Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2010
RÚV er ekki lengur útvarp allra landsmanna
5.8.2010 | 08:25
Ríksútvarpið stendur engan veginn undir hlutverki sínu sem útvarp allra landsmanna eftir að misvitrir stjórnendur þar ákváðu að leggja niður svæðisútvörpin. Þett gerðu þeir undir yfirskyni sparnaðar en ekkert hefur hins vegar sparast við þetta. Það sem gerst hefur er minni þjónusta við landsmenn jafnt í þéttbýlustu byggðum sem þeim fámennu.
Nú hyggst ríkið skera enn frekar niður og þá nota þessir misvitru stjórnendur RÚV örugglega tækifærið og skera niður þar sem síst skyldi eins og í fyrra tilfellinu. Þetta gera þeir í þeirri von að stjórnvöld hætti við niðurskurð. Þeir reyna að setja pressu á stjórnvöld með því að skera niður sérstöðuna sem RÚV hefur og skyldurnar við landsmenn.
Besti sparnaðurinn hjá RÚV væri að skera niður yfirstjórnina. Stokka algerlega upp á toppnum í Efstaleitinu. Að öðrum kosti er hreinlegast að leggja RÚV niður.
Sorglegt fyrir fjöregg þjóðarinnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Eitur er eitur og á ekki að nota á gróður
4.8.2010 | 20:04
Hvernig datt mönnum eiginlega í hug að nota eitur á grónum svæðum? Eitur er eitur og á ekki nota á gróður. Það drepur allt í kringum sig bæði plöntur og skordýr og veldur þannig miklu tjóni. Skammsýni hefur oftar en ekki orðið til þess að menn nota eitur á gróður.
Þótt lúpínan hafi á sumum stöðum breiðst of mikið út má ekki fara offari í að hefta útbreiðslu hennar. Ekki mega menn heldur gleyma því að hún hefur víða gert gagn.
Ekki auðvelt að eyða lúpínu með eitri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þjóðvegur 1 er í gegnum Borgarnes
3.8.2010 | 07:43
Svolítið sláandi fyrirsögn en lesendur verða að gera sér grein fyrir að þjóðvegur nr. 1 liggur í gegnum Borgarnes og lögreglan í Borgarnesi hefur staðið sig vel í að stöðva fíkniefnaflutning milli landshluta enda í góðu sambandi við lögregluembætti sunnan og norðan við sig.
Ég er alveg viss um að þessi fíkniefnamál, sem upp komu í umdæmi Borgarneslöggunnar, tengjast á engan hátt unglingalandsmóti UMFÍ sem var þar um helgina og 12.000 manns sóttu. Þess vegna er engin ástæða til að spyrða saman fíkniefnamálin og unglingalandsmótið.
Mest tekið í Borgarfirði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Kassalaga ferlíki
3.8.2010 | 07:36
Prinsessan siglir út sundin með 4.500 manns um borð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)