Gangið betur um

Gróðureldar á þurrkasumrum verða sífellt algengari hér á landi. Í gær var það mosabruni á Suðurnesjum og nú ofarlega á Esjunni. Svona brunar eru ekki sjálfsíkveikja. Það er slæmt til þess að vita að fólk sem nýtur útisvistar í náttúrunni og fer í gönguferði sér til heilsubótar og ánægju skuli ekki ganga betur um en raun ber vitni. Oft eru einnota útigrill ástæðan fyrir gróðurbruna en oftar er það glóð frá reykingafólki. Ef fólk þarf nauðsynlega að reykja er málið einfalt. Annað hvort að setja stubbinn í eitthvert ílát sem hægt er að hafa meðferðis, eða hreinlega að lyfta næsta steini og setja þar undir. Slíkt hefur ávallt veri gert við það sem menn þurfa að losa sig við. Svo er öll þessi gönguárátta farin að setja mark sitt á umhverfið og skilja eftir sig ljót sár eins og ég sá þegar ég loks druslaðist á Akrafjallið í gær eftir 35 ára hlé eða svo. Fyrir alla muni gangið betur um.

IMG_0758 Guðfinnuþúfa  IMG_0775 Ljót slóð á suðurfjallinu


mbl.is Slökkvistarfi lokið í Esjunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Við hjónin gengum eins og hálfa leið upp Esjuna um síðustu helgi. Það var ótrúlegt, eins og reykingafólk er yfirleitt óþolandi subbulegt, hvað var snyrtilegt á leiðinni.

Bragi Þór Valsson (IP-tala skráð) 23.7.2009 kl. 18:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband