Þeir rjúpnaskytturnar

Það er ágætt að löggan hefur tíma og peninga til að fylgjast með því að rjúpnaskyttur fari að lögum. Mbl ætti líka að hafa tíma og peninga til vera með fréttirnar á þokkalegu íslensku máli: "Lögreglan á Húsavík hafði afskipti af þremur rjúpnaskyttum á Öxarfjarðarheiði í gær. Þeir voru með...."  Rjúpnaskytta er kvenkynsorð og því á að skrifa: Þær voru með.... Svona kynjarugl er því miður mjög algengt í skrifum blaðamanna, sérstaklega íþróttafréttamanna. Þeir fjalla oftar en ekki um lið eða félög og segja svo  þeir í sömu setningu. Dæmi: "Valsliðið var gott. Þeir léku..."  í stað: Það lék...

Takið ykkur á mbl. menn daglega er fullt af villum sem eru barnaskóladæmi í meðferð íslenskunnar. - Dagur íslenskrar tungu er á morgun.


mbl.is Árangursríkt eftirlit úr lofti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhanna Hafliðadóttir

Veistu ég held meira að segja að félagi Broddi hafi gert þetta í kvöld.  Hann las  "Rjúpnaskytta fótbrotnaði við Hungurfit á Rangárvallaafrétti síðdegis í dag. Að sögn lögreglu var hann á ferð ... " - svo bregðast krosstré o.s.frv.

Jóhanna Hafliðadóttir, 15.11.2009 kl. 23:09

2 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Hedurðu að þú hafir bara ekki heyrt vitlaust Jóhanna. Trúi þessu varla upp á félaga Brodda. Ef svo er hefur hann lesið þetta vélrænt frá einhverjum öðrum. Menn eiga líka að passa sig á texta sem kemur beint frá löggunni. Yfirleitt er þar fullt af ambögum, svo ekki sé talað um allan "aðilana" sem löggan er að fást við.

Haraldur Bjarnason, 16.11.2009 kl. 08:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband