Auka þarf atvinnu og þá aukast skatttekjur

Skattahækkanir þarf að fara mjög gætilega í núna eins og ástandið er í þjóðfélaginu. Meðan við Íslendingar búum við hina fáránlegu lánskjaravísitölu, sem byggð er á enn fáránlegri grunni, þá hleypa allar kostnaðarhækkanir lánum fólks upp úr öllu valdi. Verðbólga æðir áfram og varla er von til þess að gengi hækki við þær aðstæður. Hækkun tryggingagjalds kemur illa við mörg lítil og meðalstór fyrirtæki ásamt sveitarfélögum.  Sveitarfélög landsins eru í hópi stærstu vinnuveitenda og því kemur hækkun tryggingagjalds illa niður á þeim. Meginmálið á að vera að koma bankakerfinu í lag þannig að fyrirtækin í landinu eigi aðgang að fjármagni svo atvinna aukist og þar með skatttekjur. Það á ekki að vera meginmarkmið að hækka skatta til að koma til móts við aukið atvinnuleysi. Þarna þarf Samfylkingin að setja bremsu á skattadrauma VG.

Hins vegar má alveg leggja á hátekjuskatt og hækka fjármagnstekjuskatt umtalsvert. Mörg sveitarfélög, sérstaklega þau fámennari, hafa farið illa út úr einkahlutafélagavæðingunni. Eigendur þeirra borga sér ekki laun heldur arð og greiða því aðeins fjármagntekjuskatt og ekkert útsvar til samneyslunnar í sveitarfélaginu sem þeir búa í. Þessu þarf að breyta.


mbl.is Óvíst hvað heimilin þola
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband