Bloggfærslur mánaðarins, desember 2008

Hver taldi?

Nú er það spurning. Hver taldi? Voru þetta hundruð eða þúsundir? Eða eins og Laddi sagði í laginu um Roy Rogers: "Hættu að telja þetta er ég." Snjallt hjá Herði að vera með vekjaraklukku fyrir íhaldið. Veitir ekki af.
mbl.is Vekjaraklukka fyrir stjórnvöld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lágmarks kurteisi

Það er nú bara lágmarks kurteisi við þjóðina að skipta út fjármálaeftirliti og seðlabankastjórn. Auðvitað á svo að kjósa til Alþingis eftir hæfilegan tíma, kannski næsta haust. Fyrst ætti að hefja viðræður við ESB svo hægt sé að kjósa um það um leið.
mbl.is Ríkisstjórnin verður að svara kalli um breytingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Útlendingana heim

Má ekki bara senda útlendingana heim til sín? Er þá ekki nóg pláss fyrir íslenska krimma? Ekkert þarf að byggja og allur kostnaður við uppihald lækkar. Þetta hlýtur að vera hægt. 
mbl.is Bagalegt að fresta nýbyggingu á Litla-Hrauni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Malt og appelsín

Kók...það er of hversdagslegt. Malt og appelsín á jólunum. Ekkert amerískt og hana nú!

Gott mál

Þetta er hið besta mál. Það verður nóg að gera hjá kartöflubændum á næstunni og útlit fyrir að öll uppskeran seljist upp ef fram fer sem horfir. Ríkisstjórnin með öll sín axarsköft og alþingismennirnir 63. Þetta geta orðið nokkur tonn af kartöflum fram að jólum. -Veljum íslenskt!
mbl.is Össur fær kartöflu frá Stekkjastaur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Pantaðar fréttir

Þessi frétt er brandari. "Þetta eru jákvæðar fréttir," segir Friðrik. Auðvitað er það jákvætt fyrir hann þegar hann pantar þær sjálfur og Jóhann forstjóri Hafró fer eftir því. Hann var kostulegur að hlusta á núna í Auðlindinni á RÚV. Einar K. Guðfinnsson er nú bara eins og hann er. Hann á eftir að fá línuna frá LÍÚ. Örn Pálsson, framkvæmdastjóri smábátaeigenda, sagði hins vegar það sem allir hafa vitað: - Auka kvótann strax.
mbl.is „Mjög jákvæðar fréttir“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ein komma sjö fyrir að vita ekki neitt

Þetta er þokkalegt fyrir að vita ekki neitt og hafa ekki hugmynd hvað var að gerast í bankakerfinu. Nú þarf svo sannarlega að moka flórinn. Hann er fullur af skít. Á meðan Solla og Geir sjá þann kost vænstan að hækka álögur á almenning sitja þessir jeppar í sínum stólum á ofurlaunum - Burt með spillinguna Angry
mbl.is Forstjóri Fjármálaeftirlits með 1,7 milljónir í laun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Geir og Solla til hamingju

Geir og Solla til hamingju með þetta. Hélduð þið kannski að olíufélögin myndu taka þetta á sig? Allt hjal Geirs um að ráðstafanir ríkisstjórnarinnar núna hefðu ekki áhrif á verðbólgu er bull. Þetta fer beint út í vísitöluna, hækkar húsnæðislán fólks og allt verðlag fer upp í hlutfalli.  Þið standið ykkur glæsilega eða hitt þó heldur. Hunskist til að segja af ykkur.
mbl.is Olís hækkar eldsneytisverð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hver pantaði þetta?

Ótrulegt!! Nýtt frá hafró. Nokkuð sem allir aðrir hafa vitað í mörg ár. - Hver pantaði þessa niðurstöðu núna?
mbl.is Heildarvísitala þorsks aldrei hærri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Solla í djúpum skít

Rosalega er hún Ingibjörg Sólrún í djúpum skít í þessu viðtali. Hátekjuskattur bara táknrænn!!! - Hvað með það? Hann má vera táknrænn. Hversu miklu sem hann skilar. Sama má segja um fjármagnstekjuskatt. Mörg sveitarfélög á landsbyggðinni hafa tapað miklum tekjum eftir að einkahlutafélög urðu til. Geir og Solla eru í djúpum skít og ætla sér að láta alþýðuna borga sukkið. Allt sem þau gera núna er líka verðbólguhvetjandi, hækkar lánskjaravísitölu og þar með íbúðalán fólks.
mbl.is Hátekjuskattur bara táknrænn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband