Færsluflokkur: Bloggar

Til bóta

Fljótt á litið virðast þessar fyrirhuguðu breytingar til bóta og verða til þess að útgerðir skipa sem fá úthlutað aflaheimildum veiði fiskinn í stað þess að braska með hann óveiddan í sjónum. Að vísu er áfram hægt að braska með hluta hans en gera þarf kerfið þannig úr garði að brask án veiða verði úr sögunni. Hins vegar er ekkert að því að skipt sé á aflaheimildum milli tegunda. Með því ætti að nást sú alræmda hagræðing sem kvótabraskarar hafa alltaf borið fyrir sig.
mbl.is Dregið úr heimildum um flutning aflamarks
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Væl Eyjamanna

Auðvitað er það sanngirnismál að allar útgerðir njóti jafnræðis og allur afli verði vigtaður hér á landi. Þessi sérréttindi þeirra sem flytja út óunninn fisk á að afnema og ekki nema gott til þess að vita ef þetta verður til þess að auka fiskvinnslu hér á landi. Það hlustar vonandi enginn á þetta væl Eyjamanna.


mbl.is Telja útflutning í hættu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gagnast ekki Snæfellingum að auka við skötuselskvóta

Það er rétt hjá ungum íhaldsmönnum í Snæfellsbæ að auka þarf aflaheimildir. Gallinn er bara sá að þeir Snæfellingar njóta ekki góðs af auknum skötuselskvóta að óbreyttum úthlutunarreglum. Þeir sem hófu skötuselsveiðar úti fyrir Suðurlandi á sínum tíma ráða nú nánast yfir öllum skötuselskvótanum og verði farið að gildandi reglum um kvótaúthlutun fá þeir alla aukningu. Snæfellingar ráða ekki yfir skötuselskvóta og fá því ekkert verði aukið við. Þeir verða að borga "kvótaeigendunum" fyrir að fá að veiða í Breiðafirðinum sem hefur verið fullur af skötusel að undanförnu. Grásleppukarlar lentu í vandræðum með skötuselin í vor og þá voru dæmi um að einn bátur fengi 8 tonn af skötusel í grásleppunetin á vertíðinni. Til að geta komið með aflann í land og selt hann þurftu þeir að leigja kvóta dýrum dómi, svo framarlega sem leigukvóti var fáanlegur. Kvótaeigendakerfinu þarf því að breyta til að aukning gagnist þeim sem á þurfa að halda. Þorskkvótaaukning myndi hins vegar nýtast Snæfellingum ágætlega.
mbl.is Vilja auka aflaheimildir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þarna á lúpínan heima

Þarna er einmitt rétt að sá lúpínu. Það er við aðstæður eins og á Landeyjarsandi sem mest gagn er af lúpínunni og hún á fullan rétt á sér. Því miður hefur verið farið offari við sáningu lúpínu hérlendis síðustu áratugi og henni oftar en ekki sáð þar sem engin þörf er fyrir hana. Glögg dæmi um þetta má sjá austur á Héraði, til dæmis meðfram veginum í Hallormstaðarskógi. Nú er svo komið að víða er farið að berjast gegn henni eins og hverju öðru illgresi með öllum tiltækum ráðum. Það er til dæmis verið að gera í Stykkishólmi þar sem hún þykir til óþurftar.


mbl.is Lúpína í Landeyjasand
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er nema von?

Er nema von að blankheit herji á kirkjuna? Einhverjir tugir milljóna fara til Gunnars fyrir káfið og kjassið á Selfossi og svo einhverjar milljónir í skaðabætur til prestsins sem fékk ekki djobbið í Lundúnum enda í samkeppni við fjölskyldu æðsta prestsins. Er ekki kominn tími til að ríkið hætti afskiptum af þessu batteríi og þeir sem nota þessa þjónustu kosti og fjármagni hana sjálfir. Í dag er það þannig að almenningur greiðir í þetta batterí alla ævi en síðan þarf að punga út fullt af peningum þegar fólk er jarðsett. Í það minnsta þarf að taka rækilega til þarna bæði siðferðilega og peningalega.
mbl.is Þjóðkirkjan þarf að skera niður um 161 milljón króna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Enn er mbl að forða slysum

"Þar voru beltin talin hafa forðað frekari slysum." - Nær daglega eru þeir sem skrifa fréttir á mbl.is að forða slysum eða tjóni. Hvorki slysi né tjóni verður forðað eitt eða neitt. Það er svo annað mál að oft er hægt að forðast slys eða tjón. - Annars er gott að þeir sem í þessum hremmingum lentu sluppu að mestu án meiðsla. 
mbl.is Jeppi valt á Möðrudalsöræfum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Yfirbyggður húsbíll!

Gott að fólkið slapp vel úr þessum hremmingum. Blaðamennskan á mbl.is er söm við sig í vitleysunni:  "...þegar eldur kom upp í yfirbyggðum húsbíl...." - Hvernig er óyfirbyggður húsbíll?
mbl.is Sluppu naumlega úr bruna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er ekki Árni í Kúagerðisgöngu?

Í sjálfu sér er það besta mál að koma um gagnaverum hér á landi sem nota orku og mannskap en menga ekki. En hvaða orku ætlar Árni að nota í þetta? Er hann ekki einmitt núna í Kúagerðisgöngunni frá Vogum til Kúagerðis til að krefjast þess að fá frjálsar hendur með línulagnir yfir annarra lönd án afskipta nokkurs til að mata álver í Helguvík? - Kannski er hann að braska með sömu orkuna tvisvar. Þá er hún sko verulega endurnýjanleg.
mbl.is 180.000 fm fyrir gagnaver
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þá fjölgar ríkisjörðum

Alls konar lið sem kallað var auðmenn en voru í raun bara pappírstígrisdýr hefur á undanförnu árum eignast fullt af góðum jörðum á Íslandi, bæði góðum bújörðum og ekki síst jörðum sem hafa yfir náttúruauðlindum að ráða, eins og laxveiðihlunnindum. Bændur á þessum jörðum hafa svo oft á tíðum verið leiguliðar á jörðunum. Þessi pappírstígrisdýr eru nú með skottið á milli lappana og því líklegt að ríkisbankarnir eignist mikið af þessum jörðum. Ríkisjörðum fer því fjölgandi á ný en þeim hefur markvisst verið fækkað á liðnum áratugum með því að selja ábúendum þær. Að vísu eru nokkur dæmi um að ríkið hafi keypt jarðir. Það gerðist til að mynda á tímum framsóknarmanna í landbúnaðarráðuneyti og þá til þess að bjarga flokksgæðingum úr fjárhagsbasli.
mbl.is Skulda milljarð út á jarðakaup
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rýrt en betra en ekkert

Rýrt var það en þó betra en ekkert. Hundrað þúsund tonn hefðu verið nær lagi því brýnt hlýtur að vera að grisja þessa gnótt síldar sem er inn á Breiðafirði til að minnka hættuna á að allur stofninn smitist og minnka mengunina sem verður af dauðri síld á sjávarbotni þar og á fjörum. Þetta er þó 40 þúsund tonnum meira en nokkur hafði ímyndað sér að Hafró myndi leggja til. Greinilega verið kippt í spotta miðað við fyrstu yfirlýsingar frá stofnuninni.
mbl.is 40.000 tonna síldarkvóti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband