Bloggfærslur mánaðarins, desember 2008

Hver hlustar á Bjarna?

Hvernig eigum við, sauðsvartur almúginn, að taka mark á Bjarna Benediktssyni um nokkurt mál? Svo gjörspilltur í ósómanum, sem hann er. Við borgum honum full laun fyrir að vera alþingismaður og það á að vera fullt starf, annars á hann ekki heima á þingi. Hann er stjórnarformaður Neins (N1), eins stærsta og mesta okurfyrirtækis landsins og rekur lögfræðiskrifstofu að auki. Á sama tíma borgum við honum full laun fyrir að vera alþingismaður. Skammastu þín til að segja af þér þingmennsku eða segja af þér hinum störfunum. Fyrr hlustar enginn á þig.
mbl.is Ísland ekki einangrað til frambúðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Davíð ræður, ekki Geir

Það er því miður líklegt að þetta plagg Félags viðskipta- og hagfræðinga verði ekki skoðað og enn síður að Geir taki mark á því. Geir einfaldlega ræður engu um efnahagsmál þjóðarinnar. Þar ræður Davíð og ekki þýðir að færa honum nein plögg. Hann hlustar ekki rök. Svona einfalt er þetta. Davíð ræður en ekki Geir, ennþá síður Solla eða Alþingi og því duga engin rök um efnahagsmál hér á landi meðan Davíð er í Seðlabankanum.
mbl.is Viðskipta- og hagfræðingar afhenda stjórnvöldum tillögur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er aðför stjórnvalda að fólki og fyrirtækjum stillt í hóf?

Það má spyrja Árna á móti hvort fjárhagslegt hrun fólksins í landinu og fyrirtækjanna séu hófstilltar aðgerðir af hálfu stjórnvalda? - Þar er sko á ferðinni hreint ofbeldi, sem þarf að koma í veg fyrir, eins og ráðherrann vill gera með mótmælin.
mbl.is Þarf að stilla mótmælum í hóf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samtryggingin blífur

Þetta þarf engum að koma óvart. Kjararáð er hluti af samtryggingunni á toppnum og hefur aldrei gert neitt nema til hækunnar hæst launuðu manna ríkisins. Hvað ætli Kjararáð hafi fengið borgað fyrir að taka þessa ákvörðun? - Annars þarf enga lagasetningu til að lækka laun þessa liðs. Það getur bara séð sóma sinn í að bjóðast til að lækka launin.
mbl.is Kjararáð getur ekki lækkað launin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Áfram starfsmenn RÚV!

Ég velti fyrir mér hvort launalækkun hjá fólki, sem er á launum samkvæmt kjarasamningum, er leyfileg nema fólki sé sagt upp og það ráðið aftur á lægri kjörum. Þótt ohf hafi verið sett á RÚV gilda nú lög um kjarasamninga eftir sem áður. Hins vegar er ekkert mál að lækka laun þeirra sem hafa laun umfram kjarasamninga. Ef laun Palla Magg lækka um 11% þá lækka þau um svona 200 þúsund. Eftir sem áður hefur hann 1.600 þúsund í laun. Veit að vísu ekki hvort einhver fréttamaður hjá Rúv nær milljón í launum en það eru þá bara einhverjir einkavinir Palla.  Það er alvegt óhætt að lækka hann niður í milljón. Hann yrði vel settur eftir sem áður. Svo við minnumst ekki á jeppann.

Áfram starfsmenn RÚV! - Standið vörð um það sem eftir er af þessari sameign okkar. - Þið eigið stuðning þjóðarinnar, það er ég viss um.

Munum að útvarp er ekkert annað en fólkið sem starfar þar.
mbl.is Starfsmannasamtök RÚV boða til fundar á morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta er rúmgóð forstofa

Engan þarf að undra þótt upp úr sjóði hjá fólki á þessum tímum, enda stutt að fara þarna á milli þeirra húsa sem hýsa stjórnendur þessa lands. Mér fannst hins vegar Geir Jón yfirlögregluþjónn standa sig vel þarna. Hann beitti skynsemi ræddi við fólk og eftir að hópurinn sagðist fara ef skjaldalöggan með spraybrúsanna færi. Þá leystust mál.

Þetta voru friðsöm mótmæli og ég hlusta ekki á það sem sumir bloggarar segja að þetta hafi bara verið krakkar, sem ekki sé mark á takandi. Ef þetta voru krakkar, segjum 18-22 ára, þá eiga þau fullan rétt á að mótmæla. Þeirra er framtíðin. Þeirra bíður að greiða fyrir óreiðu Davíðs og co. Svo eiga þau líka foreldra, sem kannski eru nú að missa atvinnu sína og húsnæði. Geir Jón ætti alltaf að stjórna aðgerðum þar sem spraybrúsar eru í höndum löggunnar.

Fyrirsögnina á fréttinni er erfitt að skilja eftir að hafa séð myndir af þessu. Hópurinn fór einfaldlega inn í anddyrið án afskipta nokkurs og þurfti því ekkert að ryðjast inn. Nema kannski að einhver ruðningur hafi myndast vegna þrengsla. Þarna er hins vegar vítt til veggja fyrst hundrað manns komast í forstofuna.


mbl.is Ráðist inn í Seðlabankann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tilkynna launagreiðandanum fyrst

Af hverju þegir Kjararáð yfir þessari væntanlega 5-6% launalækkun? Ráðið ætlar að kynna þetta fyrst á ríkisstjórnarfundi á morgun. Er ekki rétt að kynna almenningi þetta fyrst? Það er jú þjóðin sem borgar launin. Þjóðin er launagreiðandinn.
mbl.is Niðurstaða kjararáðs kynnt ríkisstjórninni á morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fáum við þá að heyra í Valdimar aftur?

Kemur þá ekki að því að við heyrum Valdimar Örnólfsson stýra morgunleikfiminni? - Það verður örugglega mikið um endurflutning á næstunni hjá Ríkisútvarpinu, sérstaklega þættir á Rás 1 en það er athyglisvert að RÚV hefur leitað leyfis fyrir endurflutningi hjá Halldóru, enda er höfundarréttur hennar ótvíræður. Svo getur Sjónvarpið endurflutt ýmislegt, sem gaman væri að sjá á ný. Gamalt barnaefni stendur t.d. fyllilega fyrir sínu því áhorfendur endurnýjast stöðugt.
mbl.is Gamlir morgunleikfimiþættir endurfluttir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband