Færsluflokkur: Bloggar
Varasöm í ljósaskiptum
19.11.2009 | 08:26
Þau geta verið varasöm hreindýrin. Á þessum árstíma og alveg fram á vor eru þau nálægt vegum Sérstaklega þeim vegum sem liggja hátt eins og Fagradal, Háreksstaðaleið, Jökuldalsheiði og á nýja veginum á Fljótsdalsheiði. Vegagerðin á heiður skilið fyrir að merkja varasamar hreindýraslóðir en ástæða til að fara varlega samt, sérstaklega í ljósaskiptum.
Hreindýr í ljósaskiptum á Jökuldalsheiði
![]() |
Varað við hreindýrum á vegum austanlands |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
RÚVAUST lögð niður á 22 ára afmælinu
18.11.2009 | 13:31
Kosturinn við svæðisstöðvar Ríkisútvarpsins hefur verið nálægðin við viðfangsefnin og hlustendur. Það að sameina svæðisstöðvar á Norðurlandi og Austurlandi er því út í hött. Svæðisstöðin á Austurlandi hefur frá því hún hóf útsendingar þann 19. nóvember 1987 sinnt svæðinu frá Hornafirði austur um og norður til Bakkafjarðar. Svo ekki sé talað um allan fréttaflutningin af hálendinu meðan virkjunarframkvæmdir stóðu yfir. Nálægðin hverfur með þessari sameiningu og í raun er verið að leggja stöðina á Austurlandi niður því öllu verður stýrt að norðan. Ég sé ekkert gagn í þessari sameiningu og alveg eins hefði RÚV getað sameinað svæðisstöðina á Austurlandi svæðisstöðinni í Efstaleitinu í Reykjavík.
![]() |
Svæðisútvarpsstöðvar sameinaðar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Nú er Davíð í essinu sínu
18.11.2009 | 08:15
Nú er Davíð í essinu sínu og mbl. líkist æ meir Séð og heyrt. Annars er þetta ágætis myndband og tónlistin góð. Líklega hefur talsvert af pappírspeningunum úr keðjubréfunum farið í þessa veislu eins og margar fleiri. Fleiri skemmtileg myndbönd frá þessum veruleikafirrtu tímum hafa verið að rúlla á netinu. Til dæmis af Davíð að hrópa húrra fyrir Björgúlfunum og mæra þá. Þetta er allt þess virði að horfa á í dag.
Ég er að hugsa um að kaupa Moggann áfram þrátt fyrir að hann rýrni dag frá degi og fréttirnar byggi flestar á getgátum og spádómum. Það er þess virði að fylgjast með þeim fáránleika sem tekið hefur við af fjármálafáránleikanum.
![]() |
Stuð með Baugi í Mónakó |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Spurningamerkið
17.11.2009 | 11:52
Mogganum skal hrósað fyrir að nota spurningamerki á þessa fyrirsögn því gjarnan hefði mátt vera meira um notkun þess að undanförnu. Ekki líður sá dagur að fréttum sé ekki slegið upp, sem byggðar eru á getgátum, minnisblöðum eða hugsanlegum tillögum. Notkun spurningamerkis hefði því átt mjög vel við í fyrisögnum undanfarnar vikur. Batnandi mönnum er best að lifa og vonandi er þessi fyrirsögn til marks um að getgátufréttirnar verði betur afmarkaðar á næstunni.
![]() |
Verður eignarskattur endurvakinn? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ríkið tapar tekjum
17.11.2009 | 11:03
Það skrítna við þennan sparnað ríkisins, eins og svo sem margt annað sem lagt er til í fjárlagafrumvarpi, er að ríkið sparar ekkert. Það hreinlega tapar tekjum í gegnum virðisaukaskatt. Ríkið á að leggja fram helming kostnaðar við þessar veiðar á móti sveitarfélögum en reyndin er sú að ríkið hefur verið að leggja fram um 30%. Vegna þess að stuðningur ríkisins tekur ekki mið af aðstæðum og raunkostnaði. Af heildinni greiða svo refaskyttur virðisaukaskatt sem er yfirleitt hærri upphæð en ríkið greiðir sveitarfélögum. - Þetta hefur verið kallað að henda krónunni og hirða eyrinn.
Ég skil sjónarmið rollubænda en hitt er öllu alvarlegra að ef refnum verður ekki haldið í skefjum þá hefur hann verulega slæm áhrif annarsstaðar í lífríkinu, sérstaklega á fuglalíf. Það er eins með þetta og lífríkið í sjónum. Það þarf að viðhalda jafnvæginu í náttúrunni.
![]() |
Sauðfjárbændur mótmæla niðurskurði til refaveiða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Verður þetta þá loks afgreitt?
16.11.2009 | 22:26
Getur þá verið að þetta Icesave mál verði þá loks afgreitt og stjórnmálamenn geti farið að snúa sér að því sem skiptir máli fyrir þjóðfélagið; endurreisn bankakerfis og atvinnulífs. Ekki veitir af til að afla gjaldeyris til greiðslu skulda óreiðumannanna. Það dugar ekkert að strögla endalaust um þetta sama mál. Lengra verður ekki komist í því og ef við ætlum að vera með í samfélagi þjóða og geta flutt út okkar framleiðsluvörur verðum við að kyngja þessum Icesave samningi, hversu vel eða illa okkur líkar við það. Við eigum einfaldlega ekki annarra kosta völ.
![]() |
Icesave afgreitt út úr nefnd |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Eftir stendur auglýsingin
16.11.2009 | 19:13
![]() |
Vill að bókin verði tekin úr umferð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Aflands þetta og hitt - Orðaskýringu vantar
16.11.2009 | 08:18
Legg til að sauðsvartur almúginn fái smá skýringar á þessum orðum; aflandskrónur og aflandsmarkaður. Dagurinn í dag er helgaður íslenskri tungu og því ekki úr vegi að fá útskýringar á nýyrðum, ekki síst þeim sem snerta viðskipti. Ég veit að verkfræðingar eru með málnefnd sem leggur til fagleg nýyrði og fjallar um þau. Hvernig væri að slíkt yrði líka tekið upp í viðskiptaheiminum.
![]() |
Aflandskrónur ónothæfar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þjóðminjasafnið táknrænn fundarstaður
15.11.2009 | 19:12
![]() |
Ásmundur Einar nýr formaður Heimssýnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Flott fyrir báða
15.11.2009 | 16:55
![]() |
Framboðið kom á óvart |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)