Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2010
Hjartalaga rauð ljós líka
12.8.2010 | 21:07
Hraðahindranir í Grímsey | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ungir framsóknarmenn
11.8.2010 | 21:19
Satt að segja hélt ég að ungir bændur hefðu meiri metnað en þetta. Jón Bjarnason lendir í sömu vandræðunum með kvótakerfi í landbúnaði og sjávarútvegi. Munurinn er bara sá að hann vill halda því í landbúnaði en ekki í sjávarútvegi. Þessi framsóknarmennska hans háir honum núna. Burt með hverskonar kvótakerfi. Auðlindir í eigu þjóðarinnar og svo geta þeir sem eigu framleiðslutækin framleitt eins og þeir vilja. Hvort sem menn eiga skip eða kýr.
Framsóknarmennskan er liðin tíð. Hún át börnin sín, kaupfélögin, bændur, sjómenn og gamla sambandið. Það gerðist líka í Sovét sáluga.
Ungir bændur fagna frumvarpi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Auðvitað tökum við þetta stríð
11.8.2010 | 16:48
Spáir makrílstríði" við ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fjölga hraðamyndavélum
11.8.2010 | 16:44
Kaupa hraðamyndavélar í jarðgöng | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Hvað er svona hættulegt við það?
7.8.2010 | 15:03
Hvers vegna þetta stress núna þótt einhverjir útlendingar eigi stóran hlut í sjávarútvegsfyrirtæki? Það hefur tíðkast alla tíð. Ég man t.d. ekki betur en að olíufélög hafi verið stórir eigendur sjávarútvegsfyrirtækja á níunda áratugnum. Þessi sömu olíufélög voru þá að stórum hluta í eigu útlendinga. Þannig átti BP stóran hlut í Olís sem aftur átti stóran hlut í Síldavinnslunni svo dæmi séu tekin. Stóriðjufyrirtækin hér á landi eru að nýta aðra auðlind sem er orkan og þau eru í eigu útlendinga. Því er ekkert hættulegra að útlendingar eigi sjávarútvegsfyrirtæki.
Það sem þarf að tryggja er að þjóðin hafi vald yfir auðlindinni sjálfri og leigi síðan sjávarútvegsfyrirtækjunum kvótann. Kerfið eins og það er núna gerir það ekki og því fá útlendingar ókeypis aðgang að auðlindinni í hafinu.
Vill vita hver eigi Storm Seafood | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Jón bóndi tekur á málum
6.8.2010 | 11:55
Skylt að starfa saman við að vernda makrílstofninn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sammála LÍÚ
6.8.2010 | 11:06
Ýmislegt getur gerst og meira að segja það að maður verði sammála LÍÚ. Þetta er allt hárrétt sem segir í yfirlýsingunni og auðvitað ætti utanríkisráðherra að árétta þetta líka við Norðmenn og ESB.
Sendu yfirlýsingu til erlendra miðla | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Heil króna. Til hamingju!
5.8.2010 | 16:38
Skeljungur hækkaði - N1 lækkaði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Formaður LÍÚ að átta sig
5.8.2010 | 11:24
Mér sýnist Addi einfaldlega vera að átta sig á því að það þarf að ræða málin til að vita hvort ESB aðild er fýsilegur kostur eða ekki. Síðan verða spilin auðvitað lögð á borðið fyrir þjóðina og hún ákveður framhaldið.
Útgerðarmenn hafa barist fyrir því að komast að samningaborði við ESB og Norðmenn vegna makrílveiða og áður vegna síldveiða. Þrákelkni Norðmanna og ESB í þeim málum er óskiljanleg, en er þetta svolítið keimlíkt því sem andstæðingar aðildaviðræðna við ESB boða? Það má ekki ræða málin.
Svo eru nú íslenskar útgerðir með starfsemi í öðrum löndum. T.d. er Samherji með stóran hluta starfsemi sinnar og útgerð annarsstaðar í Evrópu og íslenskar útgerðir gera upp ársreikninga í Evrum. Tvískinnungur LÍÚ hefur því verið algjör í þessum málum, sem og svo mörgum öðrum eins og með frelsið til að veiða útshafsrækjuna og úthlutunina á skötuselskvótanum.
Það er ekki bæði sleppt og haldið Addi!
Verðum að reyna að ná góðum samningi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Afturkalla strax veiðiheimildir Norðmanna
5.8.2010 | 10:06
Er ekki, í ljósi þess sem Norðmenn gera núna, eðlilegt að afturkalla loðnuveiðiheimildir þeirra í íslenskri lögsögu og það strax?
ESB og Norðmenn hafa ekki viljað semja við Íslendinga um makrílinn á þeirri forsendu að sá fiskur gangi ekki inn í íslenska lögsögu. Hvaða fisk eru þjóðirnar þá að tala um?
Þetta er nákvæmlega sama staða og uppi var um vorgotssíldina fyrir nokkrum árum. Norðmenn hafa alltaf verið Íslendingum verstir í samningamálum.
Ekkert nýtt við hótanir Norðmanna og ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)