögleg sérleyfi veitt Strætó?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

AFL er í forystu

AFL hefur haft forgöngu um margt. Til dæmis baráttu fyrir réttindum erlendra verkamanna. Nú brýtur AFL enn einu sinni ísinn og krefst réttinda. Styð félagið í þessari baráttu og vona að við sem áttum peninga, sem við treystum Landsbankanum fyrir, í viðbótarlífeyrissjóði endurheimtum þá.
mbl.is AFL stefnir Landsbanka og Landsvaka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvaða rugl er þetta?

Ægir og Týr eru komnir um þrítugt, að mig minnir. Ætli Fokker F-27 vélin sé ekki að nálgast fimmtugt? - Hver á að gæta hagsmuna okkar innan lögsögunnar?. Þessi sparnaður er svo fáránlegur. Á meðan dunda Færeyingar og fleiri sér við að veiða inn í lögsögunni. Helsta áhyggjuefni fólks er svo hvort við missum forræði yfir fiskveiðilögsögunni með inngöngu í ESB. Hvaða rugl er þetta?
mbl.is Landhelgisgæslan fær ekki skip og flugvél á næsta ári
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frelsi í stað hafta

Auðvitað eiga bændur að fá að senda frá sér eins mikið kjöt og þeir mögulega geta. Sama með sjómenn, þeir eiga að veiða eins og þeir geta. Það er nógur fiskur í sjónum. Hafró hefur verið í tómu rugli undanfarin ár, stjórnað af LÍÚ sem vegna eignar á kvóta og verðstýringar hefur talið sé hag af því að kvótinn væri skertur. Frelsi í stað hafta er það sem þarf í framleiðslugreinum þjóðarinnar. Það frelsi sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur boðað í áratugi er helsi.
mbl.is Bændur vilja óbreytta samninga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Segi af sér strax.

Einfalt.....Segja af sér strax.
mbl.is Sendi bréf í leyfisleysi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Geir upp við vegg

Geir er upp við vegg. Ég held að að það sé augljós staðreynd að ef Sjálfstæðisflokkurinn ætlar að halda í sína ESB stefnu sé stjórnarsamstarfinu sjálfhætt. Barni Ben. er að koma upp hjá íhaldinu núna. Þorgerður Katrín er í vörn en velur Geir, sem er svo mislukkaður í þessu embætti að það hálfa væri nóg.
mbl.is Ummæli Ingibjargar hafa ekki áhrif á landsfund
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íhaldskrakkarnir vilja ESB

Geir segir engu skipta hvað Solla segir um ESB. Hins vegar segja krakkarnir í Sjálfstæðisflokknum, Illugi og félagar, að þetta eigi að bera undir þjóðina. Geir og Davíð eru bara á sínum klaka.

Auðvitað á að skoða þetta

Auðvitað á að skoða þetta út frá öllum mögulegum hliðum. Ekki að útiloka neitt. Sama hvað sagt er í Sjálfstæðisflokki eða öðrum flokkum. Skoðum hvað ESB er tilbúið að samþykkja. Kannski að sjávarútvegsmálin verði ekki stórmál.
mbl.is Umboð Evrópunefndar víkkað út
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband