Bloggfærslur mánaðarins, desember 2008

Moka þessu upp

Nú er um að gera að veiða sem mest af þessari sýktu síld í bræðslu en alls ekki að detta í þá gryfju að vernda hana. Ekki síst að veiða hana inn á Breiðafirði áður en hún drepst og eyðileggur lífríkið þar. Látið hana vera út á rúmsjó og til dæmis í Faxaflóa, þar er minni hætta. Nú á sjávarútvegsráðherra að auka kvóta og láta "moka" síldinni upp, þar sem hætta er á að hún leggist á botninn....og koma nú, ekkert væl!! -  Annars er stór hætta á skaða í lífríkinu. Það er einfaldlega of mikil síld í lokuðu umhverfi við landið. - Veiðum svo meiri þorsk líka svo við missum hann ekki til Grænlands og víðar. Hann er að svelta hér við land.
mbl.is Sýktri síld landað í Eyjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er ekki þörf á sálfræðiaðstoð þarna?

Er þetta satt, sem Solla segir um Davíð og fundina? - Hvers vegna er Davíð þá Seðlabankastjóri? - Hann hefur alla sína tíð í stóli embættismanns verið stjórnmálamaður, það eru engin ný tíðindi að hann ætli í stjórnmál "aftur" fari hann úr seðlabankastólnum. Hann hefur aldrei farið úr stjórnmálum. Marg oft er búið að benda á það. - Davíð treystir Geir og Geir treystir Davíð. Samt ögrar Davíð Geir með þvi að segjast ætla aftur í flokkinn sinn verði honum vikið úr Seðlabankanum. - Er ekki þörf á sálfræðiaðstoð þarna? 


mbl.is Ingibjörg: Aldrei talað um 0% líkur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Talsmaður eignamanna

Skil ekki alveg hvert talsmaður neytenda er að fara með þessu. Má vera að einhverjir hafi tapað einhverju á þessu en hve margir fóru niður fyrir höfuðstólinn? Þeirri spurningu þarf að svara fyrst. Þetta sama fólk var búið að græða óhemju í nokkur ár áður og þeir sem höfðu aðstöðu til, eins og ráðuneytisstjóri fjármálaráðuneytisins, tóku út peningana fyrir bankahrunið. Er ekki meiri ástæða fyrir talsmann neytenda að skora á ríkisvaldið að afnema lánskjaravísitöluna sem byggð er á óréttum grunni. Við sem erum með íbúðalán hjá ósköp venjulegum íbúðalánasjóði sjáum nú lánin æða upp fyrir íbúðaverðið. Það er þjófnaður sem þarf að taka á. Hverjir græða svo á lánskjaravísitölunni? Jú þeir hinir sömu og talsmaður neytenda er að berjast fyrir með þessu. - Eignamenn - Því miður Gísli með þessu ertu ekki talsmaður neytenda heldur eignamanna.
mbl.is Þeir sem töpuðu fái skattaafslátt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Batnandi mönnum er best að lifa

Páli Magnússyni og félögum í Efstaleitinu var hreinlega ekki stætt á öðru en að hætta við þessa ákvörðun um að stöðva svæðisútsendingarnar fyrst aðgerðirnar voru í nafni sparnaðar. Einfaldlega vegna þess að hagnaður er af svæðisútsendingum. Auk þess hafa Páll og hans lið líklega haldið að þeir sem búa í landshlutunum myndu taka þessu þegjandi, en raunin var önnur, enda eru dyggustu hlustendur RÚV á landsbyggðinni. Allt blaður Páls í fjögur fréttunum um að hagræðing næðist annars staðar er bull. Það þarf enga hagræðingu þegar hagnaður er. - Batnandi mönnum er best að lifa.
mbl.is Svæðissendingar halda áfram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Arðbærar útsendingar lagðar niður

Það ótrúlega við þennan sparnað er að það á leggja niður útsendingar sem skila hagnaði. Auglýsingar í svæðisbundnum útsendingum RÚV gefa mun meira af sér en kostnaði við útsendingarnar nemur, allt að fjórfalt. Þessum auglýsingum kemur RÚV til með að tapa því þessir auglýsendur eru að ná til ákveðins hóps á ákveðnu svæði fyrir minni peninga en með því að auglýsa á landsvísu. Þessar auglýsingatekjur hafa hins vegar aldrei skilað sér beint til svæðisstöðvanna. Tekjurnar fara í Efstaleitið, sem síðan skammtar svæðisstöðvunum peninga. Fyrir utan þetta veita svæðisútsendingarnar mikla þjónustu við menningu, listir, atvinnumál, íþróttir og raunar allt mannlífið á sínu svæði. Fari svo að þær verði lagðar af tapast líka mikilvæg tengsl sem fréttamenn svæðisstöðvanna hafa við fólkið á sínu svæði. Það skilar sér aftur í minni fréttaflutningi af landsbyggðinni. Það er enn tími til að hætta við að hætta.
mbl.is Harma lok svæðisútsendinga RÚV
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Framsóknarmennskan í hnotskurn

Framsóknarkrakkarnir sem fældu Guðna burtu á flokksfundinum á dögunum koma nú og mæra hann. Þetta er dæmigerð framsóknarmennska: nei í dag - já á morgun. Satt að segja held ég að Guðni hafi ekkert skilið eftir sig í stjórnmálunum, sem Jóhannes Kristjánsson eftirherma getur ekki leyst af hendi. Framsóknarkrakkarnir (sem sennilega eru flest komin um fertugt) vilja hins vegar sættast við Guðna núna og það er bara í góðu lagi. Þau kunna sitt fag. Svona er framsóknarmennskan.
mbl.is SUF ályktar um Guðna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Ókeypis" vídeóleiga fjallar um fjölmiðla

Sniðugt á Íslandi! Þessi "ókeypis" vídeóleiga með umfjöllun um fjölmiðla. Ekkert er ókeypis í dag. Við borgum þeim sem auglýsa. Horfði á þetta um tíma en gafst upp á að horfa á hnakka eða vangasvip viðmælenda, þótt stjórnendur hafi sést þokkalega. Ekkert til af fagmennsku tæknimanna við sjónvarp. Hljóðið var í góðu lagi þannig að þetta hefði átt að vera í útvarpi en ekki í sjónvarpi. - Svo er þetta fólk að krefjast réttlætis í samkeppni. Hvaða samkeppni? Kannski er þetta sjónvarp framtíðarinnar.
mbl.is Rætt um fjölmiðla á SkjáEinum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Allur er varinn góður

Það var vissara hjá Sollu að skrifa undir þennan samning núna. Skríllin er farinn að mótmæla nánast daglega og aldrei að vita hverju verður beitt. Svo er spurning hvort eggjakast og málningaraustur eru inn í þessum bann samningi líka. En....allur er varinn góður
mbl.is Skrifaði undir samning um klasasprengjubann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þjóðin hefur hvort eð er enginn yfirráð yfir auðlindinni

Á þessum stað í fréttinni kemst Addi rétt að orði og þegar hann segir okkur á hann örugglega ekki við þjóðina:

„Það er alveg skýr afstaða LÍÚ að inn í Evrópusambandið viljum við ekki fara því þá þurfum við að afsala okkur yfirráðarétti yfir auðlindinni og það kemur bara ekki til greina,“ sagði Adolf Guðmundsson.

Þjóðin kemur ekki til með að afsala sér neinum yfirráðarétti yfir auðlindinni í hafinu því það eru nokkrar útgerðir sem ráða yfir aflaheimildum hér við land. Atvinnuleysistölur hans eru annað hvort ýktar eða þá gamlar og munar þar heilum tug. Svo segir Adolf í viðtalinu í morgun að sjávarútvegur sé flokkaður með landbúnaði í ESB. Hvernig er þetta hér? Sami ráðherrann fyrir landbúnað og sjávarútveg. Ég held það væri ráð fyrir útvegsmenn og aðra að láta reyna á það með viðræðum hvernig samningum við getum náð við ESB. Síðan á þjóðin að kjósa um hvort farið verði endanlegar viðræður um aðild en ekki LÍÚ.


mbl.is ESB-aðild ávísun á atvinnuleysi og launalækkun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað með Davíð?

Ja mikið asskoti eru þeir sveitungar mínir í Samfylkingunni á Akranesi með góða samþykkt þarna. Tekið á flestu því sem máli skiptir. Þó sé ég ekki í fljótu bragði það sem fulltrúaráð íhaldsins á Skaganum samþykkti fyrr í vetur um hreinsanir í Seðlabankanum. Davíð burt! - Það hefði gjarnan mátt vera þarna með


mbl.is Myndi jafngilda stjórnarslitum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband