Bloggfærslur mánaðarins, desember 2008

Gott hjá Össuri

Gott hjá Össuri að upplýsa eitthvað af því sem fram fer á þessum sellufundum ríkisstjórnarinnar. Þetta með Davíð er auðvitað sjálfgefið. Enginn getur stutt hann í þessu embætti nema einhverjir örfáir Sjálfstæðismenn, sem eru skíthræddir um að fá hann í framboð aftur.
mbl.is Bókunin frá Össuri komin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þurfum við á þessu þessu að halda?

Það virðist eitthvað hafa verið flutt inn af írsku svínakjöti, samkvæmt fréttinni. Þurfum við eitthvað á innfluttu svínakjöti að halda? Hvernig er svo merkingum háttað í verslunum og hvaða kjöt fer í unnar vörur eins og hakk eða kjötfars? Kannski er það innflutt í bland við íslenskt.
mbl.is Engin hætta vegna svínakjöts
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rugl

Svona fréttir eins og voru á Stöð 2 í kvöld eru svo barnalegar að tekur ekki nokkru tali. Vera að velta upp einhverjum 20 þúsundum á dag í símakostnað er svo fáránlegt. Þetta er örugglega minni símakostnaður en hjá mörgu smáfyrirtækinu. Hvernig væri að horfa á milljarða málin. Svona fréttaflutningur er rugl.
mbl.is Forsetaembættið mótmælir frétt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lánskjaravísitöluna burt strax

Það á einfaldlega að leggja lánskjaravísitöluna af strax. Skítt með lífeyrissjóðina. Þeir geta fjárfest án vísitölunnar. Ef hún svo verður tekin upp aftur þarf að byggja hana upp á heilbrigðum grunni, ekki þeim fáránleika sem nú er. Ljóst er að fjöldi fólks kemur til með að missa íbúðir sínar á næstunni ef fram fer sem horfir. Er það ætlun ríkisins og bankanna sem ríkið á að eignast íbúðir almennings og þá til hvers?


mbl.is Frysting jafnvel óhjákvæmileg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hefur ekki borið árangur hingað til

Er ekki stöðugt bænastagl fyrir stjórn þessarar þjóðar hvern einasta sunnudag. Veit ekki betur en prestar og prelátar biðji alltaf fyrir þessu liði í hverri messu. Það virðist ekki hafa skilað miklu en kannski ber það árangur núna, hver veit. En svo ég vitni beint í fréttina:  Fluttar voru bænir í upphafi göngunnar og einnig á Austurlandi. Biðjendurnir sneru sér að Alþingishúsinu og báðu sérstaklega fyrir Alþingi og ráðamönnum þjóðarinnar. - Hvar á Austurlandi ætli þeir hafi flutt bænir? Kannski á Egilsstöðum, Reyðarfirði,Vopnafirði, Djúpavogi eða Seyðisfirði.
mbl.is Báðu fyrir landi og þjóð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vel að titlinum kominn

Árni er vel að þessum titli kominn. Hann hefði betur haldið sig við dýralækningarnar. 
mbl.is Árni versti bankamaðurinn?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Allir í framboð

Þá eru komnir þrír í framboð. - Ekki margir eftir.....er ekki rétt að þeir bjóði sig allir fram Framsóknarmennirnir.....það yrði ekki langur kjörseðill.
mbl.is Jón Vigfús býður sig fram til formanns
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vel heppnaðar strætóferðir á Skagann

Þessar strætóferðir milli Reykjavíkur og Akraness hafa tekist einstaklega vel og verið betur sóttar en nokkurn grunaði. Mér fannst það lyginni líkast fyrst þegar ég fór með strætó upp á Akranes árið 2006. Þá kom ég fljúgandi frá Egilsstöðum, gekk að næstu stoppistöð rétt hjá flugstöðinni. Þar tók ég skömmu síðar leið 15 í Mosfellsbæ. Með skiptimiða í höndunum beið ég í Mosó í nokkrar mínútur og var kominn upp á Skaga þremur korterum frá því ég lenti á Reykjavíkurflugvelli. Þetta var lúxus fyrir 280 kall. Ég vona að Akraneskaupstaður haldi áfram að greiða niður fargjaldið þannig að strætómiðinn hækki ekki. Svo má ekki gleyma því að innanbæjar á Akranesi er ókeypis í strætó, rétt eins og á Akureyri og Fljótsdalshéraði. Borgnesingar, Hvergerðingar og Selfyssingar verða örugglega jafnduglegir að nýta sér strætó og Skagamenn, þótt leiðin austur fyrir fjall sé verri en á Skagann.
mbl.is Strætó í Borgarnes og á Selfoss
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er þetta ekki brandari?

Er þetta ekki brandari? - Félag Sjálfstæðiskvenna að veita ráðgjöf vegna efnahagsástandsins. "Sérfræðingar á sviði, velferðamála, almannatrygginga, skattamála, fjármála heimila og félagsmála verða á staðnum og taka á móti fólki sem vill nýta sér þessa þjónustu." - Ætli þetta séu sömu sérfræðingarnir og hafa verið að veita síðustu ríkisstjórnum Sjálfstæðisflokksins ráðgjöf? - Kannski kunna þessir sérfræðingar ráð til að koma fólki út úr þessu. Þeir og þeirra flokkur kunnu alla vega ráðin til að koma fólki í þessa krísu.
mbl.is Ókeypis ráðgjöf vegna efnahagsástandsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Davíð hefur aldrei hætt í pólitík

Ég ítreka bara enn og aftur að Davíð hefur aldrei hætt í póltík. Þetta hefur svo berlega komið í ljós í bankakreppunni að undanförnu. Annars á þessi maður að víkja úr sæti seðlabankastjóra og skiptir engu hvort hann fer alfarið í stjórnmálin aftur eða ekki. Hann er í einu æðsta embætti þjóðarinnar og blaður hans og þvaður út og suður að undanförnu ekki í nokkru samræmi við embættið. - Burt með Davíð.
mbl.is Loforð eða hótun Davíðs?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband