Oftar en ekki of stutt bil milli bíla

Hef oft undrast það hve ökumenn eru með stutt bil milli bíla í þéttri umferð á þjóðvegunum. Það þarf ekki mikið út af að bregða til að óhapp verði þegar of þétt er ekið.

Stundum hvarflar að manni að bílstjórar haldi að þeir verði fyrr á ferðinni með því að vera alveg ofan í næsta bíl. Þeir óþolinmóðustu þola heldur ekki að hafa bíl á undan sér og stunda framúrakstur í nokkurskonar svigi í þéttri umferð. Þeir þurfa því oft að troðast inn á milli og þá þéttist röðin. Þessir sömu eru svo oftar en ekki við hliðina á manni við fyrstu gatnamót þegar í þéttbýli er komið.


mbl.is Þrír bílar í óhappi á Vesturlandsvegi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband