Formaður LÍÚ að átta sig

Mér sýnist Addi einfaldlega vera að átta sig á því að það þarf að ræða málin til að vita hvort ESB aðild er fýsilegur kostur eða ekki. Síðan verða spilin auðvitað lögð á borðið fyrir þjóðina og hún ákveður framhaldið.

Útgerðarmenn hafa barist fyrir því að komast að samningaborði við ESB og Norðmenn vegna makrílveiða og áður vegna síldveiða. Þrákelkni Norðmanna og ESB í þeim málum er óskiljanleg, en er þetta svolítið keimlíkt því sem andstæðingar aðildaviðræðna við ESB boða? Það má ekki ræða málin.

Svo eru nú íslenskar útgerðir með starfsemi í öðrum löndum. T.d. er Samherji með stóran hluta starfsemi sinnar og útgerð annarsstaðar í Evrópu og íslenskar útgerðir gera upp ársreikninga í Evrum. Tvískinnungur LÍÚ hefur því verið algjör í þessum málum, sem og svo mörgum öðrum eins og með frelsið til að veiða útshafsrækjuna og úthlutunina á skötuselskvótanum.

Það er ekki bæði sleppt og haldið Addi!


mbl.is „Verðum að reyna að ná góðum samningi“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Við vitum það nú þegar að ESB er EKKI vænlegur kostur fyrir Ísland, stækkunarstjóri sambandsins sagði það alveg hreint út að það yrðu ENGAR sérívilnanir fyrir Ísland.

Jóhann Elíasson, 5.8.2010 kl. 14:31

2 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Jói. ESB er vænlegur kostur fyrir Ísland. Spurðu Samherjamenn. Þeir hafa notið góðs af og voru t.d. núna að flagga Kristínu inn til Íslands (fyrrum Engey). Þurftu ekkert nema mála EA-410 á hana því nafnið hentar út um alla Evrópu. Við vitum ekkert hvað bíður okkar með ESB aðild ennþá. Eflaust verða einhverjar athugasemdir gerðar við "kvótaeignina" og það er það sem LÍÚ hefur óttast hingað til. Hins vegar eigum við okkar landhelgi og þangað fer enginn nema með okkar leyfi frekar en annarsstaðar. Fiskimiðin eru hér og hingað sæklir nú fiskur í auknum mæli. Hafró er hins vegar höfuðverkurinn og miklu verra batterí en nokkurt ESB batterí.

Haraldur Bjarnason, 5.8.2010 kl. 15:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband