Framsóknarmennskan í hnotskurn

Framsóknarkrakkarnir sem fældu Guðna burtu á flokksfundinum á dögunum koma nú og mæra hann. Þetta er dæmigerð framsóknarmennska: nei í dag - já á morgun. Satt að segja held ég að Guðni hafi ekkert skilið eftir sig í stjórnmálunum, sem Jóhannes Kristjánsson eftirherma getur ekki leyst af hendi. Framsóknarkrakkarnir (sem sennilega eru flest komin um fertugt) vilja hins vegar sættast við Guðna núna og það er bara í góðu lagi. Þau kunna sitt fag. Svona er framsóknarmennskan.
mbl.is SUF ályktar um Guðna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Landfari

Það er nákvæmlega engin þversögn í þessu hjá þeim. þau vildu hann burt og hann fór burt. Svoleiðis framkomu ber að sjálfsögðu að þakka. :)

Landfari, 3.12.2008 kl. 23:29

2 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Sammála Landfari...svona er þetta bara 

Haraldur Bjarnason, 3.12.2008 kl. 23:38

3 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

svo stofnar hann nýjan flokk   og þau hætta að mæra hann.

Hólmdís Hjartardóttir, 4.12.2008 kl. 00:31

4 Smámynd: Steingrímur Helgason

Ég legg inn ózammála innlegg Halli minn, tel drenginn góðann & hafa verið beztu von til þess að Framzóknarflokkurinn næði nú til sinna atkvæða.

Steingrímur Helgason, 4.12.2008 kl. 00:39

5 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Hárrét Búddi. Ég hef aldrei skilið Framsóknarmenn

Haraldur Bjarnason, 4.12.2008 kl. 10:25

6 Smámynd: Landfari

Ég held að Framsóknarflokkurinn verði aldrei aftur sami Framsóknarflokkurinn þegar  aðalmennirnir eru farnir.

Sé í fljótu bragði ekki tenginguna hjá Sif og þesssum ungu mönnum við bændur og fámennari byggðir landsins.

Landfari, 4.12.2008 kl. 17:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband