Yfirbyggður húsbíll!

Gott að fólkið slapp vel úr þessum hremmingum. Blaðamennskan á mbl.is er söm við sig í vitleysunni:  "...þegar eldur kom upp í yfirbyggðum húsbíl...." - Hvernig er óyfirbyggður húsbíll?
mbl.is Sluppu naumlega úr bruna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Ha,ha...alveg ótrúlegir og ofaní kaupið þá eru bæði fornafnið og föðurnafnið vitlaus á Kristjóni, en það fékk hann stafað ofaní sig....

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 8.11.2009 kl. 13:28

2 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Já Hafsteinn það er fleira furðulegt í þessari frétt þegar betur er að gáð: ..."var eldur að leysast í bílinn"... Maður veit að eldur getur læst sig í eitthvað en hann leysist ekki. Svo náðu þeir að "forða slysi"....hvert ætli slysinu hafi verið forðað? Þarna hefði átt að standa: forðast slys. Það er lágmarkskrafa að þeir sem skrifa í fjölmiðla geti farið þokkalega með íslenskt mál.

Haraldur Bjarnason, 8.11.2009 kl. 14:55

3 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Það stóð víst í fréttinni: "forða meira tjóni" en ekki slysi. Það er jafn vitlaust.

Haraldur Bjarnason, 8.11.2009 kl. 14:57

4 Smámynd: Steingrímur Helgason

Zkyldi eldi zkella niður í undirbyggða húzbíla ?

Steingrímur Helgason, 8.11.2009 kl. 17:13

5 identicon

Það er hreint og beint til skammar hvað ritarar mbl.is eru illa að sér í stafsetningu og réttritun. Sumar fréttir koma í belg og biðu án hauss og hala. Innihaldið týnt...

anna (IP-tala skráð) 8.11.2009 kl. 18:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband