....og hvað með það?

..og hvað með það? Get ekki séð meiri hættu frá Rússum en öðrum þjóðum. Blessaðar vinaþjóðirnar hafa nú ekki verið par góðar við okkur upp á síðkastið. Kannski við biðjum Breta og Hollendinga að verja okkur gegn "vondu" Rússunum. Mogginn hefur verið að hoppa aftur í tímann í fréttaflutningi af pólitík að undanförnu og nú er hann kominn alla leið í kalda stríðið.
mbl.is Rjúfi Rússar lofthelgi er engin viðbragðsáætlun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Fyrsta regla í öllum herfræðum, íslenskum meðtalið, er að fjalla ekki opinberlega um getu og galla í egin varnarkerfi. Þótt ég sé ekki langherskólagenginn, var það þó það fyrsta sem kennt var, að þegja um innri starfsemi. Lærið það í Utanríkisráðuneyti og Varnamáladeild.

Guðmundur Jónsson, 4.11.2009 kl. 07:37

2 identicon

Ég þykist nú vita að leyniþjónustur allra ríkja sem eru í kringum okkur þ.m.t. Rússa, viti sennilega betur en Íslendingar hvernig staðan er hér í varnarmálum. Í stað þess að vera með sýndar-loftrýmisgæslu í nokkrar vikur á ári hefði verið nær að semja við nágranna okkar t.d. í Noregi eða Bretlandi um að geta brugðist við ef landinu telst ógnað þ.e.a.s. ef þörf væri á. Ég sé hins vegar ekkert að því þó Rússar fljúgi í kringum þetta sker okkar. Þeir virðast í það minnsta hafa meiri áhuga á okkur en "vinir okkar í vestri".

Guðmundur (IP-tala skráð) 4.11.2009 kl. 08:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband