Hvað er svona hættulegt við það?

Hvers vegna þetta stress núna þótt einhverjir útlendingar eigi stóran hlut í sjávarútvegsfyrirtæki? Það hefur tíðkast alla tíð. Ég man t.d. ekki betur en að olíufélög hafi verið stórir eigendur sjávarútvegsfyrirtækja á níunda áratugnum. Þessi sömu olíufélög voru þá að stórum hluta í eigu útlendinga. Þannig átti BP stóran hlut í Olís sem aftur átti stóran hlut í Síldavinnslunni svo dæmi séu tekin. Stóriðjufyrirtækin hér á landi eru að nýta aðra auðlind sem er orkan og þau eru í eigu útlendinga. Því er ekkert hættulegra að útlendingar eigi sjávarútvegsfyrirtæki.

Það sem þarf að tryggja er að þjóðin hafi vald yfir auðlindinni sjálfri og leigi síðan sjávarútvegsfyrirtækjunum kvótann. Kerfið eins og það er núna gerir það ekki og því fá útlendingar ókeypis aðgang að auðlindinni í hafinu.  


mbl.is Vill vita hver eigi Storm Seafood
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband