Ástæða til að fara varlega

Erum við ekki komin á svolítið vafasama braut ef kaldastríðsórar Björns Bjarnasonar um einhverskonar leyniþjónustu verða að veruleika? Hætt er við að í þessu litla samfélagi verði ekki öllum treystandi til að fara með það vald sem þeim verður gefið í þessum efnum.

Það er ástæða til að fara varlega í þetta og ég held að Rögnu dómsmálaráðherra sé vel treystandi til þess.


mbl.is „Leyniþjónusta“ enn upp á yfirborðið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hannes Baldursson

Það er auðvelt að freistast til að fórna frelsi og friðhelgi einkalífsins fyrir aukið öryggi í samfélaginu en það er alveg út í hött að leyfa lögreglunni að hlera síma hjá fólki án rökstudds gruns.

Mansal og slíkir glæpir eru jú ógeðslegir og það má jafnvel reyna að réttlæta þessar lagabreytingar með því að hugsa "jú, lögreglan mun bara rannsaka glæpamennina" en þetta býður hreinlega upp á of mikla misnotkun og ég vil miklu frekar sjá lögregluna ráðast á skipulagða glæpastarfsemi með þeim vopnum og heimildum sem þeir hafa í dag heldur en að fórna réttindum mínum.

Það má nefnilega ekki gleyma því að þessi lög gilda fyrir alla landsmenn, ekki bara glæpamennina. Hversu margar óþarfa og órökstuddar hleranir eða rannsóknir á almenningi eru í lagi áður en fólkið í landinu segir nóg, eða verður það kannski orðið of seint þegar fólkið fær nóg?

Hannes Baldursson, 17.8.2010 kl. 16:34

2 identicon

Hvaða máli skiptir það þó svo að lögreglan sé að elta mann án þess að maður viti. Ef að lögreglan væri að hlera símtölin mín án þess að ég vissi og að lesa  tölvupóstinn minn......þá væri mér svo nákvæmlega sama því að ég hef ekkert að fela. Ég treysti því líka að þetta sé gert í þága alls góðs og þetta fari ekki lengra út fyrir lögreglustöðina.

Við verðum að passa okkur á því að fylla ekki hausinn á okkur af eintómum sleikjóum og regnbogum. það er kominn tími til að sprengja aðeins þessa sáðukúlu sem að við virðumst búa í hérna á landi. Það er löngu orðið tímabært fyrir róttækari aðgerðir í þessum málum.....en það er ekki þar með sagt að þau þurfi að vera af hinu illa.

palli (IP-tala skráð) 18.8.2010 kl. 07:29

3 identicon

ÞAð skiptir máli Palli vegna þess að það er fasistmi, ala Stazi. "Ég hef ekkert að fela" er aum afsökun....klisja frá tímum Nasista og Stazi.

en ég er viss um að stjórnvöld í Kína yrðu ánægð með svona góðan og þægan þegn eins og þig..

en sumum finnst ennþá þess vert að berjast fyrir "sjálfsögðum" mannréttindum, eins og að vera talinn saklaus þar til sekt er sönnuð.

viltu tala um "war on terror" sápukúlur, í boði "traustra fjölmiðla"?

Sagan hefur kennt okkur að fasistmi vefur upp á sig....byrjar lítið en verður fljótt skrímsli.

Sápukúlufasistadraumar...og það frá lögreglu sem er eftirlitslaus

magus (IP-tala skráð) 18.8.2010 kl. 10:43

4 Smámynd: Óskar Guðmundsson

Hér verður Ísí (í stað stazi)

Netlögga Nágríms og Nornarinnar.

Óskar Guðmundsson, 18.8.2010 kl. 18:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband