Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2009

Allir komu þeir aftur

Einu sinni var það Ástralía, svo varð Svíþjóð vinsæl og fiskvinnslufólk flyktist um tíma til Danmerkur. Nú er það Noregur. Eitt er sammerkt með þessu öllu og áhöfninni á kútter Haraldi sem sungið hefur verið um í áraraðir: "Allir komu þeir aftur og enginn þeirra dó."
mbl.is Hundruð flytjast til Noregs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sandsíli verði verndað fyrir kríu og sjófuglum

Ef stofnunin Hafró ætlar að vera samkvæm sjálfri sér er sjálfgefið að nú verður lagt til við sjávarútvegsráðherra að krían, sjófuglar allir, fiskistofnar og hvalir hætti að éta sandsíli. Jón Bjarnason kaupir það án efa hrátt eins og hann gerði með fiskveiðiráðgjöf þessarar einkastofnunar LíÚ fyrir stuttu. Þá var þorskkvóti lækkaður þrátt fyrir einstakt árferði og meira að segja góðan árangur úr hinu fáránlega togararalli. Skötuselskvóti var minnkaður á sama tíma og sú skepna gengur upp á grunnsævi étandi allt sem fyrir verður. Bannað var að veiða makríl, sem meira að segja er farinn að veiðast á stöng við bryggjur. Síldveiðar voru bannaðar úr íslenska sumargotsstofninum vegna sýkingar, sennilega betra að láta síldina valda mengun til skaða á sjávarbotni frekar en veiða hana í bræðslu. - Hafró er farin minna óþægilega mikið á Alþjóða hvalveiðiráðið síðustu árin.
mbl.is Góðar væntingar eftir sandsílaleiðangur Hafró
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gangið betur um

Gróðureldar á þurrkasumrum verða sífellt algengari hér á landi. Í gær var það mosabruni á Suðurnesjum og nú ofarlega á Esjunni. Svona brunar eru ekki sjálfsíkveikja. Það er slæmt til þess að vita að fólk sem nýtur útisvistar í náttúrunni og fer í gönguferði sér til heilsubótar og ánægju skuli ekki ganga betur um en raun ber vitni. Oft eru einnota útigrill ástæðan fyrir gróðurbruna en oftar er það glóð frá reykingafólki. Ef fólk þarf nauðsynlega að reykja er málið einfalt. Annað hvort að setja stubbinn í eitthvert ílát sem hægt er að hafa meðferðis, eða hreinlega að lyfta næsta steini og setja þar undir. Slíkt hefur ávallt veri gert við það sem menn þurfa að losa sig við. Svo er öll þessi gönguárátta farin að setja mark sitt á umhverfið og skilja eftir sig ljót sár eins og ég sá þegar ég loks druslaðist á Akrafjallið í gær eftir 35 ára hlé eða svo. Fyrir alla muni gangið betur um.

IMG_0758 Guðfinnuþúfa  IMG_0775 Ljót slóð á suðurfjallinu


mbl.is Slökkvistarfi lokið í Esjunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Roðlaust og beinlaust bull hjá Kristjáni

Björn Valur tekur Kristján Þór illa í bakaríið þarna enda á hinn síðarnefndi það svo sannarlega skilið eftir þetta roðlausa og beinlausa bull. Það væri betra ef einhverjir samflokksmenn Kristjáns Þórs gerðu hið sama og Björn Valur og reyndu að afla gjaldeyris upp í allt sukkið sem Kristján og flokksbræður hans eru búnir að koma þjóðinni í. Svo má nú ekki gleyma því að varamaður Björns Vals situr á þingi og er full fær um að sinna störfunum þar meðan Björn Valur stendur við sitt gagnvart útgerð Kleifabergsins.
mbl.is Svarar Kristjáni Þór fullum hálsi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jákvæðir straumar á Skaganum

Hvalkjötsvinnslan hefur mjög jákvæð áhrif hér á Akranesi enda kemur stærsti hluti þess fólks sem þar vinnur af atvinnuleysisskrá. Þetta er fólk sem vill vinna og gott að vita til þess að það kemst í vinnu. Grundartangi er framtíðarathafnasvæði fyrir starfsemi sem þarfnast hafnar og þar eru líka möguleikar fyrir skipasmíðar og stóran slipp. Mikið hefur verið að gera í slippnum á Akranesi að undanförnu en þar eru erfiðar aðstæður til að taka upp stór skip vegna siglingaleiðarinnar inn í Lambhúsasund. Á Grundartanga eru miklir möguleikar fyrir skipasmíðaiðnaðinn og alla þá þekkingu sem hér er til í þeirri iðn. Áfram Akranes! Þótt fóboltinn sé í tímabundnu klúðri núna þá notum við alla þá hæfileika sem við höfum á öðrum sviðum til að byggja upp samfélagið.
mbl.is Ástandið bjart á Akranesi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Útrásarbanki?

Hvaða heiti fær hann þá? Hét hann ekki Íslandsbanki, svo Glitnir og síðan Íslandsbanki? Er þetta ekki bankinn sem einu sinni var Verslunarbankinn, eða Alþýðubankinn eða jafnvel Útvegsbanki. Kannski heitir hann Útrásarbanki næst.
mbl.is Nýr Íslandsbanki innan skamms
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Getur Hafró lært af þessu?

IMG_9222

Frábært að heyra af góðum árangri á sjóstangaveiðimótum. Þegar við vorum að byrja í sjóstangaveiðinni á Austfjörðum fyrir um rúmum tveimur aratugum þótti gott að ná hundrað kílóum á stöng á dag. Nú er enginn maður með mönnum nema að ná hálfu tonni á stöng á dag. Sjóstangaveiðimótin ættu að vera lærdómur fyrir fiskifræðinga. Síðustu tvo áratugina hefur aflinn aukist jafnt og þétt í takt við betra lífríki í sjónum en á sama stíma sker Hafró stöðugt niður aflaheimildir. Hafró fær öll gögn frá sjóstangaveiðimótum. Hjá Hafró ráða allt önnur sjónarmið en vísindi og fiskifræði. LíÚ er ekkert ánægt með aukin afla á færi og sjóstöng. Aukinn kvóti lækkar kvótaverð og þar með verðmæti sjávarútvegsfyrirtækja sem eru einskis virði ef kvóti væri ekki verðlagður.

 

 


mbl.is Metþátttaka í sjóstangveiðimóti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvar er frelsi einstaklingsins?

Hafa ekki forystumenn Sjálfstæðisflokksins alltaf sagt að þar sé rúm fyrir ólikar skoðanir. Án efa eru stór hluti kjósenda flokksins sammála því að kannað sé hvaða möguleika þjóðin á innan ESB. Bjarni er hins vegar trúr kvótaklíkunni úr LÍÚ og sérhagsmunagæslu flokkseigenda. Þorgerður Katrín kemur úr grasrótinni og lætur ekki segja sér fyrir verkum. Hún veit líka upp á sig skömmina í bankaklúðrinu. Hvar er allt frelsi einstaklingsins núna, Bjarni?
mbl.is Bjarni: Óheppilegt að ekki ríkir einhugur í forystunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vaðandi makríll og veiðar bannaðar

Makríllinn er allt í kringum landið og veiðist á stöng á bryggjunum á Snæfellsnesinu. Það er því ekki nema von að Hafró banni veiðar á honum. Það bann er í takt við annað hjá þeirri stofnun sem greinilega misskilur hlutverk sitt. Núna bannar stofnunin síldveiðar úr sumargotssíldarstofninum vegna sýkingar í síldinni. Einmitt þess vegna ætti að veiða síldina til bræðslu í stað þess að láta hana í tugþúsunda tonna tali leggjast dauða á botninn lífríkinu til skaða. Skötuselur hefur veiðst í grásleppunet víða í vor en karlarnir henda honum fyrir borð aftur því ekki geta þeir komið með hann á markað, þá fá þeir sekt og engan skötuselskvóta er að fá en Hafró minnkaði þann kvóta nýverið. Skötuselurinn hefur veiðst með fullan maga af grásleppuhrognum og meira að segja heila rauðmaga inn í sér. Alla vitleysuna úr Hafró gleypir svo Jón Bjarnason sjávarútvegsráðherra hráa. Er ekki kominn tími til að taka til hjá Hafró og athuga grunninn, þær forsendur sem þessi stofnun er að gefa sér. Hún þarf að horfa á lífríkið í heild. Nú sveltur lundinn við eyjar á meðan markíllinn hirðir sílið.
mbl.is Sjórinn hreinlega kraumaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eldfim Valhöll

Rosalega er allt eldfimt sem tengist Valhallarnafninu þessa dagana.
mbl.is Smávægilegur eldur við Valhöll
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband