Færsluflokkur: Bloggar

Geðþóttaákvarðanir

Svo virðist sem starfsmenn ríkisbankanna vinni ekki eftir neinum ákveðnum reglum. Nú er erfitt fyrir almenning að leggja dóm á einstök mál en miðað við fréttaflutning að undanförnu þá virðast geðþóttaákvarðanir einstakra bankamanna ráða því hvaða fyritæki fá að lifa og hvaða eigendur fyrirtækja fá áfram að koma nálægt stjórn þeirra.
mbl.is Segja bankann keyra lífvænlegt fyrirtæki í þrot
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Noregsferðir kosta sitt

Það kostar nú sitt að ferðast. Einhversstaðar verður karlgreyið að ná í peninga fyrir Noregsferðunum og ekki situr hann fundi meðan hann er Noregi.
mbl.is Mæting Sigmundar Davíðs gagnrýnd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

....og hvað með það?

..og hvað með það? Get ekki séð meiri hættu frá Rússum en öðrum þjóðum. Blessaðar vinaþjóðirnar hafa nú ekki verið par góðar við okkur upp á síðkastið. Kannski við biðjum Breta og Hollendinga að verja okkur gegn "vondu" Rússunum. Mogginn hefur verið að hoppa aftur í tímann í fréttaflutningi af pólitík að undanförnu og nú er hann kominn alla leið í kalda stríðið.
mbl.is Rjúfi Rússar lofthelgi er engin viðbragðsáætlun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þarna er stóriðja til framtíðar

Það er ótrúlegt að garðyrkjubændur hér á landi þurfi að sjá sig knúna til mótmæla vegna hás raforkuverðs. Á sama tíma og við erum að gefa útlendum auðhringum orkuna. Þarna er tækifæri fyrir Íslendinga að koma á fót grænni og umhverfisvænni stóriðju. Hvaða rök eru fyrir því að garðyrkjubændur, sem nota mikið rafmagn, þurfi að greiða hærra verð fyrir það en íbúar í þéttbýli, jafnvel þótt einstaka bóndi noti meiri orku en heilu þorpin?

Það marg borgar sig fyrir íslenskt þjóðfélag að lækka raforkuverð til garðyrkjubænda og auðvelda þeim að stækka bú sín. Þarna er framtíðarútflutningsgrein fyrir okkur Íslendinga. Við getum ræktað nánast hvað sem er í gróðurhúsum hér með aðstoð allrar þeirrar orku sem til er í landinu. 

Stjórnmálamenn! Hættið nú að einblína á málmbræðslur sem einu orkufreku stóriðjuna.


mbl.is Garðyrkjubændur mótmæla í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað þá?

Vantar ekki inn þetta hjá Lilju svör við því hvað hægt er að gera í staðinn ef þetta margumtalaða Icesave frumvarp verður ekki samþykkt? Hefur þessi ágæti hagfræðingur svör við því hvernig eylandið Ísland á að bjarga sér eitt og sér í heiminum án fjármálalegra tengsla við næstu nágranna og helstu viðskiptaríki. Það er augljóst að ekki fáum við fyrirgreiðslu frá AGS, ekki frá Norðurlöndunum og allar líkur eru á að öll Evrópusambandsríkin haldi okkur úti kuldanum með viðskipti og fyrirgreiðslu.

Allt í lagi Lilja. Við samþykkjum ekki Icesave en hvaða leiðir eru okkar færar þá? - Því þarftu að svara.


mbl.is Getur ekki samþykkt Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Úbbs!

Úbbs!! .......skammtímaminnið þrotið hjá þjóðinni líka....veit ekki á gott.
mbl.is Fylgi Sjálfstæðisflokks eykst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stýrivextina niður núna

Er þá ekki kominn tími til að lækka stýrivextina svo um munar. Þeir hafa hvort sem er aldrei virkað í vísitölutryggðu íslensku hagkerfi á sama hátt og þeir gera í venjulegum hagkerfum þjóða. Nú er tími til að fara með stýrivextina niður og það verulega.
mbl.is Afnám gjaldeyrishafta hafið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bölvað rugl

Hvaða bölvað rugl er þetta í löggumönnum á Austurlandi. Þeir hafa ekkert með svona stórhættulegt ofbeldistæki að gera frekar en aðrar löggur. Það er marg búið að sýna sig að misjafn sauður eru í mörgu fé lögregluþjóna þót þeirra á meðal séu margir sem treystandi er fyrir svona tóli þá eru því miður alltof margir í lögreglustétt sem ekki er treystandi fyrir að meðhöndla svona græju. Kærumál á hendur lögreglu undanfarið sýna það. Notið bara gömlu aðferðina sem löngum hefur reynst góðlegum löggum landbyggðarinnar vel: Talið fólk til.
mbl.is Lögreglan á Austurlandi vill líka fá Taser valdbeitingartæki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Auðvitað á að meta allt á einu bretti

Ég get ekki með nokkru móti skilið hvers vegna heildarpakkinn er ekki metin saman. Það verður ekkert álver án raflína og engin þörf fyrir raflínu án álvers. Þetta er allt einn og sami pakkinn og því á að meta umhverfisáhrifin af þessu öllu á einu brettu. Þar skiptir engu afstaða til álvers í Helguvík sem mér finnst að eigi að klára fyrst leyfi hafa verið veitt til að byrja á því. Það er ekki hægt að koma endalaust aftan að þeim sem hafa gert samninga hér á landi.
mbl.is Kæra ákvörðun um Suðvesturlínu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hógværir sægreifar

Þeir eru alltof hógværir sægreifarnir hjá LÍU. Það ætti að auka þorkksvótann strax um 50-100 þúsund tonn. Það eru engin rök til gegn því. Ef makríll verður kvótasettur þarf að gera það út frá einhverjum öðrum forsendum en gert hefur verið þegar nýjar tegundir hafa verið kvótasettar. Ef sama aðferðin verður notuð við kvótasetningu þá fá örfá ryksuguskip allan kvótann. Það þarf að tryggja sjávarbyggðum landsins og smábátum hlutdeild í makrílnum enda gengur hann upp í fjörur víða við Vestuland.
mbl.is Vilja veiða loðnu og meiri þorsk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband