Bloggfærslur mánaðarins, desember 2008

Bangsi dáti finnur einhvern hagstæðan

Skiptir það einhverju máli hvort umsóknarfresturinn er tvær vikur eða tveir mánuðir? Pappírstætararnir hafa verið á fullu síðasta mánuðinn og margar tölvur straujaðar. Bangsi dáti finnur svo örugglega einhvern hagstæðan í djobbið. - Burt með spillinguna!
mbl.is Tveggja vikna umsóknarfrestur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Loksins! Halli á 150 milljarða

Halli ríkissjóðs mun aukast mikið á næsta ári og verða yfir 150 milljarðar króna samkvæmt heimildum Morgunblaðsins. Eru ekki smá beygingavillur í þessu? Átti ekki að standa: "Halli á ríkissjóð sem mun aukast mikið á næsta ári og verða yfir 150 milljarðar." Ég vissi alltaf að einhvern tímann yrði ég ríkur. - Kveðja og þakkir, Halli
mbl.is Hallinn yfir 150 milljarðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óskiljanlegt rán

Þetta þjóðlendudæmi ríkisins er óskiljanlegt rán á eignum einstaklinga. Þar er ekkert tekið mark á þinglýstum skjölum og ríkið veður yfir allt og alla á skítugum skónum. Brú á Jökuldal hefur um aldir verið ein landmesta jörð landsins en verður með þessu að hokurkoti. Stefán vinur minn á Brú missir eigur sínar og þessi yfirgangur ríkisins gagnvart bændum landsins er óskiljanlegur á sama tíma og útgerðarmenn fá þjóðarauðlind að gjöf.
mbl.is Brúaröræfi eru þjóðlenda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lækka að lágmarki um 50%

Það er athyglisvert að ef helstu stjórnendur lífeyrissjóða alþýðufólks lækka í launum um 10% þá nemur sú lækkun mánaðarlaunum almenns launafólks eða um 200 þúsundum á mánuði. Eru ekki lægstu taxtar eitthvað um 150 þúsund? Þeir eiga sko að lækka laun sín að lágmarki um 50%. Mér sýnist að þeir hefðu ágætis laun þrátt fyrir það.
mbl.is Laun stjórnenda helstu lífeyrissjóða munu lækka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fær Björgvin aldrei að vita neitt?

Hvernig er þetta eiginlega með Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra? Fær hann aldrei að vita neitt sem Geir og Solla eru að bauka og skilanefndir og hvað þetta heitir nú allt saman sem stendur við pappírstætarana í íslensku fjármálakerfi. Ég virði Björgvin fyrir hreinskilnina. Hann segir hreint út að hann fái ekkert að vita. Hins vegar veit þessi strákur sínu viti og hefur einn komið hreint fram við þjóðina. Hinir ráðherrarnir eru í feluleik, með klúta fyrir andlitinu.
mbl.is Björgvin vissi ekki um KPMG fyrr en í gær
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Veiða sem mest á Breiðafirði strax

Er nú ekki rétt að veiða sem mest af þessari sýktu síld í Breiðafirði til bræðslu og það strax. Skapa þannig verðmæti úr þessu. Ekki verður það gert eftir að síldin drepst og fleiri hundruð þúsund tonn af dauðri síld leggjast á botninn inn á Breiðafirði með ófyrirsjáanlegum afleiðingum fyrir lífríkið þar. Ímyndið ykkur hvað gerist ef þykkt lag af dauðri síld liggur innarlega á botni Breiðafjarðar. Lífríkið lamast. Það er ekki eins mikil ástæða til að veiða sýktu síldina út á rúmsjó þar veldur hún minni skaða ef hún drepst.
mbl.is 60-70% síldarinnar sýkt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað nú?

Nú verður fróðlegt að fylgjast með lækkunum. Ætli verðlækkanir skelli eins skart á núna með hækkandi gengi eins og hækkanirnar komu með lækkandi gengi? Olíufélögin hafa að vísu tekið við sér og lækkað verðið að undanförnu. Spurning um matvöruna hvort hún situr ekki áfram í hæstu hæðum. Hvað gerir ríkið sjálft? Það hækkaði verulega verð á áfengi og tóbaki vegna gengisþróunar. Nú hefur sú þróun snúist við og þá þarf ríkið að hafa forgöngu um að vinda ofan af. Jafnvel þótt það sé af óhollustuvörum eins og áfengi og tóbaki. Það var ekki í forvarnaskyni sem verðið var hækkað síðast.
mbl.is Dagvara hefur hækkað um 30,6%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Batnandi mönnum er best að lifa

Nú er Neinn heldur betur að taka sig á. Fyrirtæki sem hefur verið í forystu hækkana að undanförnu, svo um munar. Batnandi mönnum er best að lifa. Dekkin lækka um 5%, kannski hafa þau ekki hækkað meira á síðustu vikum og mánuðum, veit ekki, en margar vörur hjá Neinum hafa hækkað mikið meira en það. Vonandi lækkar Neinn í samræmi við gengisbreytinguna en ekki bara til málamynda.
mbl.is N1 lækkar hjólbarðaverð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gylfi! Horfðu á hagfræði heimilanna

Hvenær ætla þessir menn eins og Gylfi að læra af reynslunni? Ungt fólk í dag sér fram á sömu hremmingarnar og við sem lentum í misgenginu í byrjun níunda áratugar síðustu aldar. Verðbólgan æðir upp og eignamenn græða. Launamenn blæða því engin vísitala er á laununum. Hann verndar lánskjaravísitöluna í ljósi þess að lífeyrisssjóðir tapi. Hvers virði eru lífeyrissjóðirnir ef lántakendur, eigendur sjóðanna, geta ekki staðið í skilum vegna okurs lífeyrissjóðanna, ríkisins og ríkisbankanna?

Allt er þetta mannanna verk og öllu þessu er hægt að stýra. Það er engin persóna til sem heitir Markaður. Markaður stjórnast af mönnum. Besti lífeyrissjóðurinn er fólginn í öruggu húsnæði fyrir einstaklinga og fjölskyldur. Fólk sem missir húsnæði út af okurvöxtum og ranglátri lánskjaravísitölu er að tapa lífeyri. Um leið fara eignamenn að tapa ef húseignir safnast upp og falla í verði.

Gylfi og ofurlaunamennirnir hjá Alþýðusambandinu þurfa að læra hagfræði heimilanna. Þar er ekki eytt um efni fram. Hvers vegna eru svo atvinnurekendur í stjórnum sjóðanna? Þeir leggja ekkert til. Umsamið er hve hár hluti launa fer í sjóðina og tími til kominn að hætta að kalla eitthvað af því "framlag launagreiðanda." Þetta eru bara laun.


mbl.is Hiti í fólki í Háskólabíói
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Enn ein atlagan að RÚV

Miðað við það sem kemur fram í þessari frétt virðist auglýsingatakmörkunin fyrst og fremst beinast gegn sjónvarpinu. Ég get ekki annað séð en þetta komi til með að stórminnka möguleika RÚV á framleiðslu innlends efni, ekki síst ef kostun verður meira eða minna bönnuð. Fari svo að skorður verði settar við auglýsingum í útvarpi að einhverju ráði þá er málið enn verra því þá fer stór hluti landsmanna á mis við ýmsar tilkynningar. Sem betur fer var horfið frá því að hætta svæðisútsendingum en þær gegna mikilvægu hlutverki í tilkynningum til landsmanna. Annars sýnist manni að þetta sé enn ein atlagan að Ríkisútvarpinu frá þeim hópi sem vill það feigt.
mbl.is Frumvarp: miklar takmarkanir á auglýsingar RÚV
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband