Færsluflokkur: Bloggar

Þeir rjúpnaskytturnar

Það er ágætt að löggan hefur tíma og peninga til að fylgjast með því að rjúpnaskyttur fari að lögum. Mbl ætti líka að hafa tíma og peninga til vera með fréttirnar á þokkalegu íslensku máli: "Lögreglan á Húsavík hafði afskipti af þremur rjúpnaskyttum á Öxarfjarðarheiði í gær. Þeir voru með...."  Rjúpnaskytta er kvenkynsorð og því á að skrifa: Þær voru með.... Svona kynjarugl er því miður mjög algengt í skrifum blaðamanna, sérstaklega íþróttafréttamanna. Þeir fjalla oftar en ekki um lið eða félög og segja svo  þeir í sömu setningu. Dæmi: "Valsliðið var gott. Þeir léku..."  í stað: Það lék...

Takið ykkur á mbl. menn daglega er fullt af villum sem eru barnaskóladæmi í meðferð íslenskunnar. - Dagur íslenskrar tungu er á morgun.


mbl.is Árangursríkt eftirlit úr lofti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Meiri síldarkvóta

Fyrst brælan er að angra síldarsjómenn á Breiðafirði núna þá ætti Jón Bjarnason að nota tímann og þrefalda þann kvóta sem hann gaf út. Hundrað og tuttugu þúsund tonn eru hæfilegur kvóti. Það er síld við Vestmannaeyjar og án efa víðar væri leitað að henni. Sjómenn ganga að henni vísri í Breiðafirðinum og því er hvergi verið að leita. Hafró er eflaust með allt bundið við bryggju og fyrst snillingarnir þar sögðu meira af síld núna í Breiðafirði í fyrra þá er örugglega óhætt að þrefalda það sem gefið hefur verið út. Ekki fer allt flökun og heilfrystingu eins og kemur fram í fréttinni því HB-Grandi ætlar að bræða þau 4.500 tonn sem koma í hlut fyrirtækisins.
mbl.is Vindsperringur á síldarmiðunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skattar koma ekki án atvinnustarfsemi

Sementsverksmiðjan á Akranesi á þegar við vanda að etja. Mikill samdráttur í byggingastarfsemi síðasta árið hefur valdið því að nú eru starfsmenn verksmiðjunnar aðeins í hálfu starfi og slökkt á ofninum fram á vorið. Hjá Sementsverksmiðjunni hefur verið gert átak í að minnka útblástur og í nýju starfsleyfi hennar er gert ráð fyrir að endurvinna ýmsan úrgang í eldsneyti. Verði þessar hugmyndir um skatta á verksmiðjuna að veruleika spyr maður sig hvernig ríkið ætlar að hafa tekjur af sköttum hjá fyrirtækjum sem lögð verða niður. Það þarf atvinnu til að skapa skatta. Það þarf framleiðslu til að standa undir þjóðfélaginu. Sementsverksmiðjan notar innlend hráefni en eldsneytið er enn innflutt, svo verður ekki ef verksmiðjan verður rekin áfram. Er betra fyrir ríkið að láta loka þessu framleiðslufyrirtæki, sem allt í allt skapar yfir hundrað störf, og flytja inn allt sement með tilheyrandi gjaldeyriseyðslu. - Það er ekki víst að Ålborg Portland verði með sementið á afslætti þegar það er orðið eitt á markaðnum. - Ákvarðanir um skattahækkanir þarf að taka í samhengi við raunveruleikann.


mbl.is Nýr kolefnisskattur lokar Sementsverksmiðjunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fært úr einum vasa í annan

Þetta er eftir öðru. Þarna sjá forsvarsmenn ríkisstofnanna sér leik á borði að spara fyrir viðkomandi stofnun en láta ríkið borga samt. Þetta er glöggt dæmi um þá vitleysu sem ríkt hefur í rekstri ríkisstofnana í áratugi. Þar er stöðugt verið að færa á milli vasa innan ríkissjóðs sem borgar alltaf að lokum.
mbl.is Ríkisstofnanir láta Atvinnuleysistryggingarsjóð greiða sparnaðinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvaða mál er þetta slagsmál?

Stöðugt sjást nýjar ambögur í íslensku máli á mbl.is. Það líður ekki sá dagur að ekki sé eitthvert málfarsklúður í fréttunum. Þetta hef ég aldrei séð fyrr, jafnvel ekki á mbl.is: "Lögreglan á Selfossi hafði afskipti af slagsmáli sem braust út" - Ég hef aldrei séð eintölu notaða um slagsmál, eða er þetta eitthvert tungumál sem átt er við þarna eða kannski drykkjarmál. - Mál er að linni mbl.is. Dagur íslenskrar tungu er á mánudag.
mbl.is Slagsmál á Selfossi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gylfi vaknaður

Er Gylfi að vakna eða hvað? Það hefur ekki farið mikið fyrir gagnrýni hans á eitt að neitt að undanförnu, nema þá í samstarfi við Vilhjálm Egilsson. Satt að segja hélt ég að millitekjuhópurinn væri með á milli 200 og 300 þúsund krónur á mánuði. Það er í það minnsta algengt hjá opinberum starfsmönnum, iðnaðarmönnum og fleirum. Þetta er kannski vitleysa en þá hef ég sjálfur bara setið eftir í launaþróuninni. Hins vegar er spurning hvort ekki eigi að setja mörkin við 500 þúsund og hafa skattahlutfallið þar fyrir ofan enn hærra en nú eru hugmyndir um. Er annars nokkuð búið að gefa út endanlega í þessum efnum?


mbl.is Líst afar illa á hugmyndirnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vel haldnir hreppsnefndarmenn

Þeir eru greinilega ekki illa haldnir hreppsnefndarmennirnir í henni Reykjavík. Svo virðist engu skipta hvort þær mæta á fundi eða ekki. Launin fá þeir með skilum. Þeir geta líka talað nokkuð frjálslega í síma án þess að borga fyrir. Þeir geta farið út að borða, lesið Moggann frítt og dundað sér við ýmislegt á kostnað hreppsins enda verða þeir að gera eitthvað við frítímann fyrst þeir mæta ekki á fundi. Einu sinni kölluðust þeir hreppsómagar sem voru á framfæri sveitunga sinna.

Er ekki annars mikið sparnaðarátak í þessum fjölmennasta hreppi landsins núna sökum peningaleysis?


mbl.is Allt að 900 þúsund á mánuði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Búið að reikna án forsenda

Mogginn er þegar búinn að reikna og slá því upp á forsíðu að verðlag hækki um 1% við boðaðar skattahækkanir ríkisstjórnarinnar þrátt fyrir að útfærsla skattahækkananna liggi ekki endanlega fyrir, eins og kom fram hjá Jóhönnu Sigurðardóttur í viðtali við mbl.is í gær. Forsendurnar fyrir þessum útreikningi eru því ekki fyrir hendi. Miðað við stærð fyrirsagnarinnar á forsíðu virðist Moggamönnum þykja þetta eina prósent stórmál. Í fréttinni segir svo að skattar hinna lægst launuðu lækki lítilsháttar, eða um eitt prósentustig. Matið á hlutunum hjá Mogganum er því greinilega misjafnt eftir því hvort hentar pólitíkinni.

Satt að segja reikna ég með mun meiri hækkun verðlags þegar upp verður staðið því hin fáránlega lánskjaravísitala sem við búum við hleypur upp við allt sem fyrirhugað er að gera. Það er eignamönnum til bóta en skuldurum til baga.


mbl.is Verðlagið upp um 1%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Auka þarf atvinnu og þá aukast skatttekjur

Skattahækkanir þarf að fara mjög gætilega í núna eins og ástandið er í þjóðfélaginu. Meðan við Íslendingar búum við hina fáránlegu lánskjaravísitölu, sem byggð er á enn fáránlegri grunni, þá hleypa allar kostnaðarhækkanir lánum fólks upp úr öllu valdi. Verðbólga æðir áfram og varla er von til þess að gengi hækki við þær aðstæður. Hækkun tryggingagjalds kemur illa við mörg lítil og meðalstór fyrirtæki ásamt sveitarfélögum.  Sveitarfélög landsins eru í hópi stærstu vinnuveitenda og því kemur hækkun tryggingagjalds illa niður á þeim. Meginmálið á að vera að koma bankakerfinu í lag þannig að fyrirtækin í landinu eigi aðgang að fjármagni svo atvinna aukist og þar með skatttekjur. Það á ekki að vera meginmarkmið að hækka skatta til að koma til móts við aukið atvinnuleysi. Þarna þarf Samfylkingin að setja bremsu á skattadrauma VG.

Hins vegar má alveg leggja á hátekjuskatt og hækka fjármagnstekjuskatt umtalsvert. Mörg sveitarfélög, sérstaklega þau fámennari, hafa farið illa út úr einkahlutafélagavæðingunni. Eigendur þeirra borga sér ekki laun heldur arð og greiða því aðeins fjármagntekjuskatt og ekkert útsvar til samneyslunnar í sveitarfélaginu sem þeir búa í. Þessu þarf að breyta.


mbl.is Óvíst hvað heimilin þola
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bestu meðmælin

Gat verið að grátkórinn færi af stað. Þessi ummæli Friðriks eru bestu meðmæli sem Jón Bjarnason getur fengið við frumvarp sitt. Jón er eini sjávarútvegsráðherrann í gegnum tíðina sem virðist þora að hreyfa við sægreifunum. 
mbl.is Í beinni andstöðu við fyrri yfirlýsingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband