Færsluflokkur: Bloggar

Svona virkar kvótakerfið

Svona virkar bara þetta fáránlega kvótakerfi. Samherjafrændur höfðu áður verið duglegir við að auka kvóta Akureyringa og auðvitað á kostnað annarra byggðarlaga, þó líklega mest með Guggunni frá Ísafirði. Svo kom Guðmundur vinalausi og hann er nú búinn að flytja ÚA kvótann til Reykjavíkur. Þetta gerist víðar. Kvóti Akurnesinga er nú nánast allur kominn til Reykjavíkur en áður höfðu Akurnesingar náð til sín stórum hluta af kvóta Sandgerðinga. - Svona er fáránleikinn í þessu öllu og engin ástæða til að vorkenna Akureyringum frekar en öðrum í þessum efnum.
mbl.is Akureyri hefur tapað mestum kvóta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tengja launahækkanir við það sem gerist hjá ASÍ

Það er ótrúlegt hversu langt út fyrir allt velsæmi þessi pirringur stjórnarandstöðunnar nær. Er ekki kominn tími til að þetta fólk setjist niður og íhugi í hvaða veruleika íslenska þjóðin er? Þau þurfa ekkert endilega að velta sér upp úr því hvers vegna við erum í þessari súpu, því má sleppa. Allur almenningur er að taka á sig launaskerðingar og atvinnumissi. Hvers vegna eiga æðstu embættismennirnir að spila frítt í þessu?

Kjararáð hefur aldrei úrskurðað laun æðstu embættismanna þjóðarinnar í nokkrum takti við þann raunveruleika sem almenningur í landinu hefur horft upp á. Alltaf hafa úrskurðirnir verið langt ofan þess sem gerist almennt. Hvernig væri að breyta nú til og binda laun þeirra sem heyra undir kjararáð við þróun launataxta aðildarfélaga ASÍ? Það er þó raunhæf viðmiðun við allan almenning í landinu.


mbl.is Allt að því lýðskrum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jón og séra Jón

Ríkisstarfsmennirnir Jón og séra Jón búa við sömu götuna. Jón er með 200 þúsund á mánuði og séra Jón 700 þúsund krónur. Þeir eru ríkisstarfsmenn með meðaltalslaun upp á 450 þúsund. Þeir ættu því að hafa það að meðaltali gott. Eða er það ekki?  

Þetta meðaltalsrugl á engan rétt á sér. Nær væri að birta hve margir ríkisstarfsmenn eru með 150-250 þúsund á mánuði og svo framvegis og láta viðmiðun hópanna hlaupa á hundrað þúsund krónum. 


mbl.is Meðallaun ríkisstarfsmanna 458 þúsund á mánuði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

488

Fjögur hundruð áttatíu og átta greiddu atkvæði. - Eru virkilega til svona margir framsóknarmenn í Reykjavík?
mbl.is Einar sigraði Óskar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Börn getin eftir fæðingarorlofi

Það er auðvitað rétt hjá BHM að skerðing fæðingarorlofs sé skref afturábak. En er ekki verið að tala um að lækka hámark bóta úr 350 þúsundum í 300 þúsund? Hve hátt hlutfall BHM félaga er með yfir 300 þúsund í fastalaun á mánuði? - Ég spyr.

Hins vegar eru ummæli Þorgerðar Katrínar í fréttatíma RÚV í morgun, þar sem hún sagði að verið væri að koma aftan að fólki, sem hefði gert ráð fyrir þessum tekjum frá ríkinu.- Augnablik! - Stöldrum við þetta - Heldur Þorgerður Katrín virkilega að fólk stýri barneignum sínum eftir því hvað ríkið ætlar að greiða með því á eftir?

Sem betur fer hefur íslensku þjóðinni fjölgað og það er ekki vegna fæðingarorlofs eða barnabóta. Það er fyrst og fremst af því að við höfum staðið saman í gegnum tíðina, byggt upp öfluga heilbrigðisþjónustu og velferðarkerfi sem tryggt hefur minnsta barnadauða í heimi. Sjálfur fékk ég aldrei fæðingarorlof eins og feður í dag og þá fengu konur tvo mánuði í frí frá störfum og hluta tekna sinna greiddar frá ríkinu eftir því hvar þær unnu.

Svona gróðasjónarmið eins og komu fram hjá Þorgerði Katrínu í morgun á RÚV eru óþolandi fyrir allt það fólk sem getið hefur og fætt börn á Íslandi síðustu áratugi. Börn sem nú eru að taka við. Ég vona að þau hafi ekki sömu hugsun.

Gaman væri að mbl.is birti umæli Þorgerðar á RÚV eða talaði við hana. Hef ekki séð á þetta minnst hér enn.


mbl.is Skerðingu fæðingarorlofs mótmælt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Klíkubræðurnir á toppnum

Þau orð Guðmundar Gunnarssonar formanns Rafiðnaðarsambandsins að þeir Vilhjálmur Birgisson og Aðalsteinn Baldursson séu einangraðir í verkalýðshreyfingunni eru með eindæmum bull. Þeir Vilhjálmur og Aðalsteinn eru hins vegar einangraðir utan stjórnarklíku verkalýðshreyfingarinnar. Kannski er það vegna þess að þeir eru í tengslum við sína umbjóðendur. Þeir eru hluti af hópnum en ekki einhverjir hálaunaklíkukarlar í fílabeinsturnum. Báðir þessir menn hafa sýnt frumkvæði í baráttu fyrir bættum kjörum og skemmst er að minnast baráttu þeirra gegn því að launafólk fengi ekki umsamdar kjarabætur í upphafi árs og baráttu Vilhjálms við gróðafyrirtæki sem ætluðu sér að greiða út arð á sama tíma og ekki var hægt að greiða launafólki umsamdar kjarabætur.

Ekki man ég hver sagði það að tillaga Vilhjálms og félaga hans á árfundi ASÍ um að félagar í lífeyrissjóðunum kysu stjórnarmenn beinni kosningu gæti ekki gengið því þá væri hætta á því að verkalýðshreyfingin tapaði sínum mönnum úr stjórnunum. Þau orð lýsa því sem um er að vera. Klíkan á toppnum vill verja sína menn en þeirra menn eru ekki fólkið í félögunum heldur klíkubræðurnir á toppnum.


mbl.is Einangraðir frá klíkunni en ekki félagsmönnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nafnlausir heimildamenn

Mynd 511363 "Sérfræðingar sem Morgunblaðið hefur leitað til eru sammála um"  Já þannig er þetta. Enn er Mogginn í getgátum og "fréttir" byggðar á einhverjum ímynduðum heimildum. Hvernig getur þetta blað verið trúverðugt í dag? Endalausir nafnlausir heimildamenn.
mbl.is Samkomulag um lækkun gengisins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gott mál

  • Það hefur verið vitað í mörg ár að þorskstofninn væri sterkari en Hafró hefur gefið út. Ánægjulegt er til að vita að forsvarsmenn  LÍÚ skuli líka átta sig á þessu núna. Nú þarf að veiða miklu meira en leyft hefur verið svo þessi 2008 stofn eigi einhverja möguleika aðra en að drepast úr sulti.

mbl.is Ánægjuleg tíðindi varðandi þorskinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú þarf að veiða meira

Það er gott til þess að vita að Hafró skuli loks hafa fundið þorskseiði. Til að þau dafni og verði stór þarf að veiða meira. Þorskstofninn er þegar svo stór að hann sveltur á vissum stöðum. Nú þarf Hafró að láta af lengdarmælingum og einbeita sér að aldursmælingum. Það er ekkert eðlilegt við það að 5-10 ára þorskur sé undir 60 sentimetra langur en samt kynþroska.
mbl.is Veiðisamdráttur skilar árangri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki allir blankir

Gott mál. Þá eru ekki allir blankir.
mbl.is 38,5% hafa afþakkað greiðslujöfnun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband