Gagnast ekki Snæfellingum að auka við skötuselskvóta

Það er rétt hjá ungum íhaldsmönnum í Snæfellsbæ að auka þarf aflaheimildir. Gallinn er bara sá að þeir Snæfellingar njóta ekki góðs af auknum skötuselskvóta að óbreyttum úthlutunarreglum. Þeir sem hófu skötuselsveiðar úti fyrir Suðurlandi á sínum tíma ráða nú nánast yfir öllum skötuselskvótanum og verði farið að gildandi reglum um kvótaúthlutun fá þeir alla aukningu. Snæfellingar ráða ekki yfir skötuselskvóta og fá því ekkert verði aukið við. Þeir verða að borga "kvótaeigendunum" fyrir að fá að veiða í Breiðafirðinum sem hefur verið fullur af skötusel að undanförnu. Grásleppukarlar lentu í vandræðum með skötuselin í vor og þá voru dæmi um að einn bátur fengi 8 tonn af skötusel í grásleppunetin á vertíðinni. Til að geta komið með aflann í land og selt hann þurftu þeir að leigja kvóta dýrum dómi, svo framarlega sem leigukvóti var fáanlegur. Kvótaeigendakerfinu þarf því að breyta til að aukning gagnist þeim sem á þurfa að halda. Þorskkvótaaukning myndi hins vegar nýtast Snæfellingum ágætlega.
mbl.is Vilja auka aflaheimildir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fannar frá Rifi

kvótinn í skötusel yrði nú ekki verðmikill ef hann yrði tvöfaldaður, hvort sem það yrði til leigu eða kaupa.

en síðan er það annað mál með grásleppubátanna. þeir eru utan kvóta og ættu að vera það áfram. meðafli hjá þeim ætti ekki að teljast inni í kvóta að mínu mati.

Fannar frá Rifi, 9.11.2009 kl. 21:24

2 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Jú rétt Fannar grásleppubátar eru ekki á kvóta en þeir eru á dagakerfi mega bara veiða eina 60 daga á ári, minnir mig. Það er hins vegar óréttlæti í því að þeir einir, sem veiddu skötusel fyrir áratug eða meira, njóti góðs af auknum kvóta í þeirri fisktegund núna þegar hlýnun sjávar hefur orðið til þess að þessum fiski hefur fjölgað við ströndina og göngumynstur hans breyst. Verðlækkun á leigu- og sölukvóta er nú það sem "kvótaeigendurnir" óttast því þá minnkar veðhæfni fyrirtækja þeirra um leið. Það getur verið ein ástæða þess að kvóti hefur ekki verið aukinn.

Haraldur Bjarnason, 9.11.2009 kl. 21:57

3 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Ég er nú mest spenntur fyrir því að vita hver samdi og skrifaði ályktunina fyrir blessaða kvótaungana í Forsetanum. Ekki gerðu þeir það sjálfir, svo mikið er víst. Þar hafa einhverjir eldri og reyndari verið að verki.

Jóhannes Ragnarsson, 9.11.2009 kl. 22:22

4 Smámynd: Fannar frá Rifi

Drögin voru ákveðin á aðalfundinum sem var fjölmennur og útferður af nýkjörinni stjórn og varastjórn félagsins.

þegar skötuselur var settur í kvóta þá voru það mistök. það er hinsvegar ekki hægt að refsa þeim sem hafa fjárfest í kvóta síðan þá fyrir þau mistök sem reiknast alfarið á stjórnvöld. 

Fannar frá Rifi, 9.11.2009 kl. 22:30

5 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Fannar það felst engin refsing í þessu. Mörg kvótasetning hefur verið rugl, eins og á keiluna á sínum tíma líka þegar viðmiðunarárin voru ákveðin af LÍÚ en síðan hnekkti hæstiréttur því. Ég vona að krökkunum á Snæfellsnesi verði að ósk sinni og skötuselskvótinn verði tvöfaldaður en jafnframt að þeir sem nú ráða yfir honum fái ekki nema um fjórðung viðbótarinnar en restin fari til þeirra sem hafi verið að landa skötusel úr leigukvóta síðustu þrjú ár.

Haraldur Bjarnason, 10.11.2009 kl. 07:36

6 identicon

Það snýst ekki um hvað gangast okkur í snæfellsbæ, það sem við erum að hugsa er um hag þjóðarinnar í HEILD sinni. Kreppan hefur áhrif á okkur líka með auknum kvóta má fá meiri gjaldeyri inn í samfélagið fólk gerir sér ekki grein fyrir því að 50 þúsund tonn af þorski t.d eru um 100 milljarðar þetta er ekkert smá upphæð. Sleppa auknum sköttum og auka kvóta það er mitt baráttu mál

Grétar Arndal Kristjónsson (IP-tala skráð) 13.11.2009 kl. 23:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband