Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2010

Græðgi sem kemur niður á ferðaþjónustunni

Það er nánast orðið óhugsandi fyrir Íslending að kaupa mat eða þjónustu á þeim stöðum sem ferðamenn sækja helst. Gömlu góðu vegasjoppurnar eru það eina sem blífur. Ferðaþjónustufólk er búið að verðleggja allt svo hátt að kaupmáttur Íslendinga leyfir engan munað á ferðalögum. Mörg dæmi þar um hef ég rekist á í sumar en líka dæmi um tilboðsverð fyrir Íslendinga, sem er ágætt, en skrítið samt. Gengisþróunin hefur verið ferðaþjónustunni hagstæð síðustu ár og það átt að nægja. Hækkanirnar eru græðgi sem kemur niður á ferðaþjónustunni því útlendingum fer að ofbjóða líka.
mbl.is Kaupmáttur útlendinga hækkar verð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Enga yfirvinnu

Rétt hjá Óla sérstaka. Enginn ástæða til að splæsa yfirvinnu á þennan náunga. Það eru nægar leiðir til að ná utan um þetta og nógur tími.
mbl.is Yfirheyrslu lokið í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Framfarir í Reykjavíkurhreppi

Gott hjá hreppsráðinu í Reykjavíkurhreppi. Þetta eru framfarir og það mætti halda áfram á sömu braut. Austurstræti, Aðalstræti, Pósthússtræti, Lækjargata að hluta og Bankastræti og Skólavörðustígur mættu vera í þessum pakka líka.

Svo þarf að taka upp klukkukerfi eins og er á Akureyri og á Norðurlöndunum í stað stöðumæla í nærliggjandi götum og hafa ókeypis í sérstakan miðbæjarstrætó, sem knúinn yrði vetni eða rafmagni. Þá fyrst yrði líft fyrir mengun á heitum og stilltum dögum á þessum slóðum.


mbl.is Hafnarstræti lokað fyrir bílum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Grunaði ýmislegt en.....

Mig grunaði svo sem að þessir tölvuleikir hefðu ekki of góð áhrif á fólk. En að karlar yrðu alveg tómir af þessari iðju hvarflaði ekki að mér. En fyrirsögnin segir allt sem segja þarf.
mbl.is Tómir karlar á tölvuleikjamóti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eðlileg viðbrögð ferðamanna við okri

Auðvitað eyða ferðamenn minna á Íslandi núna. Það er vegna þess að íslensk ferðaþjónustufyrirtæki eru að okra á þeim. Þau létu sér ekki nægja hagstætt gengi heldur hækkuðu verðið líka í sumar og verð fyrir mat, gistingu og afþreyingu á Íslandi þetta sumarið er hreint okur.

Ef fólk í ferðaþjónustunni hefði kunnað sér hóf væri staðan önnur í dag. Þetta eru eðlileg viðbrögð ferðamanna við okrinu.


mbl.is Ferðamenn virðast eyða minna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sögðu þeir kónginum frá makrílnum?

Ætli þeir hafi sagt kónginum frá því að makríllinn væri allur kominn í íslenska lögsögu og því þýði ekkert fyrir Norðmenn að setja sig á háan hest hvað varðar þann fisk lengur frekar en vorgotssíldina sem þeir hafa alltaf haldið fram að gengi ekki inn í íslenska lögsögu.
mbl.is Noregskonungur á sjávarútvegssýningu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvalveiðarnar skapa mikla atvinnu

Hér á Akranesi hafa um 50 manns haft vinnu við að verka kjötið á vöktum allan sólarhringinn í sumar. Það munar um minna í atvinnuleysinu. Þá er ótalinn sá fjöldi sem vinnur í hvalstöðinni í Hvalfirði og á skipunum. Svo er hópur iðnaðarmanna og annarra að þjónusta þessa starfsemi auk þess sem verslanir hér njóta góðs af.

Hvalveiðarnar eru því hið besta mál auk þess sem þær gera gagn fyrir lífríkið í hafinu. Hvort Kristján nær að selja allar afurði eða ekki er hans mál. Hann væri ekki að halda þessari starfsemi úti ár eftir ár nema hafa eitthvað upp úr því.


mbl.is Hvalveiðar hafa gengið mjög vel
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Palli er einn í heiminum

Þessi orð Páls Magnússonar eru í takt við hugsunarhátt hans og þeirra sem stjórna þarna. Það er auðvitað einfaldast að skera niður dagskrána og láta RÚV vera einhverskonar vídeóleigu. Starfsmennirnir verða svo bara í rólegheitum í góðu yfirlæti og hafa ekkert að gera. Þá sleppur Palli við skammir vegna uppsagna.

Auðvitað hlýtur minni dagskrá að þurfa færri starfsmenn. Það er hins vegar ekki það sem við viljum sem njótum dagskrár RÚV. Við viljum dagskrá en ekki einhverja vídeóleigu. Til þess þarf starfsmenn og peninga. Þeim peningum má með góðum hætti deila mun betur en gert er í dag.

Hvað rökstyður til dæmis ofurlaun útvarpsstjóra umfram aðra starfsmenn? - Palli er greinilega einn í heiminum og gerir sér ekki grein fyrir að hann stjórnar almannaútvarpi. Hvorki hann né aðrir stjórnendur þar vita til hvers þeir eru. Þeir halda sig vera í samkeppni en svo er ekki því RÚV er fyrir þjóðina. Þar er sérstaða þess.


mbl.is Engar uppsagnir á RÚV
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ástæða til að fara varlega

Erum við ekki komin á svolítið vafasama braut ef kaldastríðsórar Björns Bjarnasonar um einhverskonar leyniþjónustu verða að veruleika? Hætt er við að í þessu litla samfélagi verði ekki öllum treystandi til að fara með það vald sem þeim verður gefið í þessum efnum.

Það er ástæða til að fara varlega í þetta og ég held að Rögnu dómsmálaráðherra sé vel treystandi til þess.


mbl.is „Leyniþjónusta“ enn upp á yfirborðið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stjórnarráðsbyggingin?

Er ekki bara betra að halda sig við að kalla þetta ágæta hús stjórnarráðshúsið eins og er í fyrirsögn en ekki stjórnarráðsbygginguna eins og gert er í fréttinni og myndartexta. Stjórnarráðshúsið, eða bara stjórnarráðið, hefur þetta gamla tugthús verið kallað frá því það fékk núverandi hlutverk.
mbl.is Mótmæltu við stjórnarráðshúsið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband