Vel heppnaðar strætóferðir á Skagann

Þessar strætóferðir milli Reykjavíkur og Akraness hafa tekist einstaklega vel og verið betur sóttar en nokkurn grunaði. Mér fannst það lyginni líkast fyrst þegar ég fór með strætó upp á Akranes árið 2006. Þá kom ég fljúgandi frá Egilsstöðum, gekk að næstu stoppistöð rétt hjá flugstöðinni. Þar tók ég skömmu síðar leið 15 í Mosfellsbæ. Með skiptimiða í höndunum beið ég í Mosó í nokkrar mínútur og var kominn upp á Skaga þremur korterum frá því ég lenti á Reykjavíkurflugvelli. Þetta var lúxus fyrir 280 kall. Ég vona að Akraneskaupstaður haldi áfram að greiða niður fargjaldið þannig að strætómiðinn hækki ekki. Svo má ekki gleyma því að innanbæjar á Akranesi er ókeypis í strætó, rétt eins og á Akureyri og Fljótsdalshéraði. Borgnesingar, Hvergerðingar og Selfyssingar verða örugglega jafnduglegir að nýta sér strætó og Skagamenn, þótt leiðin austur fyrir fjall sé verri en á Skagann.
mbl.is Strætó í Borgarnes og á Selfoss
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Daníel Sigurður Eðvaldsson

Það er frábært að komast á milli nálæg bæjarfélög á auðveldan hátt. Sjálfur hef ég ekki tekið strætó á milli Akranes og Reykjavíkur en það er einfaldlega út af því að ég hef í raun ekkert að gera þar og bý á Akureyri.

Hinsvegar langar mér að skoðað verður að leggja járnbrautakerfi frá keflavík til Reykjavíkur. Í framhaldinu væri svo hægt að lengja kerfið inn á höfuðborgarsvæðinu og svo í átt að selfossi og akranes sem dæmi. Gera slíkt í áföngum yfir nokkur ár. Held að slíkt myndi einfalda ferðir á milli og strætóinn gæti þá gengið frekar inn í hverfunum sem styttir biðtíma verulega.

Daníel Sigurður Eðvaldsson, 5.12.2008 kl. 19:34

2 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

já þetta er flott.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 5.12.2008 kl. 23:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband