Þornar hún þá ekki upp?

Mörgum laxinum hefur verið landað úr Flekkudalsá í gegnum tíðina og sjálfur hef ég landað þeim allnokkrum þar. Nú virðist eiga að landa ánni sjálfri sem er nú heldur mikið og hlýtur að þýða að þurrka eigi upp ána. Eftir það verður nú lítið um laxinn þar í þessu frábæra umhverfi sem er við Flekkuna. Svona misnotkun orða, eins og að landa heilli á, er fáránleg.

Annars verður söknuður af Flekkudalsánni en þar hafa Akurnesingar veitt frá því snemma á sjöunda áratug síðustu aldar. Ég man eftir mörgum ferðum þangað til veiða sem krakki og unglingur og góðum samskiptum veiðimanna úr Stangveiðifélagi Akraness við landeigendur við ánna. Nú eru þeir ágætu menn flestir farnir til feðra sinna og aðrir teknir við. Sama var með Haukadalsána í Dölum. Þar veiddu Skagamenn lengi en misstu hana svo í hendur útlendinga sem buðu betur.


mbl.is Svisslendingur væntanlega að landa Flekkudalsá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband