Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2010

Gengur hægt að stokka upp

Það hefur einfaldleg gengið of hægt að stokka upp í embættiskerfi framsóknar og íhalds sem hefur stýrt öllu hér og stjórnað í áratugi. Þar ráða bittlingaþurfalingar ríkisins.

Þess vegna eru ráðamenn þjóðarinnar leyndir ýmsu því sem máli skiptir. Davíð brosir svo og birtir það sem kallað er fréttir í Mogganum.


mbl.is Krafðist skýringa frá Seðlabankanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fimmtugasti þúsundasti farþeginn

50. þúsundasti farþeginn Þegar punktur kemur á eftir tölustaf ber að lesa þá tölu sem raðtölu. Samkvæmt þessari fyrirsögn er þetta því fimmtugasti þúsundasti farþeginn með Herjólfi milli Landeyjahafnar og Heimaeyjar. - Það hljómar ekki eins vel og fimmtíuþúsundasti eins og raunar kemur fram í upphafi fréttar.
mbl.is 50 þúsundasti farþeginn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kannabisplöntur á Þingvöllum?

Ætli þess verði þá langt að bíða að kannabisplöntur fari að vaxa á Þingvöllum? Miðað við fréttir um hvar sunnlenskir rotþróahreinsunarmenn losa úrganginn þá má alveg eins eiga von á því ef mikið af þessum efnum er losað í klósettin á svæðinu.
mbl.is Reyndi að sturta maríjúana í klósettið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þornar hún þá ekki upp?

Mörgum laxinum hefur verið landað úr Flekkudalsá í gegnum tíðina og sjálfur hef ég landað þeim allnokkrum þar. Nú virðist eiga að landa ánni sjálfri sem er nú heldur mikið og hlýtur að þýða að þurrka eigi upp ána. Eftir það verður nú lítið um laxinn þar í þessu frábæra umhverfi sem er við Flekkuna. Svona misnotkun orða, eins og að landa heilli á, er fáránleg.

Annars verður söknuður af Flekkudalsánni en þar hafa Akurnesingar veitt frá því snemma á sjöunda áratug síðustu aldar. Ég man eftir mörgum ferðum þangað til veiða sem krakki og unglingur og góðum samskiptum veiðimanna úr Stangveiðifélagi Akraness við landeigendur við ánna. Nú eru þeir ágætu menn flestir farnir til feðra sinna og aðrir teknir við. Sama var með Haukadalsána í Dölum. Þar veiddu Skagamenn lengi en misstu hana svo í hendur útlendinga sem buðu betur.


mbl.is Svisslendingur væntanlega að landa Flekkudalsá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Oftar en ekki of stutt bil milli bíla

Hef oft undrast það hve ökumenn eru með stutt bil milli bíla í þéttri umferð á þjóðvegunum. Það þarf ekki mikið út af að bregða til að óhapp verði þegar of þétt er ekið.

Stundum hvarflar að manni að bílstjórar haldi að þeir verði fyrr á ferðinni með því að vera alveg ofan í næsta bíl. Þeir óþolinmóðustu þola heldur ekki að hafa bíl á undan sér og stunda framúrakstur í nokkurskonar svigi í þéttri umferð. Þeir þurfa því oft að troðast inn á milli og þá þéttist röðin. Þessir sömu eru svo oftar en ekki við hliðina á manni við fyrstu gatnamót þegar í þéttbýli er komið.


mbl.is Þrír bílar í óhappi á Vesturlandsvegi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Merkilegt

Merkilegt að Hafró skuli hafa upgötvað þetta. Allir þeir sem stunda sjó og lika þeir sem búa við sjávarsíðuna hafa vitað þetta í eitt til tvö ár. Hafró á eftir að uppgötva fleiri fiska, sem allir vita af, í miklum mæli hér við land. Þar má nefna skötusel, þorsk og síld.
mbl.is Útbreiðsla makríls hefur aukist
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú skutu þeir sig í fótinn

Nú skutu þeir sig í fótinn. Þegar menn sem heyja launabaráttu undir því yfirskini að þeir séu lykilmenn í öryggisþjónustu almennings beita þann sama almenning ofbeldi, eins virðist hafa verið gert þarna, þá missa þeir samúð almennings og verða ótrúverðugir.
mbl.is Húsavíkurfluginu frestað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Villi stingur á kýlin

Hárrétt hjá Villa. Hann stingur á kýlin innan verkalýðsforystunnar og hefur fyrir vikið ekki átt upp á pallborðið hjá ofurlaunaaðlinum í verkalýðshreyfingunni og lífeyrissjóðunum.
mbl.is Gagnrýnir fyrrum sparisjóðsstjóra harkalega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað með aðra flugvelli?

Ef þessir slökkviliðsmenn eru svona ómissandi öryggisþáttur í fluginu. Hvers vegna er þá hægt að fljúga á alla aðra áætlunarstaði  en Akureyri innanlands. Samkvæmt þeirra skilgreiningu hljóta allir flugfarþegar til allra annarra staða að vera í stórhættu.

Ég bara spyr.


mbl.is Hleypa farþegum ekki út
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er þetta rétt?

Trúi ekki að sú sé raunin með þessu frumvarpi að Jón ætli að setja fótinn fyrir nýsköpun í landbúnaði í sínu eigin kjördæmi og það hjá samflokksmanni sínum í Dölunum eins og fram kemur í fréttinni: Erpsstaðir, sem framleiða ís, skyr og osta, framleiða nú þegar úr um 20-30.000 lítrum og áætla að þegar fullt skrið sé komið á framleiðslu verði um að ræða 30 - 40.000 lítra framleiðslu, og þá sé ekki talið með öll sú mjólk sem fer í vöruþróun.

Trúi hreinlega ekki að þetta sé rétt.


mbl.is Telja mjólkurfrumvarp hindra nýsköpun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband