Gylfi! Horfðu á hagfræði heimilanna

Hvenær ætla þessir menn eins og Gylfi að læra af reynslunni? Ungt fólk í dag sér fram á sömu hremmingarnar og við sem lentum í misgenginu í byrjun níunda áratugar síðustu aldar. Verðbólgan æðir upp og eignamenn græða. Launamenn blæða því engin vísitala er á laununum. Hann verndar lánskjaravísitöluna í ljósi þess að lífeyrisssjóðir tapi. Hvers virði eru lífeyrissjóðirnir ef lántakendur, eigendur sjóðanna, geta ekki staðið í skilum vegna okurs lífeyrissjóðanna, ríkisins og ríkisbankanna?

Allt er þetta mannanna verk og öllu þessu er hægt að stýra. Það er engin persóna til sem heitir Markaður. Markaður stjórnast af mönnum. Besti lífeyrissjóðurinn er fólginn í öruggu húsnæði fyrir einstaklinga og fjölskyldur. Fólk sem missir húsnæði út af okurvöxtum og ranglátri lánskjaravísitölu er að tapa lífeyri. Um leið fara eignamenn að tapa ef húseignir safnast upp og falla í verði.

Gylfi og ofurlaunamennirnir hjá Alþýðusambandinu þurfa að læra hagfræði heimilanna. Þar er ekki eytt um efni fram. Hvers vegna eru svo atvinnurekendur í stjórnum sjóðanna? Þeir leggja ekkert til. Umsamið er hve hár hluti launa fer í sjóðina og tími til kominn að hætta að kalla eitthvað af því "framlag launagreiðanda." Þetta eru bara laun.


mbl.is Hiti í fólki í Háskólabíói
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingvar

Hættum að greiða í lífeyrissjóði . Greiðum inn á sparisjóð út á landi . Td Sparisjóðinn á Laugum í Þigeyjarsýslu. Hann er laus vil alla spillingu. Og til hvers er fólk látið greiða félagsgjöl til verkalýsfélags sem gefur skít í það þegar harðnar á dalnum og hugsar bara um peninga.

Burt með ASÍ báknið.

Ingvar, 8.12.2008 kl. 23:09

2 Smámynd: Ingvar

....félagsgjöld..

Ingvar, 8.12.2008 kl. 23:10

3 Smámynd: haraldurhar

Sæll nafni.

   Það er rétt hjá þér að ekki er til nein persóna er heitir markaður, en það er þó svo að markaðurinn hefur ætið rétt fyrir sér.

   Það er augljóst að verkalýðsforustan hefði átt að beita sér fyrir að taka lánskjaravísitöluna úr sambandi, og ekki tengja hana afrur fyrr en hún tæki að lækka aftur.  Þetta bull að lífeyrissjóðir eða íbúðalánasjóður hafi ekki efni á því, hljómar eins og öfugmæla vísa í mín eyru.  Hafa þeir reiknað út hversu miklu þeir tapa á þeim lánum hjá lántakendum er fara í þrot, þá er ekki einungis um vaxta og verbótatap, heldur allur kostnaður er hlíst að því að eiga eignna.  Gylfi og aðrir verkalýðsforkólfar þurfa að fara nota höfuðið á sér.

haraldurhar, 8.12.2008 kl. 23:42

4 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Sammála þér Halli

Hólmdís Hjartardóttir, 8.12.2008 kl. 23:54

5 Smámynd: Landfari

Já ég er alveg sammála þessu. Gamlingjarnir sem eru að fá greitt úr lífeyrissjóðunum eru ekkert of góðir til að borga niður skuldirnar mínar. Þeir geta alveg fengið óverðtryggðan lífeyri úr sínum sjóðum. Enda hvað á gamalt fóllk líka að gera við peninga. Það myndi bara eyða þeim.

Núna þegar íbúðin mín hækkar ekki eins mikið í verði og skuldirnar, finnst mér sjálfsagt að ég fái aðstoð frá ellismellunum sem eru að moka fé út út lífeyrissjóðunum, til að greiða þær niður.

Það gildir náttúrulega allt annað þegar íbúðin mín hækkrar meira en skuldirnar eins og var hérna um árið. Þá var auðvitað eðlilegt að ég og ég einn nyti góðs af þessari sniðugu fjárfestingu minni. Enda hvarflaði það ekki að nokkrum manni að ég ætti að greiða hluta af söluhagnaðinum til lífeyrissjóðanna enda kom það aldrei til greina.

Landfari, 9.12.2008 kl. 00:24

6 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Landfari, hver sem þú ert og vilt ekki láta nafns þíns getið. Ég skil ekki nákvæmlega hvað þú ert að segja. Kannksi er þetta húmor......Segðu til nafns þá er ég tilbúinn að svara þér. Það er lágkúra og aumingjaskapur að vera nafnlaus.

Haraldur Bjarnason, 9.12.2008 kl. 00:39

7 Smámynd: Landfari

Það er engin lágkúra og aumingjaskaour að vera nafnlaus hérna. Fyrir suma er það hreinlega öruggara því það er allskonar lið hérna.

Lágkúran og aumingjaskpurinn birtist í skrifum manna hér og mesta lágkúran er ekki bundin við nanfleysi eins og þú getur sjálfur séð ef þú ert læs. Ef þú hinsvegar getur ekki lesið nafnið mitt á blogginu mínu get ég ekki hjálpað þér. Ef það er talgerfill hérna á mbl.is þá kann ég ekki á hann. Þvi miður.

Ég var einmitt að reyna að vekja athygli á þeirri lágkúru og aumingjaskap að krefast þess að eldriborgarar greiði niður skuldir skuldara sem fóru of geist í fjarfestingum sínum.

Geta menn lagst öllu lægra, ég bara spyr.

Ég get lofað þér því að það hvarflaði eikki að einum einasta íbúðarkaupanda sem keyt hefur á síðasliðnum 10 árum að færa eldriborgurum hluta hagnaðarins sem þeir hafa notið allt fram til síðustu áramóta.

Landfari, 9.12.2008 kl. 01:04

8 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Geir Haarde hefur alvald til þess að halda núverandi pólitískum öflum við völd út kjörtímabilið. Við losnum ekki við þessa spilltu stjórnmálamenn sem þiggja mútur frá auðmönnum, í formi boðsferða í snekkju Jóns Ásgeirs, leynistyrki í kosningasjóði, jólagjafir osfr, nema að gera byltingu.  Við getum valið um að láta þetta lið hneppa börnin okkar í ánauð eða að gera byltingu. Svo einfalt er málið. Það er alvarlegt mál að Geir Haarde og hans lið setur milljóna skuldir á bak hvers einstaklings sem birtist á fæðingadeildinni. 

Einhverjir verða jú að borga veisluna.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 9.12.2008 kl. 01:06

9 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Kannski er Landfari einn af þeim sem er með allt sitt á þurru, kannski er hann einn af þeim sem eignaðist sitt húsnæði á upp úr 1970 þegar það margborgaði sig að skulda sem mest?  Kannski sér Landfari fram á að skera niður við sig á Kanarí?  Kannski er Landfari verkalýðsleiðtogi?

Ekki er gott að átta sig á forsemdum Landfara því eins og hann segir "Það er engin lágkúra og aumingjaskapur að vera nafnlaus hérna. Fyrir suma er það hreinlega öruggara því það er allskonar lið hérna." 

Magnús Sigurðsson, 9.12.2008 kl. 08:49

10 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Sko, Gunnar Andrésson, Landfari, (búinn að skoða haus bloggsins þíns) það er enginn að tala um að gamlingjar borgi. Mér sýnist nú frekar að verið sé að leggja þetta á komandi kynslóðir. Tek undir með þér Maggi. Það er ekkert hægt að alhæfa um eldri borgara, þeir hafa það ekkert almennt skítt. Margir þeirra sem eru að komast af ellilaun núna fengu íbúðir sínar og einbýlishús nánast gefins á verðbólguárunum. Fólk er misjafnlega sett á þessum aldri eins og er líka hjá hinum sem yngri eru. Lífeyrissjóðir hafa ýmsa góða kosti í fjárfestingum og það er algjör óþarfi af verkalýðsforustunni að beita þeim fyrir sig til varnar henni.

Haraldur Bjarnason, 9.12.2008 kl. 08:57

11 Smámynd: Landfari

Haraldur, þú segir að það sé enginn að tala um að gamlingjarnir borgi. Hver heldurðu að borgi þá ef lífeyrirsjóðurnir missa verðtrygginguna.

Það er nú einu sinni þannig að ef einn borgar ekki það sem honum ber þá þarf einhver annar að borga það.

Ef einhver stelur einhverju úr búð heldurðu þá að varan kosti ekki neitt. Varan kostar sitt en það lendir óbeint á öðrum viðskiptavinum að borga. 

Ef einn stelur undan skatti heldurðu þá að fjárþörf ríkisins minnki við það. Það er ekki svo einfalt. Það lendir á öðrum skattgreiendum að greiða. Það hefur ekkert að gera með hvort við erum óanægð með hvernig ríkið ver fjármunum sínum.

Hún er þekkt þessi setning að að er ekkert til sem heitir frír hádegisverður. Þetta er bara spurningin hver borgar.

Það er alveg rétt hjá þér að eldri borgarar er hópur sem hefur það ansi misjafnt enda bara þverskurður af þjóðfélaginu. Hitt er annað að í flestum tilfellum eru það þeir sem ekki hafa of mikið milli handanna sem treysta á lífeyrirssjóðina. 

Þú getur rétt ímyndað þér hvað það verður mikið sem þeir fá greitt út sem ugir eru núna ef þeirra lífeyrir á að rýrna í kanski 30-40 ár áður en til útborgunar kemur.

Það er og verður alltaf til fólk sem hvergi má sjá pening án þess að vilja eyða honum. Gildir þá jafnvel einu hver á hann.

Þér til upplýsingar Magnús Sigurðsson þá hef ég aldrei til Kanarí komið og aldrei fengið óverðtryggt lán nema sem yfirdrátt. Þó ég hafi verið einn af þeim óhepnu sem keypti íbúð á þessu ári með verðtryggðu láni þá hvarlar ekki að mér að láta aðra borga fyrir mig af láninu.

Þú virðist vera einn að f þeim sem vilt koma því ástandi á aftur sem var hér  þegar allt sparifé  landans brann upp á verðbólgubálinu. Það ástand vona ég að komi aldrei aftur.

Landfari, 9.12.2008 kl. 11:49

12 Smámynd: Magnús Sigurðsson

"Gunnar" Landfari, Þú segir "Þú virðist vera einn að af þeim sem vilt koma því ástandi á aftur sem var hér  þegar allt sparifé  landans brann upp á verðbólgubálinu. Það ástand vona ég að komi aldrei aftur."

Þessi ályktun er röng hjá þér, hið rétta er að ég tel eðlilegt að lánadrottnar og lánþegar beri sameiginlega ábyrgð á þeim samningum sem þeir gera sín á milli.  Þannig að þú og þeir óheppnu sem keyptu íbúð tapi ekki alfarið sinni eign í henni á meðan lánveitandinn er með sína ávöxtun á þurru við núverandi aðstæður.

Magnús Sigurðsson, 9.12.2008 kl. 12:05

13 Smámynd: Landfari

Það er nú akkúrat það sem verið er að bjóða uppá núna að létta greiðslubyrðina með því að lengja í lánunum og færa greiðslur aftur fyrir.

Lánveitandi er aldrei með sína ávöstun á þuru oe ekki heldur höfuðstólinn. Það er alltaf áhætta að lána. Það hefur nú komið berlega í ljós undanfarið.

Þó íbúðaverð fari lækkandi núna er það tímabundið ástand. Eftir tíu ár verður íbúðaverð líklega komið upp úr þeim öldudal sem það stefnir í núna.

Ef þú ætlar lífeyrisjóðum að greiða niður lán skuldara nú ætlarðu þá að rukka þessa sömu skuldara um eftirgjöfina með aukagreiðslum til ífeyrisjóðanna þá eða eiga þeir sem skulduðu bara að hirða gróðann.

Ef þú gerir það ekki þá ertu aftur kominn í það sem var hér áður að það borgaði sig að skulda sem mest. Tapið ríkisvætt en gróðinn einkavæddur.

Landfari, 9.12.2008 kl. 12:19

14 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Það hefur varla farið fram hjá þér Landfari að það er verið að þjóðnýta tapið þessa dagana og orsökin fyrir tapinu eru m.a. gjaldþrota lánadrottnar.

Magnús Sigurðsson, 9.12.2008 kl. 13:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband