Bloggfærslur mánaðarins, desember 2008

Mikill léttir

Það er mikill léttir að alvöru jólasveinar skuli vera að koma til byggða. Við erum búin að hlusta of lengi á þessa gervijólasveina sem halda til við Austurvöll og utan í Arnarhólnum þarna syðra. Annars hef ég alltaf haldið að sá fyrsti héti Stekkjastaur en ekki Stekkjarstaur. Það skiptir svo sem litlu.
mbl.is Stekkjarstaur kominn til byggða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Auðvitað

Auðvitað á að láta reyna á það fyrir alþjóðlegum dómstóli hvort Bretar hafi ekki brotið á okkur. Þeir slógu okkur endanlega út af alþjóðlegu borði með hryðjuverkalögunum sínum. Við höfum áður unnið Breta í stríðunum um 12 mílur, 50 mílur og 200 mílur. Þar vorum við í forystu og hvaða þjóð er ekki með 200 mílna fiskveiðilögsögu í dag? Meira að segja Bretar. Látum þessa ofbeldisþjóð finna fyrir okkur. Þótt við séum á hnjánum núna gagnvart öðrum þjóðum.
mbl.is Verða Bretar kærðir?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kemur ríkið til með að skila þessu til RÚV?

Skil ekki þessa frétt almennilega. Það hlýtur að liggja ljóst fyrir hversu margir skattgreiðendur eru og hve miklu nefskatturinn skilar. Hitt er svo annað að ríkisvaldinu er trúandi til þess að skila þessu ekki öllu til Ríkisútvarpsins. Við vitum alveg að vegaskattar af eldsneyti skila sér ekki í íslenskt vegakerfi nema að litlu leyti. Þetta er það sem forráðamenn RÚV voru alltaf hræddir við í gegnum tíðina og héldu því dauðahaldi í afnotagjöldin. Þau hafa hins vegar þann annmarka að ekki nema brot af þjóðinni borgaði þau og kostnaður hefur verið mikill við að viðhalda þeim. - Við þurfum sterkt Ríkisútvarp, ekki síst núna.
mbl.is Óljóst hverju nefskattur skilar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góðverk!

Þetta var þá bara góðverk! Hversu mörg góðverk hafa verið gerð á þessum síðustu dögum fyrir bankahrunið? Við vitum hvað ráðuneytisstjóri fjármálaráðuneytisins gerði eftir fund í London. Hann situr sem fastast ennþá. Þessi gaur í Landsbankanum var látinn fjúka eftir góðverk sitt.
mbl.is Færði á eigin reikning til að „bjarga innlánum“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Af hverju?

Af hverju þarf björgunarsveitir ef hvessir í desember? Þetta er bara nokkuð sem við megum búast við. Vetrarveður eru algeng á Íslandi í desember, janúar og febrúar. Það á ekki að þurfa sérstakan viðbúnað vegna veðurs á þessum árstíma. 
mbl.is 210 sinntu útköllum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Allar aðgerðir miða að verðbólgu

Nú þurfa allir að kaupa íslenskt. Það hafa verið skilaboð ríkisstjórnarinnar til þjóðarinnar. Hvort sem það er bjór, kex eða skipasmíðar. Íslenskt á það að vera en allar aðgerðir ríkistjórnarinnar núna miða að allt öðru. Um leið og álögur á íslenska framleiðslu hækka stuðlar það að aukinni verðbólgu. Vísiltalan fer upp, lánskjaravísitalan hækkar og um leið verðbólgan. Íslensk heimili blæða, hvort sem þau kaupa þessa þjónustu eða ekki. - Allar aðgerðir ríkistjórnarinnar miða að verðbólgu.
mbl.is
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvar ertu Solla?

Skítt með það að gjöld á áfengi og tóbak hækki. Nýlega hækkaði þetta allt í skjóli lækkandi gengis en nú hefur gengi hækkað. Svo er þetta gjald hækkað á það sem almenningur er að neyta en minna á dýrari tegundir sem þeir ríku kaupa. Hvaða rök eru svo fyrir því að hækka eldsneytisgjald og bifreiðagjöld? Endalaus skattlagning á almenning en hinir sem eiga peninga sleppa. Hvar er hátekjuskatturinn? Hvar ertu Solla?
mbl.is Áfengisgjald hækkað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Maður ársins

Hann Hörður stendur sig vel og er öflugur í baráttunni. Yfirlýsing hópsins er skýr og greinileg. Enn á ný brýst Hörður Torfason fram í baráttu fyrir réttlæti í þjóðfélaginu. Hörður Torfason er svo sannarlega maður ársins.
mbl.is Raddir fólksins hjá saksóknara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þarf ekki að drekka neitt með henni

Ekkert smávegis af vatni í sviðasultunni. Fólk þarf varla að hafa fyrir því að drekka eitthvað með þegar það borðar sviðasultuna.
mbl.is Allt að 80% vatn í sviðasultu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Byrja á fjármagnstekjuskattinum

Er ekki rétt að byrja á fjármagnstekjuskattinum og sleppa því að hækka tekjuskattinn, sem er alfarið launamannaskattur. Fjöldi fólks í þessu landi hefur lifað í vellystingum síðustu árin af fjármagnstekjum einum saman. Þetta fólk hefur eingöngu borgað 10% skatta af tekjum. Það mætti öllum að meinalausu tvöfalda þennan skatt. Þessi tillaga ríkisstjórnarinnar er til að ausa olíu á eldinn. Ólgan í þjóðfélaginu á eftir að aukast enn.
mbl.is Tekjuskattur og útsvar hækka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband