Pantaðar fréttir

Þessi frétt er brandari. "Þetta eru jákvæðar fréttir," segir Friðrik. Auðvitað er það jákvætt fyrir hann þegar hann pantar þær sjálfur og Jóhann forstjóri Hafró fer eftir því. Hann var kostulegur að hlusta á núna í Auðlindinni á RÚV. Einar K. Guðfinnsson er nú bara eins og hann er. Hann á eftir að fá línuna frá LÍÚ. Örn Pálsson, framkvæmdastjóri smábátaeigenda, sagði hins vegar það sem allir hafa vitað: - Auka kvótann strax.
mbl.is „Mjög jákvæðar fréttir“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er allt rugl það var búið að fréttast á milli manna að það ætti að koma aukning eftir áramót og það var fyrir þó nokkrum mánuðum og er ég handviss að það er bara verið að spila með upplýsingar af hálfu hafró og sjálfarútvegsstofnun og líú sem henta hverju sinni.Og ég spyr hvað hefur breist í hafinu til að framkalla þessa fjölgun eða hvað sem þeir meina  

Ívar (IP-tala skráð) 12.12.2008 kl. 20:28

2 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Það hefur auðvitað ekkert breyst í hafinu. Hafró er bara að hlýða kalli stjórnvalda eins og alltaf áður.

Haraldur Bjarnason, 12.12.2008 kl. 21:29

3 Smámynd: Runólfur Jónatan Hauksson

Ég veit nú ekki hver pantaði þessar niðurstöður, en einkennilegt er nú ef Friðrik tekur mark á Hafró núna miðað við hvernig hann tók viðvörunum vegna loðnustofnsins.........

Runólfur Jónatan Hauksson, 12.12.2008 kl. 21:31

4 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Friðrik eins og forverar hans hafa grátið og brosað eftir þvi hvernig vindur blæs. Sávarútvegsráðherrar allt frá Halldóri Ásgrímssyni hafa grátið með þeim. Nú þurfa þeir að gráta á annan veg. Það vantar kvóta og þá kemur þessi niðurstaða frá Hafró. Það er ekki lengur hagstætt að halda kvótanum niðri út af háu kvótaverði. Það er að lækka og verðmæti útgerðarinnar líka. Nú þarf að hífa þetta upp og þá er í lagi að segja að fiskistofnar séu á uppleið. Þetta kalla þeir vísindi. 

Haraldur Bjarnason, 12.12.2008 kl. 21:40

5 Smámynd: Víðir Benediktsson

Er þetta ekki kallað að sviðsetja atburðarás?

Víðir Benediktsson, 12.12.2008 kl. 23:43

6 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Aukum kvótann strax

Hólmdís Hjartardóttir, 12.12.2008 kl. 23:59

7 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Jú, jú, á góðri Samfylkingsku er þetta kallað "að hanna atburðarásina".

Magnús Sigurðsson, 13.12.2008 kl. 00:44

8 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Jú Víðir svona hefur þetta alltaf verið. Maggi, þetta er þekkt líka í framsóknarmennsku og íhölsku. Kvótann upp strax og þó fyrr hefði verið. Það á líka að veiða sýktu síldina á Breiðafirði í bræðslu áður en hún drepst þar og leggst á botninn öllu lífríkinu til tjóns.

Haraldur Bjarnason, 13.12.2008 kl. 06:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband