Geir og Solla til hamingju

Geir og Solla til hamingju með þetta. Hélduð þið kannski að olíufélögin myndu taka þetta á sig? Allt hjal Geirs um að ráðstafanir ríkisstjórnarinnar núna hefðu ekki áhrif á verðbólgu er bull. Þetta fer beint út í vísitöluna, hækkar húsnæðislán fólks og allt verðlag fer upp í hlutfalli.  Þið standið ykkur glæsilega eða hitt þó heldur. Hunskist til að segja af ykkur.
mbl.is Olís hækkar eldsneytisverð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég held að fólk ætti að róa sig aðeins.  Það stóð alltaf til að hækka eldsneytisverðið núna um áramótin - það kom út skýrsla um það frá fjármálaráðuneytinu í lok mars 2008. 

Alvarlegra er að þeir hafa frestað öllu öðru sem fram kom í þessari skýrslu, að til stæði að lækka álögur á eyðsluminni og mengunarminni bíla.

Bragi Þór Valsson (IP-tala skráð) 12.12.2008 kl. 17:33

2 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Augnablik Bragi! Þótt það hafi einhverntíma staðið til. Er þá eitthvert vit í að gera það núna, þegar ríkisstjórnin ætlar að ná niður verðbólgu? Það gerist alls ekki með þessu. Sammála þér hins vegar með að lækka á álögur á eyðslugranna bíla enda ek ég á einum slíkum.

Haraldur Bjarnason, 12.12.2008 kl. 17:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband